Ljúffengur ofnbakaður fiskur í rjómaostasósu

Ljúffengur ofnbakaður fiskréttur með bræddum osti sem gleður bragðlaukana.
Ljúffengur ofnbakaður fiskréttur með bræddum osti sem gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Í upp­hafi nýrr­ar viku er ávallt gott að hafa upp­skrift að fljót­leg­um og góðum fisk­rétt við hönd­ina. Þessi fisk­rétt­ur er afar ljúf­feng­ur og bráðinn ost­ur ger­ir rétt­inn ein­stak­lega góðan ásamt græn­met­inu. Með rétt­in­um er vert að bera fram hrís­grjón og/​eða kart­öfl­ur og jafn­vel ferskt sal­at.

Heiður­inn af upp­skrift­inni á Thelma Þor­bergs­dótt­ir en hún gerði hana fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Ljúffengur ofnbakaður fiskur í rjómaostasósu

Vista Prenta

Ofn­bakaður fisk­ur í rjóma­ostasósu

Fyr­ir 4-6

  • 1 kg þorsk­ur eða ýsa (ófros­in)
  • ½ haus brok­kolí
  • ½ haus blóm­kál
  • 200 g rjóma­ost­ur með graslauk og lauk
  • 200 g hreinn rjóma­ost­ur
  • 2 dl mat­reiðslur­jómi
  • 1 ½ tsk. hvít­lauk­spip­ar
  • 1 ½ tsk. salt
  • 100 g rif­inn pít­sa­ost­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 190°C.
  2. Setjið fisk í eld­fast mót ásamt niður­skornu brok­kolí og blóm­káli.
  3. Setjið báða rjóma­ost­ana í pott ásamt rjóm­an­um yfir meðal­há­an hita og hrærið þar til allt hef­ur bland­ast vel sam­an.
  4. Kryddið með hvít­lauk­spip­ar og salti, gott er að smakka sós­una til og krydda þá meira ef þess er þörf.
  5. Hellið rjóma­ostasós­unni yfir fisk­inn og setjið inn í ofn í 15 mín­út­ur og bakið við 190°C hita.
  6. Takið fisk­inn út, setjið ost­inn yfir og setjið aft­ur inn í ofn í 10 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað al­veg.
  7. Berið fram með soðnum kart­öfl­um og/​eða hrís­grjón­um og fersku sal­ati ef vill.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert