Ævintýraleg matarupplifun sem á sér fáa líka

Arabella Morgan og Davíð Örn Hákonarson buðu til ævintýralegrar matarveislu …
Arabella Morgan og Davíð Örn Hákonarson buðu til ævintýralegrar matarveislu samofna list. Ljósmynd/Álfgerður Malmquist

Mat­argyðjan knáa, Ar­ab­ella Morg­an, og kokk­ur­inn, Davíð Örn Há­kon­ar­son, yfir­kokk­ur á Skreið, blésu til magnaðrar veislu síðustu helgi með viðburði í serí­unni The Und­erground Supp­er Club þar sem mat­ar­gerðarlist, mynd­list og tónlist mætt­ust á ein­stak­an hátt.

Lista­kon­an Ásdís Sif Gunn­ars­dótt­ir var með gjörn­ing og tón­list­ar­kon­an Jara skapaði heill­andi hljóðheim meðan gest­ir gæddu sér á góm­sæt­um rétt­um inn­blásn­um af Miðjarðar­haf­inu og Mið-Aust­ur­lönd­um.

Um þrjá­tíu mat­ar­unn­end­ur sóttu viðburðinn sem var hald­inn í glæsi­legu rými herrafata­versl­un­ar­inn­ar Thomsen Rvk sem opnaði fyr­ir jól og sel­ur vönduð föt úr smiðju fata­hönnuðar­ins Gunn­ars Hilm­ars­son­ar.

Kræsingar flæddu á borðið með öllum sínum dýrðarljóma.
Kræs­ing­ar flæddu á borðið með öll­um sín­um dýrðarljóma. Ljós­mynd/Á​lf­gerður Malmquist

Breytt­ist í sann­kallað æv­in­týra­land

Rýmið umbreytt­ist í sann­kallað æv­in­týra­land og gest­ir snæddu á lang­borði við kerta­ljós.Viðburður­inn var studd­ur af Íslenskri holl­ustu sem lagði til sjáv­ar­trufflu sem var notuð með dá­sam­leg­um ceviche-rétti, af Santé wines sem buðu upp á Drappier-kampa­vín sem var kælt með gull­fal­leg­um klak­astandi frá Klaka­vinnsl­unni og Vaxa bauð upp á fag­urt sal­at.

Osta­rétt­ur var fram­reidd­ur á und­an eft­ir­rétt­in­um að frönsk­um sið og það var eng­in önn­ur en osta­drottn­ing­in Eir­ný Sig­urðardótt­ir sem kom með þrjá fram­andi osta og út­færði.

Hægt er að fylgj­ast með næstu staðsetn­ing­um The Und­erground Supp­er Club á In­sta­gram-síðunum @theund­ergrounds­upp­erclub og @bellamorg­an en Ar­ab­ella tek­ur einnig að sér mat­ar­gerð fyr­ir einkaviðburði.

Sjáið mynd­irn­ar hér fyr­ir neðan en þær fanga dulúðina sem var í loft­inu á þessu kvöldi:

Arabella Morgann kynnti matseðilinn með gleði og kátínu.
Ar­ab­ella Morg­ann kynnti mat­seðil­inn með gleði og kátínu. Ljós­mynd/Á​lf­gerður Malmquist
Arnar Sigurðsson sá um að kynna kampavínið til leiks.
Arn­ar Sig­urðsson sá um að kynna kampa­vínið til leiks. Ljós­mynd/Á​lf­gerður Malmquist
Ostadrottning Íslands, Eirný Sigurðardóttir, kynnti ostaréttinn til leiks sem borinn …
Osta­drottn­ing Íslands, Eir­ný Sig­urðardótt­ir, kynnti osta­rétt­inn til leiks sem bor­inn var fram eins Frakk­ar gera það. Ljós­mynd/Á​lf­gerður Malmquist
Guðaveigarnar.
Guðaveig­arn­ar. Ljós­mynd/Á​lf­gerður Malmquist
Rómantíkin sveif í loftinu.
Róm­an­tík­in sveif í loft­inu. Ljós­mynd/Á​lf­gerður Malmquist
Maturinn var lítríkur og fallegur.
Mat­ur­inn var lítrík­ur og fal­leg­ur. Ljós­mynd/Á​lf­gerður Malmquist
Bragð, áferð og útlit var í forgrunni.
Bragð, áferð og út­lit var í for­grunni. Ljós­mynd/Á​lf­gerður Malmquist
Gestirnir kunnu vel að meta ævintýrið.
Gest­irn­ir kunnu vel að meta æv­in­týrið. Ljós­mynd/Á​lf­gerður Malmquist
Mikið var hlegið.
Mikið var hlegið. Ljós­mynd/Á​lf­gerður Malmquist
Listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir var með gjörning og tónlistarkonan Jara …
Lista­kon­an Ásdís Sif Gunn­ars­dótt­ir var með gjörn­ing og tón­list­ar­kon­an Jara skapaði heill­andi hljóðheim meðan gest­ir gæddu sér á góm­sæt­um rétt­um. Ljós­mynd/Á​lf­gerður Malmquist
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert