„Tequila lime spritzer“ með skemmtilegu tvisti úr smiðju Snorra

Tequila lime spritzer með tajín eins og Snorri vill hafa …
Tequila lime spritzer með tajín eins og Snorri vill hafa hann. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Ef þú elskar ferska og létta kokteila með smá krydduðu tvisti, þá er þessi „tequila lime spritzer“ með tajín fullkominn fyrir helgina.

Hann er ljósgylltur á litinn, með fullkomnu jafnvægi milli sýru, sætu og krydds – og tajín-brúnin gerir hann sérstaklega skemmtilegan. Heiðurinn af kokteilnum á Snorri Guðmundsson, matgæðingur og ljósmyndari hjá Matur og myndir.

„Tequila lime spritzer“ með tajín saltbrún

  • 60 ml tequila
  • 30 ml ferskur límónusafi
  • 20-30 ml agave-síróp (eða einfalt sykursíróp)
  • 90 ml sódavatn
  • Klakar eftir smekk
  • Tajín kryddblanda (fæst t.d. í Fiska)
  • Límónusneið til skrauts

Aðferð:

  1. Bleytið glasbrúnina með límónusafa og veltið upp úr tajín.
  2. Fyllið glasið með klökum.
  3. Hellið tequila, límónusafa og agavesírópi í glasið og hrærið vel.
  4. Fyllið upp með sódavatni og hrærið létt saman.
  5. Skreytið með límónusneið og njótið.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert