Fermingarveisla með með rómantísku ívafi

Anna Berglind Júlísdóttir og Anna Lísa Rasmussen töfruðu fram fágaða …
Anna Berglind Júlísdóttir og Anna Lísa Rasmussen töfruðu fram fágaða og rómantíska fermingarveislu í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Ljósmynd/Guðmundur Karlsson

Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir og Anna Lísa Rasmus­sen eru fag­ur­ker­ar fram í fing­ur­góma og ann­álaðar fyr­ir fal­leg­ar borðskreyt­ing­ar.

Anna Berg­lind og Anna Lísa stilltu upp ferm­ing­ar­veislu í Rauða hús­inu á Eyr­ar­bakka þar sem róm­an­tík­in var alls­ráðandi. Þær létu hjartað ráða för og var út­kom­an hreint út sagt stór­feng­leg. Húsið sjálft sem hýs­ir veit­ingastaðinn er ein­stak­lega fal­legt með stór­um glugg­um. Þaðan er stór­brotið út­sýni út á sjó á Eyr­ar­bakka sem sveip­ar staðsetn­ing­una dulúð og feg­urð.

Anna Lísa og Anna Berglind eru annálaðir fagurkerar.
Anna Lísa og Anna Berg­lind eru ann­álaðir fag­ur­ker­ar. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Karls­son

Per­sónu­legt þema í anda ferm­ing­ar­barns­ins

Stöll­urn­ar voru með fyr­ir­framákveðnar hug­mynd­ir um það hvernig þær langaði að gera þetta. Það fyrsta var að hafa þetta per­sónu­legt og í anda ferm­ing­ar­barns­ins.

„Við kíkt­um í búðir til að sjá hvað væri í boði af skrauti fyr­ir þess hátt­ar viðburð. Þetta er án efa einn af stærri viðburðum í lífi hvers barns. Því er gam­an að vanda til verka og leyfa ferm­ing­ar­barn­inu að ráða ferðinni þegar kem­ur að veisl­unni, þ.e.a.s. ef barnið hef­ur skoðanir á því hvernig það vill halda upp á svona viðburð,“ seg­ir Anna Berg­lind og bæt­ir við:

„Við ákváðum að gera veislu­borð bæði fyr­ir dreng og stúlku, stúlku sem hef­ur áhuga á lestri og dreng sem hef­ur áhuga á veiði. Í Garðheim­um er æv­in­týra­legt úr­val af fal­legu skrauti. Þar fund­um við nán­ast allt sem við höfðum séð fyr­ir okk­ur að nota í tengsl­um við áhuga­mál barn­anna.“

Skemmtilegt skírskotun í persónuleika fermingarbarnsins. Hlutum úr eigu barnsins stillt …
Skemmti­legt skír­skot­un í per­sónu­leika ferm­ing­ar­barns­ins. Hlut­um úr eigu barns­ins stillt upp í veisl­unni. Ljós­mynd7Guðmund­ur Karls­son

Jarðlit­ir og fágað yf­ir­bragð

Jarðlit­ir eru ríkj­andi í öllu skraut­inu og mun­ir sem eiga sér sögu og gera veisl­una því per­sónu­legri. „Okk­ur langaði til að hafa allt skraut að mestu leyti í jarðlit­um. Þegar við vor­um bún­ar að skoða og átta okk­ur á þem­anu fór­um við að huga að góðum stað fyr­ir mynda­töku og datt okk­ur í hug Rauða húsið á Eyr­ar­bakka sem passaði svo vel fyr­ir okk­ar hug­mynd­ir um róm­an­tískt, fágað og per­sónu­legt þema,“ seg­ir Anna Lísa dreym­in á svip.

Þegar halda á veislu er Partý­búðin klár­lega staður­inn til að byrja á, en þar er bæði hægt að kaupa og eins leigja skraut fyr­ir veisl­ur.

Glæsileg fermingarterta á tveimur hæðum sem sómir sér vel á …
Glæsi­leg ferm­ing­ar­t­erta á tveim­ur hæðum sem sóm­ir sér vel á veislu­borðinu. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Karls­son

„Fal­legi hring­ur­inn sem kök­urn­ar standa í eru til að mynda úr þeirri versl­un. Hann er hægt að leigja og nota á svo marga vegu, eins og til dæm­is að gera blóma­skreyt­ingu í hann og þá mögu­lega með ein­hverj­um hlut sem teng­ist áhuga­máli barns­ins. Úrvalið af blöðrum er mikið og hægt að láta setja hel­í­um í þær. Við ákváðum að setja kök­urn­ar í hring­inn en þær eru frá 17 Sort­um og eru þær í þema barn­anna. Fyr­ir utan það hvað þær eru mikið lista­verk á borðinu þá eru þær al­gjör draum­ur á bragðið,“ seg­ir Anna Lísa og bæt­ir við að mik­il­vægt sé að kök­urn­ar fangi bæði augu og munn.

Fermingarterturnar eru frá köku- og veisluþjónustunni 17 Sortum og gleðja …
Ferm­ing­ar­t­ert­urn­ar eru frá köku- og veisluþjón­ust­unni 17 Sort­um og gleðja bæði augu og munn. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Karls­son

Mynda­vegg­ur­inn föndraður úr heima­gerðum pappa

Nöfn­urn­ar eru fylgj­andi því að nota það sem til er og svo eru þær hrifn­ar af nytja­mörkuðum. „Þar er mik­inn fjár­sjóð að finna fyr­ir lág­marks­pen­inga ef fólk vill nýta sér það. Það fylg­ir að sjálf­sögðu alltaf kostnaður svona viðburðum en það má al­veg lág­marka hann.

Mynda­vegg­ur­inn fyr­ir stúlk­una er til dæm­is heima­gerður úr pappa, lími og blaðsíðum úr gam­alli bók. Við dróg­um líka fram ým­is­legt af heim­il­inu, eins og mynda­bás­inn fyr­ir veiðimann­inn, sem er samtín­ing­ur að heim­an og er ótrú­legt hvað maður finn­ur þegar maður fer að kíkja í geymsl­una og skápa eða bara það sem er á hill­un­um,“ seg­ir Anna Berg­lind.

Hér er búið að stilla upp skemmtilegum myndavegg sem kemur …
Hér er búið að stilla upp skemmti­leg­um mynda­vegg sem kem­ur út eins og engla­væng­ir og eru í anda fyr­ir­sæt­unn­ar, Ronju Arons­dótt­ur. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Karls­son

„Okk­ur langaði til að hafa mynd­ir af fisk­um á gesta­bók­ar­borði drengs­ins og þá lá bein­ast við að fara í Fakó en þar er að finna svo krútt­leg­ar og fal­leg­ar mynd­ir og enduðum við með eina í ramma uppi á vegg svo hún nyti sín sem best. Það er vissu­lega ekki það eina sem má finna fyr­ir veislu­skreyt­ing­ar þar því úr­valið er mikið og spenn­andi. Fisk­ur­inn sem hang­ir á veiðistöng­inni í fiski­vas­an­um er bú­inn til úr gifsi og brugðum við á það ráð að nota gaml­an mynd­aramma fyr­ir borðnúm­erið hjá stúlk­unni. Kerta­stjak­ar, bæk­ur og lukt­ir eru til á flest­um heim­il­um og það eru mun­ir sem fegra alltaf um­hverfið og gera það nota­legt,“ bæt­ir Anna Berg­lind við.

Popp í kramar­húsi

Nammi­bar­inn er ein­mitt samtín­ing­ur úr skáp­un­um hjá okk­ur, alls kon­ar skál­ar og krukk­ur. Poppið sett­um við í kramar­hús sem búin eru til úr blaðsíðum úr bók, vaf­in með blúndu og komið fyr­ir í göml­um eggjastandi sem minn­ir á gamla tím­ann. Fyrsta jóla­kjól stúlk­unn­ar kom­um við fyr­ir á gínu en gam­an er að skreyta með fal­leg­um og per­sónu­leg­um mun­um sem ferm­ing­ar­barnið held­ur upp á. Það má klár­lega gera öll rými nota­leg og fal­leg og geta ljósaserí­ur hjálpað mikið til við það,“ seg­ir Anna Lísa.

Gullfalleg kaffistel og kanna sem prýða veisluborðin hjá gestum.
Gull­fal­leg kaffistel og kanna sem prýða veislu­borðin hjá gest­um. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Karls­son

Tví­eykið er sam­mála um það að staðsetn­ing veisl­unn­ar geti haft mik­il áhrif á hvernig til tekst en þær kol­féllu fyr­ir hús­inu og fannst verk­efnið tak­ast ein­stak­lega vel í þessu um­hverfi.

Nostalgía að horfa á þennan nammibar.
Nostal­g­ía að horfa á þenn­an nammi­b­ar. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Karls­son

„Við vor­um svo heppn­ar að fá þenn­an fal­lega stað til að skreyta og má segja að sal­ur­inn og feg­urðin á Eyr­ar­bakka við sjó­inn hafi gert okk­ur auðveld­ara fyr­ir í þessu skemmti­lega verk­efni. Von­andi eru þetta hug­mynd­ir sem ein­hverj­ir geta nýtt sér fyr­ir kom­andi veisl­ur. Inni­leg­ar ham­ingjuósk­ir send­um við til allra þeirra barna sem staðfesta trú sína á þessu góða ári 2025,“ segja Önn­urn­ar sam­an í kór.

Fyr­ir áhuga­sama þá er hægt að fylgj­ast með tví­eyk­inu á In­sta­gram-síðunni þeirra Skreyt­um borð.

Nammibarinn er skemmtilegur og minnir á gamla tímann.
Nammi­bar­inn er skemmti­leg­ur og minn­ir á gamla tím­ann. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Karls­son
Þessi kortastandur er skemmtileg og falleg lausn. Gaman að skreyta …
Þessi kort­astand­ur er skemmti­leg og fal­leg lausn. Gam­an að skreyta með ferm­ing­ar­hönsk­um stúlk­unn­ar og jafn­vel hvítri slæðu sem gjarn­an voru notaðar und­ir kyrtl­ana áður fyrr. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Karls­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert