Matarhátíðin Reykjavík Food & Fun hefst í dag, 12. mars, með pomp og prakt og mikið verður um dýrðir. Hátíðin stendur til 16. mars næstkomandi, í 22. skiptið. Í ár taka alls 17 veitingastaðir þátt og fá til sín stjörnukokka sem munu bjóða upp á heimsklassa matarupplifun á Food & Fun að þessu sinni.
Í tilefni þess heimsótti Sjöfn Þórðardóttir, umsjónarmaður matarvefs mbl.is, einn af veitingastöðunum sautján sem taka þátt í ár, Finnsson Bistro í Kringlunni, og hitti þar Óskar Finnsson, einn eiganda staðarins, og fékk að smjörþefinn af því sem boðið verður upp á.
„Steikurnar verða grillaðar á kolagrillinu,“ segir Óskar sem er fullur tilhlökkunar fyrir næstu dögum.
Stjörnukokkurinn Tom Cook verður gestakokkur á Finnsson Bistro í ár líkt og í fyrra en færri komust að en vildu þá.
Á matarhátíðinni verður upp á stórkostlegar matarupplifanir sem eiga án efa eftir að vekja verðskuldaða athygli. Markmið Food & Fun er að sameina einstakt íslenskt hráefni og alþjóðlega matargerðarlist, þar sem erlendir gestakokkar fá tækifæri til að nýta ferskar og einstakar afurðir Íslands í nýstárlegum réttum.