„Ég vil snerta allan mat sem ég elda“

Níels Thibaud Girerd ljóstrar upp nokkrum staðreyndum um matarvenjur sínar …
Níels Thibaud Girerd ljóstrar upp nokkrum staðreyndum um matarvenjur sínar að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Ní­els Thi­baud Girerd ljóstr­ar upp nokkr­um skemmti­leg­um staðreynd­um um mat­ar­venj­ur sín­ar að þessu sinni. Hann elsk­ar franska menn­ingu og vín, og kannski ekki skrýtið þar sem hann er hálf­ur Frakki.

„Þú ert það sem þú borðar,“ sagði ein­hver. Þetta finnst mér skemmti­leg pæl­ing og lang­ar að end­ur­spegla mig í þess­ari setn­ingu. Ég er al­inn upp í eld­húsi móður minn­ar. Hún er ein­stak­ur kokk­ur, eld­ar bragðmik­inn og ein­fald­an mat en það er henn­ar sterk­asta hlið í eld­hús­inu. Ég hef mikla ástríðu fyr­ir mat og elska fátt meira en að borða góðan mat.

Þegar ég elda þá vanda ég mig. Hrá­efn­in sem eru í for­grunni hjá mér og raun und­ir­staðan í mat­ar­gerð minni er ljómi eða olía, hvít­lauk­ur, salt, pip­ar, smá chili og þá dett ég í gír­inn. Ég er mik­ill áhugamaður um pasta, finnst gam­an að gera ein­falda, bragðmikla pasta­rétti. Kjötið er ég að læra að meðhöndla en mér finnst gam­an að „experí­menta“ með kjöt. Ég vil snerta all­an mat sem ég elda, ég held að það sé teng­ing á milli snert­ing­ar og bragðs,“ seg­ir Ní­els og glott­ir.

Ní­els í hlut­verki Napó­leons

Ní­els er leik­ari og leik­stjóri og er um þess­ar mund­ir að sýna sýn­ing­una Ní­els er Napó­leon eft­ir Gunn­ar Smára Jó­hann­es­son í Hann­es­ar­holti.

Níels er hér í hlutverki Napóleons.
Ní­els er hér í hlut­verki Napó­leons. Ljós­mynd/​Aðsend

Sýn­ing­in Ní­els er Napó­leon er víns­mökk­un og leik­sýn­ing sem er ný­stár­lega og skemmti­leg út­færsla.

„Leik­sýn­ing­in er hönnuð og pöruð við fjög­ur mis­mun­andi frönsk vín: Freyðivín, hvít­vín, rauðvín og við end­um á ákveðnu rauðvíni. Síðan verður öllu tjaldað til fimmtu­dags­kvöldið 20. mars næst­kom­andi en þá er dag­ur franskr­ar tungu. Þá mun­um við standa fyr­ir hátíðar­sýn­ingu í sam­starfi við franska sendi­ráðið hér heima á Íslandi. Á þeirri sýn­ingu verður svo skálað í fimmta glas­inu en franska sendi­ráðið, sem hér steinsnar frá Hann­es­ar­holti á Túngötu, hef­ur flutt inn fyr­ir okk­ur vín frá Kors­íku sem áhorf­end­um mun standa til boða að fá dreypa á. En Kors­íka er ein­mitt heima­land okk­ar manns Napó­leon Bonapar­te,“ seg­ir Ní­els og bæt­ir við:

„Ég er hálf­ur Frakki og hálf­ur Íslend­ing­ur og á bæði fjöl­skyldu hér heima, á Íslandi og í Frakklandi. Pabbi er fransk­ur og mamma ís­lensk,“ seg­ir Ní­els með bros á vör og hef­ur því mikla ánægju af því að leika Napó­leon.

Gunn­ar Smári Jó­hann­es­son skrif­ar og leik­stýr­ir sýn­ing­unni og fékk Ní­els til að taka að sér hlut­verkið.

„Ferlið hófst á því að hann spurði mig af hverju ég hefði aldrei leikið Na­po­leon. Eft­ir það var ekki aft­ur snúið. Leik­ar­inn og viðfangs­efnið tala báðir fal­lega bjagaða frönsku en Kors­íka til­heyrði Ítal­íu þegar Napó­leon fædd­ist. Við frum­sýnd­um verkið í Hann­es­ar­holti þann 8. mars síðastliðinn við frá­bær­ar und­ir­tekt­ir,“ seg­ir Ní­els og er orðinn spennt­ur fyr­ir stóra sýn­ing­ar­deg­in­um.

Ní­els vill hafa kaffið kara­mellu­brúnt á lit­inn

Ní­els svar­ar hér nokkr­um praktísk­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar og flett­ir ofan af nokkr­um af sín­um upp­á­halds­rétt­um. Hér hafið þið fengið 360 gráður af Ní­els Thi­baud Girerd. Þú ert það sem þú borðar, eins og Ní­els kemst sjálf­ur að orði.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Kaffi með mjólk sem er kara­mellu­brúnt á lit­inn.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?
„Nei,
ég geri það vana­lega ekki. Ef svo er gríp ég eitt­hvað fljót­legt, til dæm­is ban­ana.
Ég tek kaffi ekki með sem milli­mál en seinniparts­boll­arn­ir eru til staðar.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?
„Al­gjör­lega, mér finnst há­deg­is­mat­ur vera und­ir­staða dags­ins og kvöld­mat­ur melt­ing dags­ins. Ég þarf líka að næra mig vel yfir dag­inn ef ég er að sýna um kvöldið eða vinna sjálf­ur að upp­færslu. Þá skipt­ir mjög miklu máli að næra sig vel og sér­stak­lega í há­deg­inu.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Mjólk í kaffið, ávexti, smjör og ost.“

Borðar þú páska­egg?

„Já, en sæk­ist ég í þau? Nei, það geri ég ekki.“

Hver er upp­á­hald­spáska­eggja­teg­und­in þín?

„Erfið spurn­ing, ég veit það hrein­lega ekki. Ætli það sé ekki frá Nóa Síríus, stabílt, gam­alt og gott.“

Geym­ir þú máls­hætt­ina þína?

„Alls ekki, það geri ég svo sann­ar­lega ekki en ég hef gam­an af þeim. Ég hef oft velt því fyr­ir mér hvort all­ir þess­ir máls­hætt­ir séu í raun og veru máls­hætt­ir.“

Hornið er upp­á­haldsveit­ingastaður­inn

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Hornið, eng­in spurn­ing, besti staður­inn í bæn­um. Pítsa Americana með lauk, hús­vínið þeirra og tíra­mísú í eft­ir­rétt. Það verða all­ir ham­ingju­sam­ir eft­ir þessa máltíð.“

Hvað vilt þú á pítsuna þína?

„Pítsa Americana en fyr­ir utan hana hef ég í grunn­inn enga skoðun á því.  Ég hef verið að fá mér Hawai-pítsu síðastliðið ár. Síðan var ég með Dom­in­os Surprize-tíma­bili það var skemmti­legt.“

Hvað færð þú þér á pyls­una þínu?

„Allt – eina með öllu. Hef aldrei breytt af þeirri venju.“

Gráðostap­asta er í upp­á­haldi

Hver er upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn?

„Gráðostap­asta, eng­in spurn­ing. Upp­skrift­in er sára­ein­föld, læt hana fylgja með.“

  • Sós­an: Gráðost­ur, rjómi, sýrður rjómi, salt og pip­ar.
  • Pasta: Soðið í 11 – 15 mín­út­ur.
  • Pasta sett á disk, sós­an sett yfir og síðan eru það per­urn­ar.
  • Per­ur: Skorn­ar niður í litla kubba og sett­ar kald­ar yfir

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Bæði, ég er talsmaður beggja hrá­efna.“

Upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

„Mjólk.“

 

 

Níels Thibaud Girerd er bæði leikari og leiksstjóri og nýtur …
Ní­els Thi­baud Girerd er bæði leik­ari og leiks­stjóri og nýt­ur þess að vera á sviðinu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert