Eldhúsið er miðpunktur alrýmisins

Hér í eldhúsinu mætast einfaldleikinn og fagurfræðin í sinni fegurstu …
Hér í eldhúsinu mætast einfaldleikinn og fagurfræðin í sinni fegurstu mynd. Ljósmynd/Aðsend

Hönn­un­ar­fyr­ir­tækið Vipp hef­ur nú opnað nýtt gisti­heim­ili sem skart­ar glæsi­legri hönn­un og hjarta þar slær í eld­hús­inu. Vipp stend­ur fyr­ir danska hönn­un og mik­il gæði og eld­hús­vör­urn­ar hafa slegið í gegn.

Hér má sjá eldhúsið og borðstofuna utan frá.
Hér má sjá eld­húsið og borðstof­una utan frá. Ljós­mynd/​Aðsend

Um er að ræða ell­eftu út­gáf­una af mar­grómuðu gisti­heim­ili Vipp sem nú hef­ur verið opnað á hjara ver­ald­ar, á eyj­unni Bruny í Tasman­íu.

Vipp Tunn­el-bygg­ing­in sem teiknuð er af arki­tekta­stof­unni Room11 ein­kenn­ist af brútalísk­um stíl á meðan inn­an­húss­hönn­un­in hef­ur skír­skot­un í skandi­nav­íska naum­hyggju og má sjá vandaða hönn­un Vipp hvert sem litið er.

Ein­fald­leik­inn og fag­ur­fræðin mæt­ast í stór­kost­legri hönn­un

Vipp V3-eld­húsið er miðpunkt­ur al­rým­is­ins, þar sem ein­fald­leik­inn og fag­ur­fræðin mæt­ast í stór­kost­legri hönn­un á eld­hús­eyju sem klædd er pressuðu áli. Hönn­un­in á eld­hús­inu hef­ur vakið verðskuldaða at­hygli af þeim sem hafa skoðað og séð.

Stílhrein og tímalaus hönnun, en eldhúseyjan er klædd með pressuðu …
Stíl­hrein og tíma­laus hönn­un, en eld­hús­eyj­an er klædd með pressuðu áli Ljós­mynd/​Aðsend

Vipp á sögu sína að rekja allt til árs­ins 1939 þegar dansk­ur maður að nafni Holger Niel­sen hannaði rusla­föt­una frægu fyr­ir hár­greiðslu­stofu eig­in­konu sinn­ar.

Hin fræga Vipp-rusla­fata er klass­ísk hönn­un sem enn þá nýt­ur mik­illa vin­sælda um heim all­an en vöru­úr­val VIPP hef­ur þó stækkað tölu­vert og má þar finna í dag fal­lega hannaðar eld­hús­vör­ur ásamt þekktu baðher­berg­is­lín­unni. Vipp-vör­urn­ar fást í lífs­stíls- og hönn­un­ar­versl­un­inni Epal.

Vipp Tunn­el er svo sann­ar­lega glæsi­legt líkt og mynd­irn­ar bera með sér.

Hringborð á kampavínsfæti passar vel hér inn í alrýmið við …
Hring­borð á kampa­víns­fæti pass­ar vel hér inn í al­rýmið við eld­hús­eyj­una. Ljós­mynd/​Aðsend
Hönnunin innandyra í anda hússins að utan.
Hönn­un­in inn­an­dyra í anda húss­ins að utan. Ljós­mynd/​Aðsend
Baðhergið er líka stílhreint og falleg náttúrulega birta kemur inn.
Baðhergið er líka stíl­hreint og fal­leg nátt­úru­lega birta kem­ur inn. Ljós­mynd/​Aðsend
Svefnherbergið í líka í anda hússins.
Svefn­her­bergið í líka í anda húss­ins. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert