Landsliðskokkurinn Wiktor gefur lesendum góð ráð

Landsliðskokkurinn Wiktor Pálsson er nýr meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu og …
Landsliðskokkurinn Wiktor Pálsson er nýr meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu og mun næstu vikur gefa lesendum góð ráð öllu því sem tengist mat og matarvenjum. mbl.is/Karítas Sveina

Wikt­or Páls­son, meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu, mun næstu vik­urn­ar gefa les­end­um góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við val á því sem borðað er, við mat­ar­gerð og bakst­ur. Hann hef­ur mikla ástríðu fyr­ir fagi sínu enda veit hann fátt meira gef­andi en að bjóða gest­um sín­um upp á úr­vals hrá­efni sem er borið fram á fal­leg­an hátt og veit­ir ógleym­an­lega mat­ar­upp­lif­un. Wikt­or ætl­ar að byrja á því að gefa les­end­um góð ráð þegar kem­ur að því að velja hrá­efni í morg­un­verðinn.

Morg­un­verður­inn skipt­ir aðal­máli

„Mark­mið mitt að und­an­förnu er vera búin að ákveða mat­seðil­inn minn yfir vik­una og leggja auka áherslu á að borða hrein­an og holl­an mat. Mik­il­væg­asta máltíð dags­ins er í raun fyrsta máltíðin, morg­un­verður­inn,“ seg­ir Wikt­or.

„Mik­il­vægt er að fara í dag­inn með prótein­ríka máltíð sem er prótein­rík, með holl­um fit­um og kol­vetn­um.“

Hér eru nokk­ur ráð um það hvernig þú get­ur bætt mat­ar­hefðir þínar þegar kem­ur að morg­un­rútín­unni:

Bættu við prótein­rík­um fæðuteg­und­um:

  • Prótein held­ur þér södd­um og styður við vöðva­heilsu.
  • Bættu við eggj­um, jóg­úrt, kota­sælu, hnet­um til að viðhalda ork­unni og forðast svengd fyr­ir há­degi

Tak­markaðu viðbætt­an syk­ur:

  • Marg­ir klass­ísk­ir morg­un­verðir inni­halda viðbætt­an syk­ur, eins og bragðbætt skyr, mús­lí og bakk­elsi. Betra er að nota nátt­úru­lega sætu eins og hun­ang og ávexti til að halda blóðsykr­in­um stöðugum.

Inni­halda holl fitu­efni:

  • Holl fita held­ur þér södd­um og styður heil­a­starf­semi. Avóka­dó, ólífu­olía, hnet­ur og fræ eru öll góð dæmi um góðar fit­ur sem auka nær­ing­ar­gildi morg­un­verðsins. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert