Ashley Mariott sigraði fyrir hönd Íslands í BarLady-keppninni

Ashley Marriott gerði sér lítið fyrir og hreppti fyrsta sætið …
Ashley Marriott gerði sér lítið fyrir og hreppti fyrsta sætið í keppninni „International BarLady“. Hún hefur nú fest sig í sessi sem einn af fremstu barþjónum heims. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland vann glæsi­leg­an sig­ur á alþjóðavett­vangi í kokteil­agerð á dög­un­um. Ashley Marriot, sem keppti fyr­ir Íslands hönd í keppn­inni „In­ternati­onal Bar­La­dy“ gerði sér lítið fyr­ir og hreppti fyrsta sætið í þess­ari virtu keppni sem fór fram í hinu sögu­fræga hót­eli „Hotel Nacional de Cuba“ í Hav­ana, Kúbu. Hún hef­ur nú fest sig í sessi sem einn af fremstu barþjón­um heims.

Hald­in í til­efni alþjóðlegs bar­áttu­dags kvenna

Bar­La­dy-keppn­in, sem hald­in er ár­lega í til­efni af alþjóðleg­um bar­áttu­degi kvenna, sam­ein­ar hæfi­leika­rík­ar kon­ur og kvár í veit­inga­geir­an­um, að þessu sinni frá tutt­ugu lönd­um. Þar glíma þátt­tak­end­ur við krefj­andi verk­efni þar sem list­ræn sköp­un, tækni og blönd­un ljúf­fengra kokteila skipta höfuðmáli. Ashley heillaði dóm­nefnd­ina svo sann­ar­lega með kokteil­un­um sín­um, en það var framúrsk­ar­andi fram­setn­ing og frum­leg nálg­un sem tryggðu henni sig­ur­inn.

Ashley einn af fremstu barþjón­um heims

Ashley ferðaðist með fríðu föru­neyti, en með henni á Kúbu voru Elna María Tóm­as­dótt­ir, vara­for­seti Bar­jóna­klúbbs Íslands og þjálf­ari, og Dav­id Hood, yf­ir­barþjónn á Amma Don/Ó​X og kær­asti Ashley.

Í úr­slit­um tóku kepp­end­ur þátt í svo­kallaðri Black Box-áskor­un, þar sem þeir fengu körfu fulla af fjöl­breytt­um hrá­efn­um og þurftu að búa til nýj­an kokteil á staðnum ein­göngu úr þeim.

Ashley skaraði þar fram úr og tryggði sér sig­ur og hlaut þar með titil­inn „Bar­la­dy of the Year 2025“. Með þess­um titli hef­ur hún fest sig í sessi sem einn af fremstu barþjón­um heims.

Ashley að blanda í klassískan kokteil.
Ashley að blanda í klassískan kokteil. Ljós­mynd/​Aðsend

Þakk­læti Ashley hefst í huga

„Nú þegar ég er loks­ins kom­in aft­ur til Íslands get ég tekið mér smá stund til að íhuga þessa ótrú­legu reynslu. Fyrst og fremst vil ég þakka öll­um kon­un­um sem tóku þátt – þær hafa verið hlýj­ar, elsku­leg­ar og ör­lát­ar með tíma sinn og þekk­ingu.

Þrátt fyr­ir þær áskor­an­ir sem við stóðum frammi fyr­ir í keppn­inni, af ýms­um ástæðum, var aug­ljóst að hver og ein lagði sig fram af heil­ind­um til að gera sitt allra besta. Ég get sagt með fullri sann­fær­ingu að all­ir kepp­end­ur sýndu reisn og hátt­vísi – þær gerðu bæði sjálf­um sér og lönd­um sín­um stolt,“ seg­ir Ashley meyr.

„Hug­mynd­in að baki þess­ari keppni er aðdá­un­ar­verð og ég vil ein­læg­lega þakka öll­um full­trú­um hvers lands sem lögðu sitt af mörk­um til að skapa bestu mögu­legu aðstæður fyr­ir keppn­ina. Ég er þakk­lát fyr­ir að hafa fengið tæki­færi til að kynn­ast þess­um ótrú­legu og hæfi­leika­ríku kon­um, þrátt fyr­ir all­ar áskor­an­ir.

Að lok­um vil ég þakka kúbversku þjóðinni, sem gerði þessa upp­lif­un ógleym­an­lega með hlýju sinni og já­kvæðni. Ég er einnig þakk­lát Elnu, sem trúði á mig frá fyrsta degi og var alltaf til staðar – jafn­vel þegar allt virt­ist ganga á aft­ur­fót­un­um.

Og síðast en alls ekki síst, vil ég þakka kær­ast­an­um mín­um Dav­id Hood, sem var ómet­an­leg­ur stuðning­ur og betri en nokk­ur gæti óskað sér. Hann stend­ur alltaf þétt við bakið á mér, og ég gæti ekki óskað mér betri lífs­föru­naut,“ seg­ir Ashley full þakk­læt­is.

Elna María Tómasdóttir, varaforseti Barjónaklúbbs Íslands og þjálfari Ashley samfagnar …
Elna María Tóm­as­dótt­ir, vara­for­seti Bar­jóna­klúbbs Íslands og þjálf­ari Ashley sam­fagn­ar sinni konu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hver kepp­andi keppti í þrem­ur flokk­um

Í keppn­inni úti var keppt í 5 flokk­um og sig­ur­veg­ar­ar úr hverj­um flokki komust í úr­slit. Flokk­arn­ir voru eft­ir­tald­ir:

  • Klass­ísk­ur flokk­ur (flokk­ur­inn lýs­ir klass­ísk­um kokteil, þurr eða sæt­ur)
  • Þjóðardrykk­ur/​kokteill (Þessi flokk­ur lýs­ir drykk eða kokteil sem þarf að inni­halda staðbundið hrá­efni eða inn­blást­ur frá heimalandi kepp­and­ans).
  • Long Drink flokk­ur (flokk­ur sem lýs­ir drykk í háu glasi sem þarf að vera toppaður upp með fylli­efni/​blöndu).
  • Lat­ino flokk­ur (flokk­ur­inn lýs­ir eft­ir­rétta­kokteil eða kokteil sem get­ur komið í staðinn fyr­ir eft­ir­rétt með dæmi­gert lat­nesk-am­er­ísk hrá­efni/​brögð).
  • Freyðandi flokk­ur (flokk­ur­inn lýs­ir kokteil sem þarf að vera fyllt­ur upp með freyðivíni).

Hver kepp­andi tók þátt í þrem­ur flokk­um. Ashley keppti í klass­ísk­um flokki, heima­lands­flokki og freyðandi flokki. Hún kom, sá og sigraði klass­íska flokk­inn og komst þannig í úr­slit.

Þessar fimm komust áfram í úrslit og hér er Ashley …
Þess­ar fimm komust áfram í úr­slit og hér er Ashley önn­ur í röðin frá hægri. Ljós­mynd/​Aðsend

Vann for­keppn­ina á Íslandi

Bar­la­dy-for­keppn­in var hald­in hér á Íslandi í janú­ar. Keppn­in er skipu­lögð af Barþjóna­klúbbi Íslands í sam­starfi við Sam­tök Íslenskra eim­ing­ar­húsa (SÍE) þar sem ís­lensk­ar vör­ur voru í for­grunni. Aðilar SÍE sem tóku þátt í keppn­inni voru Eim­verk Distillery, Brunn­ur Distillery (Him­brimi), Reykja­vík Distillery og Hovd­enak Distillery.

Þar drógu kepp­end­ur sér Eim­ing­ar­hús og þurftu að nota vöru frá þeim í for­grunni kokteils­ins. Ashley dró Reykja­vík Distillery og bar sig­ur út bít­um með kokteil­inn sinn Atomic Bloom sem tryggði henni þátt­töku­rétt í alþjóðlegu Bar­la­dy-keppn­inni á Kúbu.

 

Kokteillinn hennar Ashley í þjóðarflokkinum, Atomic Bloom.
Kokteill­inn henn­ar Ashley í þjóðarflokk­in­um, Atomic Bloom. Ljós­mynd/​Aðsend
Kokteillinn hennar Ashley í klassíska flokknum.
Kokteill­inn henn­ar Ashley í klassíska flokkn­um. Ljós­mynd/​Aðsend
Sviðið á Hótel Nacional de Cuba var allt í klassískum …
Sviðið á Hótel Nacional de Cuba var allt í klassískum stíl. Ljós­mynd/​Aðsend
Mikl gleði greip um sig þegar úrslitin voru kunngjörð.
Mikl gleði greip um sig þegar úr­slit­in voru kunn­gjörð. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert