Ómótstæðilega fermingartertan hennar Guðrúnar

Drauma-fermingartertan hennar Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur er syndsamlega girnileg smjörkremsterta sem …
Drauma-fermingartertan hennar Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur er syndsamlega girnileg smjörkremsterta sem býður bragðlaukunum í ævintýraferð. mbl.is/Karítas

Bak­ar­inn og konditor­inn Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir bakaði ferm­ing­ar­t­ert­una sem boðið var upp á í henn­ar eig­in ferm­ingu en þá töfraði móðir henn­ar, Hulda Sig­urþórs­dótt­ir, tert­una fram. Hún var afar hrif­in af kök­unni þá og hand­bragði móður sinn­ar en í dag er hún hrifn­ari af smjörkrem­stert­um og bakaði hún eina slíka á dög­un­um.

Guðrún Erla Guðjónsdóttir hefur mikla ástríðu fyrir sínu fagi og …
Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir hef­ur mikla ástríðu fyr­ir sínu fagi og hef­ur þrátt fyr­ir ung­an ald­ur þróað marg­ar upp­skrift­ir að veislu­tert­um. mbl.is/​Karítas

Guðrún er 24 ára göm­ul og hef­ur lokið konditor-námi í Dan­mörku. Hún út­skrifaðist með sér­stöku hrósi fyr­ir góðan ár­ang­ur á sveins­prófi sínu og hef­ur tekið þátt í bakst­ur­skeppn­um og hef­ur meðal ann­ars unnið í keppn­inni um Köku árs­ins sem hald­in er ár­lega,

„Mamma er föst á því að hafa þessa klass­ísku ferm­ing­ar­bók“

Þegar Guðrún fremd­ist var ferm­ing­ar­veisl­an hald­in heima og boðið var upp á glæsi­lega máltíð og kaffi­hlaðborðið kom á eft­ir.

„Við vor­um með ferm­ing­ar­veisl­una mína heima hjá okk­ur. Við buðum meðal ann­ars upp á ham­borg­ar­hrygg með brúnni sósu og syk­ur­brúnuðum kart­öfl­um. Síðan voru kjúk­linga­grill­spjót og ferm­ing­ar­fransk­ar eins og kallaðar voru. Einnig var fjöl­breytt úr­val af meðlæti, græn­ar baun­ir og sal­at svo fátt sé nefnt.

Síðan var boðið upp á glæsi­legt kaffi­hlaðborð á eft­ir. Ég man vel eft­ir ferm­ing­ar­t­ert­unni en mamma sá um hana. Mamma var al­veg föst á því að hafa þessa klass­ísku „ferm­ing­ar­bók“ þannig hún tók sig til og gerði kök­una al­veg sjálf. Ég var líka mikið fyr­ir ljós­blá­an lit á þeim tíma, þannig að sjálf­sögðu var kak­an í þeim stíl. Síðan gerði hún kran­sa­köku og Rice Krispies-köku líka,“ seg­ir Guðrún dreym­in á svip.

Móðir Guðrúnar, Hulda Sigurþórsdóttir, gerði fermingartertuna fyrir hana frá grunni …
Móðir Guðrún­ar, Hulda Sig­urþórs­dótt­ir, gerði ferm­ing­ar­t­ert­una fyr­ir hana frá grunni og skreytti í lit­un­um sem þá voru í upp­á­haldi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ferm­ing­ar­t­ert­an var þessi klass­íska marsíp­an­terta með svam­botni, rjóma og kokteilá­vöxt­um. Mamma skreytti hana síðan með súkkulaði og marsíp­anskrauti sem hún lærði að gera á kran­sa­köku­nám­skeiði. Síðan var hún líka með fersk ber á kök­unni.“

Smjörkrems­kök­urn­ar eru heit­ast­ar í dag

Í dag myndi Guðrún velja að vera með smjörkrems­köku. „Ég er mikið búin að vera að fylgj­ast með köku­tísk­unni und­an­farið og hef tekið eft­ir að smjörkrems­kök­ur eru þær heit­ustu núna, sér­stak­lega hjá minni kyn­slóð. Þessi kaka, sem mig lang­ar að deila upp­skrift­inni að með les­end­um, er draum­ur­inn núna. Hún er al­gjör sprengja, þó að ég segi sjálf frá.“

Fermingartertan hennar Guðrúnar Erlu er gullfalleg og myndi sóma sér …
Ferm­ing­ar­t­ert­an henn­ar Guðrún­ar Erlu er gull­fal­leg og myndi sóma sér vel á hvaða veislu­borði sem er. Takið eft­ir kross­in­um á tert­unni, skemmti­leg hug­mynd sem ger­ir hana tákn­ræna. mbl.is/​Karítas

Ómótstæðilega fermingartertan hennar Guðrúnar

Vista Prenta

Ferm­ing­ar­t­ert­an henn­ar Guðrún­ar

  • 140 g smjör
  • 350 g syk­ur
  • 30 g kakó
  • 2 egg
  • 2 tsk. salt
  • 2 ½ tsk. mat­ar­sódi
  • 2 ½ tsk. lyfti­duft
  • 3 tsk. vanillu­syk­ur
  • 330 g hveiti
  • 1 dl súr­mjólk
  • 2 dl heitt kakó (Guðrúnu finnst best að nota KitKat dolce
  • gusto-kakóið)

Smjörkrem

  • 825 g flór­syk­ur
  • 300 g smjör
  • 300 g smjör­líki
  • 100 g kakó

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í skál og blandið vel sam­an þar til fal­legt krem verður til.

Fyll­ing

  • 2 bakk­ar fersk hind­ber
  • 5-6 stk. Lion bar (eða þitt upp­á­halds­súkkulaðistykki)
  • 1 bolli heitt kakó, til að bleyta botn­inn og fá hann extra safa­rík­an

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita bak­arofn­inn í 180°C hita.
  2. Takið síðan hræri­vél­ar­skál og byrjið að út­búa botn­inn.
  3. Þeytið sam­an syk­ur og smjör þar til það er létt og ljóst.
  4. Bætið síðan einu og einu eggi út í, munið að skafa niður hliðarn­ar á milli.
  5. Blandið síðan öll­um þur­refn­un­um sam­an og bætið út í.
  6. Setjið að lok­um súr­mjólk­ina og kakóið út í blönd­una.
  7. Smyrjið hring­laga form og hellið deig­inu í.
  8. Setjið formið inn í ofn og bakið við 180°C hita í 35-40 mín­út­ur eða þar til þú get­ur stungið eld­hús­hníf eða köku­prjón í kök­una og ekk­ert köku­deig loðir við prjón­inn.
  9. Takið kök­una út og leyfið henni að kólna.
  10. Skerið hana í tvennt og bleytið báða hlut­ana með heitu kakói.
  11. Lagið síðan smjörkremið og und­ir­búið hrá­efnið fyr­ir fyll­ing­una, sjá lýs­ingu fyr­ir neðan.
  12. Sprautið lagi af smjörkremi á kant­inn að neðri botn­in­um.
  13. Skerið Lion bar og hind­ber­in í bita og setjið á botn­inn.
  14. Sprautið smjörkremi yfir og setjið síðan hinn botn­inn ofan á. Smyrjið þunnu lagi síðan yfir kök­una og leyfið henni að vera í kæli yfir nóttu.
  15. Skreytið kök­una dag­inn eft­ir eins og ykk­ur finnst fal­leg­ast. Hægt er að skreyta hana í því litaþema sem verður í veisl­unni.
  16. Berið fram kök­una við stofu­hita og njótið vel.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert