Uppselt í fyrra á stærstu fermingardögunum

Úrvalið hjá Veisluréttum hefur stóraukist og nú er búið að …
Úrvalið hjá Veisluréttum hefur stóraukist og nú er búið að fjölga opnunardögum fyrir fermingartímabilið. Samsett mynd

Nú styttist óðum í fermingartímabilið og síðan verða það útskriftaveislurnar í framhaldinu. Veisluþjónusta Hagkaups hefur verið að þjónusta viðskiptavini sína með því að bjóða upp á tilbúna smárétti sem eru tilbúnir beint á veisluborðið og er stöðugt að þróa og auka þjónustu sína. Til að mynda með rýmri opnunartíma að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagkaup.

Veisluréttir Hagkaups hafa opnað fyrir vel valda sunnudaga í vor sem alla jafna eru lokaðir.

„Við opnum þá yfir fermingartímabilið vegna mikillar eftirspurnar frá okkar viðskiptavinum sem taka afar vel í veisluþjónustuna okkar. Nú er hægt að fá allt fyrir veisluna í veisluþjónustunni okkar Veisluréttum sem slegið hefur í gegn og í fyrra vorum við til að mynda uppseld á stærstu fermingardögunum og við hvetjum þess vegna okkar viðskiptavini að panta með góðum fyrirvara þar sem þessir dagar seljast hratt upp,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, upplifunar- og markaðsstjóri hjá Hagkaup.

Úrvalið er sífellt að stækka

„Úrvalið er sífellt að stækka hjá okkur og er afar fjölbreytt. Við leggjum mikið upp úr gæða hráefnum og okkar færasta fólk í eldhúsinu sér um að töfra fram veislubakka sem hægt er að setja beint á borðið. Við lögðum upp úr því í hönnuninni á bökkunum að þeir væru stílhreinir og fallegir, það er einfalt og þægilegt að bjóða upp á þessar veitingar í fallegum bökkum og fyrirhöfnin í algjöru lágmarki. Auðvitað er líka hægt að setja réttina á aðra bakka eins og myndirnar sem eru úr fermingu hjá Soffíu í Skreytum Hús fagurkera með meira. Það er tilvalið að einfalda lífið á svona stórum augnablikum í lífinu og nýta tímann fremur í önnur verkefni sem fylgja dögum sem þessum,“ segir Eva Laufey og bætir við: 

„Við bjóðum upp á úrval rétta sem henta fullkomnlega fyrir fermingardaginn. Veislubakkarnir eru samsettir af ljúffengum smábitum sem henta beint á veisluborðið. Úrvalið er fjölbreytt og bjóðum við meðal annars upp á vinsælu kjúklingaspjótin okkar, vorrúllur, dumplings, brakandi tempura-rækjur, okkar vinsæla Orgiami sushi og ljúffeng smurbrauð auk annarra girnilegra veitinga. Við erum afar stolt af þessari þjónustu okkar og þakklát okkar viðskiptavinum að treysta okkur fyrir veitingum á stórum dögum í þeirra lífi.“

Hægt er að sækja veislurétti í Hagkaup Smáralind eða fá þá heimsenda á höfuðborgarsvæðinu (athugið, heimsending er ekki í boði á sunnudögum).

Nánari upplýsingar um veislurétti Hagkaups má finna hér.

Þeir dagar sem við höfum opnað sérstaklega fyrir eru:

  • 23. mars
  • 30. mars
  • 6. apríl
  • 13. apríl

Hér má sjá brot af því sem í boði er sem Soffía Garðarsdóttir hjá Skreytum hús bauð upp á í fermingarveislu hjá heima hjá sér.

 

Gullfalleg framsetning á krásum.
Gullfalleg framsetning á krásum. Ljósmynd/Aðsend
Til að mynda er hægt að fá kjúklingaspjót og dressingar …
Til að mynda er hægt að fá kjúklingaspjót og dressingar með. Ljósmynd/Aðsend
Mini vefjur sem gaman er að bera fram.
Mini vefjur sem gaman er að bera fram. Ljósmynd/Aðsend
Mini-hamborgara eru líka í boði.
Mini-hamborgara eru líka í boði. Ljósmynd/Aðsend
Smurbrauðið nýtur ávallt mikilla vinsælda.
Smurbrauðið nýtur ávallt mikilla vinsælda. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert