Fermingarveisla með með rómantísku ívafi

Ljósmynd/Guðmundur Karlsson

Anna Berglind Júlísdóttir og Anna Lísa Rasmussen eru fagurkerar fram í fingurgóma og annálaðar fyrir fallegar borðskreytingar.

Anna Berglind og Anna Lísa stilltu upp fermingarveislu í Rauða húsinu á Eyrarbakka þar sem rómantíkin var allsráðandi. Þær létu hjartað ráða för og var útkoman hreint út sagt stórfengleg. Húsið sjálft sem hýsir veitingastaðinn er einstaklega fallegt með stórum gluggum. Þaðan er stórbrotið útsýni út á sjó á Eyrarbakka sem sveipar staðsetninguna dulúð og fegurð.

Anna Lísa og Anna Berglind eru annálaðir fagurkerar.
Anna Lísa og Anna Berglind eru annálaðir fagurkerar. Ljósmynd/Guðmundur Karlsson

Persónulegt þema í anda fermingarbarnsins

Stöllurnar voru með fyrirframákveðnar hugmyndir um það hvernig þær langaði að gera þetta. Það fyrsta var að hafa þetta persónulegt og í anda fermingarbarnsins.

„Við kíktum í búðir til að sjá hvað væri í boði af skrauti fyrir þess háttar viðburð. Þetta er án efa einn af stærri viðburðum í lífi hvers barns. Því er gaman að vanda til verka og leyfa fermingarbarninu að ráða ferðinni þegar kemur að veislunni, þ.e.a.s. ef barnið hefur skoðanir á því hvernig það vill halda upp á svona viðburð,“ segir Anna Berglind og bætir við:

„Við ákváðum að gera veisluborð bæði fyrir dreng og stúlku, stúlku sem hefur áhuga á lestri og dreng sem hefur áhuga á veiði. Í Garðheimum er ævintýralegt úrval af fallegu skrauti. Þar fundum við nánast allt sem við höfðum séð fyrir okkur að nota í tengslum við áhugamál barnanna.“

Skemmtilegt skírskotun í persónuleika fermingarbarnsins. Hlutum úr eigu barnsins stillt …
Skemmtilegt skírskotun í persónuleika fermingarbarnsins. Hlutum úr eigu barnsins stillt upp í veislunni. Ljósmynd7Guðmundur Karlsson

Jarðlitir og fágað yfirbragð

Jarðlitir eru ríkjandi í öllu skrautinu og munir sem eiga sér sögu og gera veisluna því persónulegri. „Okkur langaði til að hafa allt skraut að mestu leyti í jarðlitum. Þegar við vorum búnar að skoða og átta okkur á þemanu fórum við að huga að góðum stað fyrir myndatöku og datt okkur í hug Rauða húsið á Eyrarbakka sem passaði svo vel fyrir okkar hugmyndir um rómantískt, fágað og persónulegt þema,“ segir Anna Lísa dreymin á svip.

Þegar halda á veislu er Partýbúðin klárlega staðurinn til að byrja á, en þar er bæði hægt að kaupa og eins leigja skraut fyrir veislur.

Glæsileg fermingarterta á tveimur hæðum sem sómir sér vel á …
Glæsileg fermingarterta á tveimur hæðum sem sómir sér vel á veisluborðinu. Ljósmynd/Guðmundur Karlsson

„Fallegi hringurinn sem kökurnar standa í eru til að mynda úr þeirri verslun. Hann er hægt að leigja og nota á svo marga vegu, eins og til dæmis að gera blómaskreytingu í hann og þá mögulega með einhverjum hlut sem tengist áhugamáli barnsins. Úrvalið af blöðrum er mikið og hægt að láta setja helíum í þær. Við ákváðum að setja kökurnar í hringinn en þær eru frá 17 Sortum og eru þær í þema barnanna. Fyrir utan það hvað þær eru mikið listaverk á borðinu þá eru þær algjör draumur á bragðið,“ segir Anna Lísa og bætir við að mikilvægt sé að kökurnar fangi bæði augu og munn.

Fermingarterturnar eru frá köku- og veisluþjónustunni 17 Sortum og gleðja …
Fermingarterturnar eru frá köku- og veisluþjónustunni 17 Sortum og gleðja bæði augu og munn. Ljósmynd/Guðmundur Karlsson

Myndaveggurinn föndraður úr heimagerðum pappa

Nöfnurnar eru fylgjandi því að nota það sem til er og svo eru þær hrifnar af nytjamörkuðum. „Þar er mikinn fjársjóð að finna fyrir lágmarkspeninga ef fólk vill nýta sér það. Það fylgir að sjálfsögðu alltaf kostnaður svona viðburðum en það má alveg lágmarka hann.

Myndaveggurinn fyrir stúlkuna er til dæmis heimagerður úr pappa, lími og blaðsíðum úr gamalli bók. Við drógum líka fram ýmislegt af heimilinu, eins og myndabásinn fyrir veiðimanninn, sem er samtíningur að heiman og er ótrúlegt hvað maður finnur þegar maður fer að kíkja í geymsluna og skápa eða bara það sem er á hillunum,“ segir Anna Berglind.

Hér er búið að stilla upp skemmtilegum myndavegg sem kemur …
Hér er búið að stilla upp skemmtilegum myndavegg sem kemur út eins og englavængir og eru í anda fyrirsætunnar, Ronju Aronsdóttur. Ljósmynd/Guðmundur Karlsson

„Okkur langaði til að hafa myndir af fiskum á gestabókarborði drengsins og þá lá beinast við að fara í Fakó en þar er að finna svo krúttlegar og fallegar myndir og enduðum við með eina í ramma uppi á vegg svo hún nyti sín sem best. Það er vissulega ekki það eina sem má finna fyrir veisluskreytingar þar því úrvalið er mikið og spennandi. Fiskurinn sem hangir á veiðistönginni í fiskivasanum er búinn til úr gifsi og brugðum við á það ráð að nota gamlan myndaramma fyrir borðnúmerið hjá stúlkunni. Kertastjakar, bækur og luktir eru til á flestum heimilum og það eru munir sem fegra alltaf umhverfið og gera það notalegt,“ bætir Anna Berglind við.

Popp í kramarhúsi

Nammibarinn er einmitt samtíningur úr skápunum hjá okkur, alls konar skálar og krukkur. Poppið settum við í kramarhús sem búin eru til úr blaðsíðum úr bók, vafin með blúndu og komið fyrir í gömlum eggjastandi sem minnir á gamla tímann. Fyrsta jólakjól stúlkunnar komum við fyrir á gínu en gaman er að skreyta með fallegum og persónulegum munum sem fermingarbarnið heldur upp á. Það má klárlega gera öll rými notaleg og falleg og geta ljósaseríur hjálpað mikið til við það,“ segir Anna Lísa.

Gullfalleg kaffistel og kanna sem prýða veisluborðin hjá gestum.
Gullfalleg kaffistel og kanna sem prýða veisluborðin hjá gestum. Ljósmynd/Guðmundur Karlsson

Tvíeykið er sammála um það að staðsetning veislunnar geti haft mikil áhrif á hvernig til tekst en þær kolféllu fyrir húsinu og fannst verkefnið takast einstaklega vel í þessu umhverfi.

Nostalgía að horfa á þennan nammibar.
Nostalgía að horfa á þennan nammibar. Ljósmynd/Guðmundur Karlsson

„Við vorum svo heppnar að fá þennan fallega stað til að skreyta og má segja að salurinn og fegurðin á Eyrarbakka við sjóinn hafi gert okkur auðveldara fyrir í þessu skemmtilega verkefni. Vonandi eru þetta hugmyndir sem einhverjir geta nýtt sér fyrir komandi veislur. Innilegar hamingjuóskir sendum við til allra þeirra barna sem staðfesta trú sína á þessu góða ári 2025,“ segja Önnurnar saman í kór.

Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með tvíeykinu á Instagram-síðunni þeirra Skreytum borð.

Nammibarinn er skemmtilegur og minnir á gamla tímann.
Nammibarinn er skemmtilegur og minnir á gamla tímann. Ljósmynd/Guðmundur Karlsson
Þessi kortastandur er skemmtileg og falleg lausn. Gaman að skreyta …
Þessi kortastandur er skemmtileg og falleg lausn. Gaman að skreyta með fermingarhönskum stúlkunnar og jafnvel hvítri slæðu sem gjarnan voru notaðar undir kyrtlana áður fyrr. Ljósmynd/Guðmundur Karlsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert