Tinna Sædís Ægisdóttir bakaranemi töfrar fram pavlovu sem ætti að slá í gegn í hvaða veislu sem er. Hún myndi bjóða upp á þessa köku ef hún væri að fermast í dag. Tinna hefur mikið dálæti á bakstri og bakaði þessa gullfallegu fermingartertu, sem hún nefndi Ástríðupavlovuna.
„Ég hef starfað sem bakari í rúm fjögur ár, en það má að mörgu leyti segja að ég hafi byrjað mun fyrr í eldhúsi foreldra minna en þar bakaði ég mjög mikið af afmælistertum fyrir fjöldskyldumeðlimi. Fyrir fermingarnar sem fram undan eru þá langar mig að gera fermingartertu sem skín á borðinu sem „aðaltertan“ eða jafnvel samhliða öðrum kræsingum,“ segir Tinna og brosir sínu geislandi brosi.
„Áhugi minn á bakstri kom snemma í ljós og ég man vel eftir að hafa óskað mér alls kyns matreiðslubóka í gjöf. Ég bakaði mikið upp úr Stóru Disney köku- og brauðbókinni. Þar fann ég mikinn innblástur fyrir minn eigin bakstur fyrir fjöldskylduviðburði. Í dag er ég duglegri að nota mitt eigið hugmyndaflug þegar kemur að bragði og eigin reynslu í starfi, þó að ég kíki að sjálfsögðu af og til í matreiðslubækur.“
Aðspurð segist Tinna muna mjög vel eftir fermingarveislunni sinni. „Fermingin mín var ekki beint með hefðbundnum hætti, ég átti heima í Noregi á þeim tíma og hafði þá val á milli þess að fermast með íslensku eða norsku krökkunum sem fermast ári seinna en við. Ég valdi að fermast með íslensku krökkunum og hélt veislu í Grasagarðinum og var ótrúlega heppin með veður. Veitingarnar voru af ýmsu tagi og voru settar upp sem hlaðborð.
Það var engin sígild fermingarkaka á hlaðborðinu heldur voru veitingar í munnbitastærðum, snittur, brownie, pavlovur, bollakökur og fleira. Allt var þetta mjög fallega borið fram og skreytt með sumarlegum hætti eins og ætum blómum og ferskum berjum.“
Tinnu myndi þó langa til að vera með fermingartertu í dag ef hún væri að stilla upp veisluborði. Draumafermingartertan í dag væri pavlova en hún er í uppáhaldi. Hún er ólík klassískum marens af því að hún hefur mjúka miðju. Pavlova býður einnig upp á fjölmarga möguleika varðandi fyllingu og rjóma.
Ég er einnig mikill aðdáandi ástaraldinávaxtarins sem er súr og hefur ákveðinn ferskleika sem kemur fullkomnu jafnvægi á pavlovu. Draumafermingartertan mín væri þar af leiðandi pavlova með ástaraldin-„coulis“, sem er í raun sósa og vanillurjómi. Allir þættirnir vinna vel saman og verða algjör veisla í munni. Að lokum myndi ég skreyta með ferskum berjum og meira af ástaraldinávextinum,“ segir Tinna.
Pavlova með ástaraldinsósu
Pavlovubotn
Aðferð:
Ástaraldinsósa
Aðferð:
Vanillurjómi
Aðferð:
Skraut
Samsetning