Rakel hjá Vesturporti afhjúpar vikumatseðilinn

Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi hjá Vesturporti, á heiðurinn af vikumatseðlinum þessa …
Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi hjá Vesturporti, á heiðurinn af vikumatseðlinum þessa vikuna. Ljósmynd/Aðsend

Rakel Garðars­dótt­ir, fram­leiðandi hjá Vest­urporti, á heiður­inn af vikumat­seðlin­um þessa vik­una. Rakel hef­ur mikla ástríðu fyr­ir starf­inu sínu en hún er líka áhuga­söm um mat­ar­gerð og er meðal ann­ars í stjórn Hús­stjórn­ar­skól­ans í Reykja­vík og stofn­andi hóps­ins Vak­andi, svo fátt sé nefnt.

Alls ekki fyr­ir löngu sló Vest­urport í gegn með þátt­un­um um Vig­dísi og hreif með sér alla þjóðina.

„Nýj­asta afurðin okk­ar eru þætt­irn­ir um Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur þjóðhöfðingja okk­ar sem sýnd­ir voru á RÚV í janú­ar á þessu ári. Vig­dís er ein­stak­ling­ur sem ég lít mikið upp til, hún sýn­ir að draum­ar geti svo sann­ar­lega ræst!

Því­lík­ur inn­blást­ur sem hún hef­ur veitt mér. Ég er líka stofn­andi hóps­ins Vak­andi, sem var stofnaður með þann til­gang að vekja at­hygli á hversu van­hugsað það er að sóa mat. Mat­ur er verðmæti sem við þurf­um að meta og fara bet­ur með.

Á þess­um rúm­um 10 árum síðan sam­tök­in voru stofnuð hef­ur nú ýmsi­legt breyst til hins betra en það er eins með það og margt annað að við meg­um alls ekki sofna á verðinum. Ég elda því mjög oft súp­ur og káss­ur. Oft­ast án upp­skrifta þar sem ég pikka bara það sem til er að hverju sinni og það klikk­ar bara ansi sjald­an,“ seg­ir Rakel með bros á vör.

Áhuga­mann­eskja um freyðivín

Rakel er líka mik­il áhuga­mann­eskja um freyðivín og veit fátt skemmti­legra en að skála í góðra vina hópi með freyðivín við hönd.

„Þar sem mér finnst líka svo gam­an að hafa það skemmti­legt en ég er líka mik­il áhuga­mann­eskja um freyðivín. Við vor­um einn vet­ur í Flórens á Ítal­íu og þar er nú bara talað um ít­alska vatnið sem er boðið upp á með matn­um,“ seg­ir Rakel kím­in á svip.

„Í Nor­egi er freyðivín sem ég er mjög hrif­in af sem heit­ir „Lykk­e­bobbler“ og er hug­ar­smíði hinn­ar ein­stöku lista­konu og gleðibombu Bjarg­ar Þór­hallds­dótt­ur. Flask­an er mjög skemmti­leg þar sem hún er með lista­verki eft­ir Björgu ut­an­vert og þetta er ein­stak­lega gott búbblu­vín og hug­mynd­in frá­bær.

Björg Þórhallsdóttir og Rakel Garðarsdóttir við uppáhaldsvínekruna á Ítalíu þar …
Björg Þór­halls­dótt­ir og Rakel Garðars­dótt­ir við upp­á­haldsvín­ekruna á Ítal­íu þar sem töfr­arn­ir ger­ast. Ljós­mynd/​Aðsend

Við ákváðum því að gera sam­bæri­legt fyr­ir ís­lensk­an markað, Lukku­búbbl­ur. Vínið er að sjálf­sögðu líf­rænt, þar sem ég vil helst forðast skor­dýra­eit­ur, og í flokkn­um Blanc de Blancs frá Frakklandi. Full­komið vín á frá­bæru verði, smá Lukku í glas og kvöld­inu eða deg­in­um er reddað. En það þarf víst að borða með búbbluglas­inu, þannig að í full­komnri viku myndi vikumat­seðill­inn með freyðivín­inu mínu líta svona út eins og sjá má hér fyr­ir neðan.“

Hér eru lukkubúbblurnar framleiddar.
Hér eru lukku­búbblurn­ar fram­leidd­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Mánu­dag­ur – Ítölsk græn­met­isúpa

„Ég elska ít­ölsku græn­met­is­súp­una úr Húsó. Ég sit í stjórn Húsó og veit því hversu góður mat­ur kem­ur úr þeirri smiðju. Ég elska súp­ur og þessi með ít­ölsku ívafi get­ur ekki klikkað. Með henni myndi ég auðvitað hafa brauð, ekki verra ef það væri nýbakað.“

Þriðju­dag­ur – Ómót­stæðilega góður ofn­bakaður fisk­rétt­ur

„Það er alltaf gott að fá sér fisk. Ég elska ofn­rétti og myndi því henda í þenn­an. Þó að upp­á­halds­fisk­rétt­ur­inn minn sé hrogn og ýsa stappað sam­an með smjöri, er hægt að fá það svo sjald­an að þessi ljúf­fengi ofn­rétt­ur fer langt á topp­list­ann.“

Miðviku­dag­ur – Girni­leg­asta græn­met­islas­anja allra tíma

„Ég dýrkaði að fá mér græn­met­islasagna á Næstu grös­um hér í „den“, þessi upp­skrift slær þeim rétti alls ekki út.“

Fimmtu­dag­ur – Ljúf­feng­ur kjúk­linga­rétt­ur

„Ég borða ekki mikið kjöt, en það er þá helst fugla­kjöt. Ég myndi að öll­um lík­ind­um skipta út kjúk­ling fyr­ir kalk­úna­leggi sem hægt er að kaupa frosna í flest­um versl­un­um.“

Föstu­dag­ur – Synd­sam­lega góður pasta­rétt­ur

„Ég elska an­sjó­s­ur og get borðað þær með öllu og líka ein­tóm­ar. Hér er pasta­rétt­ur sem get­ur ekki klikkað.“

Laug­ar­dag­ur – Pönnupítsa

„Ég myndi nota rest­ina af an­sjó­s­un­um á pítsuna mína og setja líka chilli-flög­ur og svart­ar ólíf­ur, á meðan rest­in á heim­il­inu vel­ur pepp­eróní.“

Sunnu­dag­ur – Asísk súpa sem bragð er af

„Það er æðis­legt að enda svo vik­una á bragðgóðri súpu, ég hef mikið dá­læti af asísk­um súp­um, svo bragðgóðar og mat­ar­mikl­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert