Ævintýraleg matarupplifun sem á sér fáa líka

Arabella Morgan og Davíð Örn Hákonarson buðu til ævintýralegrar matarveislu …
Arabella Morgan og Davíð Örn Hákonarson buðu til ævintýralegrar matarveislu samofna list. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist

Matargyðjan knáa, Arabella Morgan, og kokkurinn, Davíð Örn Hákonarson, yfirkokkur á Skreið, blésu til magnaðrar veislu síðustu helgi með viðburði í seríunni The Underground Supper Club þar sem matargerðarlist, myndlist og tónlist mættust á einstakan hátt.

Listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir var með gjörning og tónlistarkonan Jara skapaði heillandi hljóðheim meðan gestir gæddu sér á gómsætum réttum innblásnum af Miðjarðarhafinu og Mið-Austurlöndum.

Um þrjátíu matarunnendur sóttu viðburðinn sem var haldinn í glæsilegu rými herrafataverslunarinnar Thomsen Rvk sem opnaði fyrir jól og selur vönduð föt úr smiðju fatahönnuðarins Gunnars Hilmarssonar.

Kræsingar flæddu á borðið með öllum sínum dýrðarljóma.
Kræsingar flæddu á borðið með öllum sínum dýrðarljóma. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist

Breyttist í sannkallað ævintýraland

Rýmið umbreyttist í sannkallað ævintýraland og gestir snæddu á langborði við kertaljós.Viðburðurinn var studdur af Íslenskri hollustu sem lagði til sjávartrufflu sem var notuð með dásamlegum ceviche-rétti, af Santé wines sem buðu upp á Drappier-kampavín sem var kælt með gullfallegum klakastandi frá Klakavinnslunni og Vaxa bauð upp á fagurt salat.

Ostaréttur var framreiddur á undan eftirréttinum að frönskum sið og það var engin önnur en ostadrottningin Eirný Sigurðardóttir sem kom með þrjá framandi osta og útfærði.

Hægt er að fylgjast með næstu staðsetningum The Underground Supper Club á Instagram-síðunum @theundergroundsupperclub og @bellamorgan en Arabella tekur einnig að sér matargerð fyrir einkaviðburði.

Sjáið myndirnar hér fyrir neðan en þær fanga dulúðina sem var í loftinu á þessu kvöldi:

Arabella Morgann kynnti matseðilinn með gleði og kátínu.
Arabella Morgann kynnti matseðilinn með gleði og kátínu. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist
Arnar Sigurðsson sá um að kynna kampavínið til leiks.
Arnar Sigurðsson sá um að kynna kampavínið til leiks. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist
Ostadrottning Íslands, Eirný Sigurðardóttir, kynnti ostaréttinn til leiks sem borinn …
Ostadrottning Íslands, Eirný Sigurðardóttir, kynnti ostaréttinn til leiks sem borinn var fram eins Frakkar gera það. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist
Guðaveigarnar.
Guðaveigarnar. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist
Rómantíkin sveif í loftinu.
Rómantíkin sveif í loftinu. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist
Maturinn var lítríkur og fallegur.
Maturinn var lítríkur og fallegur. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist
Bragð, áferð og útlit var í forgrunni.
Bragð, áferð og útlit var í forgrunni. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist
Gestirnir kunnu vel að meta ævintýrið.
Gestirnir kunnu vel að meta ævintýrið. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist
Mikið var hlegið.
Mikið var hlegið. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist
Listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir var með gjörning og tónlistarkonan Jara …
Listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir var með gjörning og tónlistarkonan Jara skapaði heillandi hljóðheim meðan gestir gæddu sér á gómsætum réttum. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert