Súkkulaðipróteinbúðingur sem enginn súkkulaðiunnandi stenst

Þessi súkkulaðipróteinbúðingur mun ekki svíkja súkkulaðiunnendur.
Þessi súkkulaðipróteinbúðingur mun ekki svíkja súkkulaðiunnendur. Ljósmynd/Aðsend

Anna Eiríks, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is, er iðin að deila með fylgjendum sínum ljúffengum og næringarríkum réttum á Instagram-síðunni sinni hér og meðal þeirra sem hafa slegið í gegn er þessi súkkulaðipróteinbúðingur.

Anna Eiríks einkaþjálfari býður meðal annars upp á fjarþjálfun og …
Anna Eiríks einkaþjálfari býður meðal annars upp á fjarþjálfun og er sniðugri en flestir að búa til einfalda, holla og bragðgóða rétti. Ljósmynd/Aðsend

Þessi súkkulaðipróteinbúðingur bragðast eins og besti eftirréttur, hann er alveg fáránlega góður. Ef þið eigið ekki súkkulaðiprótein þá má auðvitað nota vanillu í staðinn eða hreinlega prófa að nota bara gríska jógúrt eða kotasælu og þá aðeins meira kakó og sætu á móti.

Súkkulaðipróteinbúðingur Önnu Eiríks

Fyrir 1-2

  • 1 banani
  • 1 bolli fínir hafrar
  • ¾ bolli möndlumjólk
  • Súkkulaðiprótein
  • Smá skvetta Akasíu hunang
  • Dökkt súkkulaði á toppinn

Aðferð:

  1. Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og þeytið vel saman.
  2. Setjið í skál eða lítil glös (Anna setti í 2 lítil) og dökkt súkkulaði á toppinn.
  3. Kælið í lágmark 2 klukkustundir og njótið í botn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert