Hefur þú smakkað brauðtertu með beikoni?

Berglind Hreiðars gerði þessi frumlegu brauðtertu á dögunum þar sem …
Berglind Hreiðars gerði þessi frumlegu brauðtertu á dögunum þar sem beikonið er í aðalhlutverki. Rosaleg brauðterta þarna á ferð. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar toppaði sig al­gjör­lega á dög­un­um þegar hún töfraði fram brauðtertu með bei­koni og skreytti eins og eng­inn væri morg­undag­ur­inn.

Eins og við þekkj­um eru brauðtert­ur klass­ík og slá ávallt í gegn á veislu­borðum þótt marg­ir vilji ekki viður­kenna það er það samt raun­in.

Berg­lind seg­ir þessa með bei­kon­inu vera ein­falda en um leið guðdóm­lega ljúf­fenga.

„Ég út­bjó eggja­sal­at með bei­koni sem Lukka vin­kona kom mér upp á lagið með fyr­ir nokkr­um árum og smjör­steikti brauðtertu­brauðið. Þegar það kem­ur að skreyt­ingu má síðan leyfa hug­mynd­arflug­inu að ráða og ekk­ert heil­agt í þeim efn­um,“ seg­ir Berg­lind með bros á vör.

Hér má sjá Berg­lindi út­búa brauðtert­una listi­lega vel:

Berglind skreytti brauðtertuna listilega vel.
Berg­lind skreytti brauðtert­una listi­lega vel. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Hef­ur þú smakkað brauðtertu með bei­koni?

Vista Prenta

Brauðterta með bei­koni

Brauðtertu­fyll­ing

  • 350 g bei­kon
  • 11 egg (harðsoðin)
  • 300 g Heinz maj­ónes
  • 1 lít­ill rauðlauk­ur
  • Arom­at
  • 200 g smjör (brætt)
  • 5 sneiðar brauðtertu­brauð (ílangt)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 220°C.
  2. Eldið bei­konið í ofni þar til það er stökkt, þurrkið á papp­ír og saxið smátt niður, geymið um 3 sneiðar til að skreyta með.
  3. Útbúið sal­atið á meðan.
  4. Saxið rauðlauk­inn smátt og blandið eggj­um og bei­koni sam­an við saxaðan lauk­inn.
  5. Hrærið næst maj­ónes­inu sam­an við og smakkið til með Arom­at kryddi.
  6. Skerið skorp­una af brauðtertusneiðunum og setjið á ofn­plötu með bök­un­ar­papp­ír.
  7. Penslið með bræddu smjöri á báðum hliðum og setjið í 220°C heit­an ofn­inn í um 4 mín­út­ur á hvorri hlið, kælið áður en þið setjið sam­an.
  8. Skiptið sal­at­inu í 4 hluta og staflið upp brauðtertu­brauðsneiðum með sal­ati á milli og skreytið (sjá að neðan).

Skreyt­ing

  • Um 150 g Heinz maj­ónes
  • Bauna­sprett­ur (um 50 g)
  • 2 harðsoðin egg
  • 3 stökk­ar beikonsneiðar
  • Stein­selju­lauf
  • Blæju­ber
  • Sítr­ónusneiðar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert