„Tequila lime spritzer“ með skemmtilegu tvisti úr smiðju Snorra

Tequila lime spritzer með tajín eins og Snorri vill hafa …
Tequila lime spritzer með tajín eins og Snorri vill hafa hann. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Ef þú elsk­ar ferska og létta kokteila með smá krydduðu tvisti, þá er þessi „tequila lime spritzer“ með tajín full­kom­inn fyr­ir helg­ina.

Hann er ljós­gyllt­ur á lit­inn, með full­komnu jafn­vægi milli sýru, sætu og krydds – og tajín-brún­in ger­ir hann sér­stak­lega skemmti­leg­an. Heiður­inn af kokteiln­um á Snorri Guðmunds­son, mat­gæðing­ur og ljós­mynd­ari hjá Mat­ur og mynd­ir.

„Tequila lime spritzer“ með skemmti­legu tvisti úr smiðju Snorra

Vista Prenta

„Tequila lime spritzer“ með tajín salt­brún

  • 60 ml tequila
  • 30 ml fersk­ur límónusafi
  • 20-30 ml aga­ve-síróp (eða ein­falt syk­urs­íróp)
  • 90 ml sóda­vatn
  • Klak­ar eft­ir smekk
  • Tajín krydd­blanda (fæst t.d. í Fiska)
  • Límónusneið til skrauts

Aðferð:

  1. Bleytið glas­brún­ina með límónusafa og veltið upp úr tajín.
  2. Fyllið glasið með klök­um.
  3. Hellið tequila, límónusafa og aga­ves­írópi í glasið og hrærið vel.
  4. Fyllið upp með sóda­vatni og hrærið létt sam­an.
  5. Skreytið með límónusneið og njótið.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert