Gleði í miðbænum fram á nótt

Þegar er farin að myndast góð stemning á Irishman Pub …
Þegar er farin að myndast góð stemning á Irishman Pub við Klapparstíg. mbl.is/Karítas

Bú­ast má við að óvenju­lega líf­legt verði í miðbæ Reykja­vík­ur í dag og kvöld miðað við mánu­dag. Í dag er St. Pat­ricks Day en hon­um er jafn­an vel fagnað á bör­um bæj­ar­ins.

Arn­ar Þór Gísla­son, veit­ingamaður á Iris­hm­an Pub og fleiri stöðum, seg­ir að stapp­fullt hafi verið á staðnum á þess­um degi í fyrra og hann býst við mikl­um fjölda gesta síðdeg­is og í kvöld. 

mbl.is/​Karítas

„Við verðum með opið á Iris­hm­an til klukk­an þrjú í nótt. Ég hvet samt fólk til að mæta snemma. Í fyrra komust færri að en vildu. Þá voru svona 2-300 manns fyr­ir utan staðinn. Þetta var stærsti dag­ur­inn á Iris­hm­an í fyrra.“

mbl.is/​Karítas

Víða bjóða bar­ir til­boðsverð á Guinn­ess og öðrum írsk­um drykkjar­föng­um. Þá verður lif­andi tónlist til að lífga upp á stemn­ing­una. Þannig hef­ur heyrst af því að hinn vin­sæli söngv­ari Jök­ull í Kal­eo muni troða upp á Kalda bar klukk­an 21 en það hef­ur ekki fengið staðfest.

mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
Margir gestir klæðast grænu á Degi heilags Patreks.
Marg­ir gest­ir klæðast grænu á Degi heil­ags Pat­reks. AFP
Mikil stemning hefur verið í Dublin á Írlandi í dag.
Mik­il stemn­ing hef­ur verið í Dublin á Írlandi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert