Páskalakkrísinn er mættur til landsins

Nú geta lakkrísunnendur glaðst því páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow …
Nú geta lakkrísunnendur glaðst því páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow er lentur á landinu. Ljósmynd/Aðsend

Páskalakk­rís­inn frá Lakrids by Bülow er sann­kallaður vor­boði og er nú loks­ins mætt­ur til lands­ins. Pásk­arn­ir eru hand­an við hornið, en skír­dag­ur er til að mynda 17. apríl næst­kom­andi svo það er um það bil mánuður til stefnu.

Það er því ekki seinna að vænna fyr­ir lakk­rís­unn­end­ur að næla sér í páskalakk­rís­inn sem er orðin hefð að bera fram í mörg­um páska­boðum.

Þrjár teg­und­ir í ár

Þrjár teg­und­ir af páskalakk­rís eru nú í boði frá Lakrids by Bülow, en það eru Crispy Cara­mel, Crunc­hy Tof­fee og Passi­on fruit sem er páskalakk­rís­inn í ár og lit­ur­inn og áferðin er í anda pásk­anna.

Crispy Cara­mel inni­held­ur stökka kara­mellu­skel sem um­lyk­ur silkimjúkt dulche-súkkulaði með hráu lakk­rís­dufti og mjúkri lakk­rísmiðju. Flög­ur af sjáv­ar­salti setja síðan punkt­inn yfir i-ið.

Crispy Caramel-lakkrísinn er mjög páskalegur og minnir á lítil egg …
Crispy Cara­mel-lakk­rís­inn er mjög páska­leg­ur og minn­ir á lít­il egg í hreiðri. Ljós­mynd/​Aðsend

Crunc­hy Tof­fee inni­held­ur mjúkt rjómasúkkulaði með stökkri kara­mellu og söltuðum lakk­rís.

Crunchy Toffee minnir á súkkulaðiegg.
Crunc­hy Tof­fee minn­ir á súkkulaðiegg. Ljós­mynd/​Aðsend

B - Passi­on Fruit inni­held­ur sæta lakk­rísmiðju hjúpaða hvítu súkkulaði með bragði af ástar­ald­in sem marg­ir segja vera hina full­komnu blöndu. B er einn vin­sæl­asti lakk­rís­inn úr vöru­úr­vali by Bülow og nú í fyrsta sinn fá­an­leg­ur í páska­eggi.

Páskalakkrísinn er einnig fáanlegur í sælkeraboxum sem eru vinsæl gjöf.
Páskalakk­rís­inn er einnig fá­an­leg­ur í sæl­kera­boxum sem eru vin­sæl gjöf. Ljós­mynd/​Aðsend

Páskalakk­rís­inn er fá­an­leg­ur í sæl­kera­boxum sem eru vin­sæl gjöf, sem páska­egg og í gömlu og góðu klass­ísku umbúðunum og fæst til að mynda í lífs­stíls- og hönn­un­ar­versl­un­inni Epal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert