Eldhúsið er miðpunktur alrýmisins

Hér í eldhúsinu mætast einfaldleikinn og fagurfræðin í sinni fegurstu …
Hér í eldhúsinu mætast einfaldleikinn og fagurfræðin í sinni fegurstu mynd. Ljósmynd/Aðsend

Hönnunarfyrirtækið Vipp hefur nú opnað nýtt gistiheimili sem skartar glæsilegri hönnun og hjarta þar slær í eldhúsinu. Vipp stendur fyrir danska hönnun og mikil gæði og eldhúsvörurnar hafa slegið í gegn.

Hér má sjá eldhúsið og borðstofuna utan frá.
Hér má sjá eldhúsið og borðstofuna utan frá. Ljósmynd/Aðsend

Um er að ræða elleftu útgáfuna af margrómuðu gistiheimili Vipp sem nú hefur verið opnað á hjara veraldar, á eyjunni Bruny í Tasmaníu.

Vipp Tunnel-byggingin sem teiknuð er af arkitektastofunni Room11 einkennist af brútalískum stíl á meðan innanhússhönnunin hefur skírskotun í skandinavíska naumhyggju og má sjá vandaða hönnun Vipp hvert sem litið er.

Einfaldleikinn og fagurfræðin mætast í stórkostlegri hönnun

Vipp V3-eldhúsið er miðpunktur alrýmisins, þar sem einfaldleikinn og fagurfræðin mætast í stórkostlegri hönnun á eldhúseyju sem klædd er pressuðu áli. Hönnunin á eldhúsinu hefur vakið verðskuldaða athygli af þeim sem hafa skoðað og séð.

Stílhrein og tímalaus hönnun, en eldhúseyjan er klædd með pressuðu …
Stílhrein og tímalaus hönnun, en eldhúseyjan er klædd með pressuðu áli Ljósmynd/Aðsend

Vipp á sögu sína að rekja allt til ársins 1939 þegar danskur maður að nafni Holger Nielsen hannaði ruslafötuna frægu fyrir hárgreiðslustofu eiginkonu sinnar.

Hin fræga Vipp-ruslafata er klassísk hönnun sem enn þá nýtur mikilla vinsælda um heim allan en vöruúrval VIPP hefur þó stækkað töluvert og má þar finna í dag fallega hannaðar eldhúsvörur ásamt þekktu baðherbergislínunni. Vipp-vörurnar fást í lífsstíls- og hönnunarversluninni Epal.

Vipp Tunnel er svo sannarlega glæsilegt líkt og myndirnar bera með sér.

Hringborð á kampavínsfæti passar vel hér inn í alrýmið við …
Hringborð á kampavínsfæti passar vel hér inn í alrýmið við eldhúseyjuna. Ljósmynd/Aðsend
Hönnunin innandyra í anda hússins að utan.
Hönnunin innandyra í anda hússins að utan. Ljósmynd/Aðsend
Baðhergið er líka stílhreint og falleg náttúrulega birta kemur inn.
Baðhergið er líka stílhreint og falleg náttúrulega birta kemur inn. Ljósmynd/Aðsend
Svefnherbergið í líka í anda hússins.
Svefnherbergið í líka í anda hússins. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert