Hrepptu bronsið fyrir Íslands hönd

Finnur Guðberg Ívarsson Prigge, Matthías Jóhannesson og Sigrún Sól Vigfúsdóttir …
Finnur Guðberg Ívarsson Prigge, Matthías Jóhannesson og Sigrún Sól Vigfúsdóttir taka við bronsverðlaununum. Ljósmynd/Aðsend

Landslið ís­lenskra bak­ara tók þátt í CITY BREAD CHAMP­I­ONS­HIP 2025 keppn­inni í Taiw­an núna í vik­unni og gerði sér lítið fyr­ir og hreppti bronsið.

Keppn­in var hald­in á Tapai In­ternati­onal Bakery show í Taiw­an og þar náðu ís­lensku strák­arn­ir þeim stór­kost­lega ár­angri að hreppa 3. sætið. Þetta er besti ár­ang­ur landsliðsins hingað til því keppn­in í Tapai er af mörg­um fag­mönn­um tal­in ein sú erfiðasta í heim­in­um. Landsliðið hef­ur aldrei keppt í jafn fjöl­mennri keppni en það voru 15 lið frá hinum ýmsu lönd­um í keppn­inni.

Landsliðið skipa Finn­ur Guðberg Ívars­son Prigge bak­ari og Matth­ías Jó­hann­es­son bak­ari sem báðir eru ný­út­skrifaðir svein­ar. Matth­ías tók sveins­prófið vorið 2023 og var hæst­ur og Finn­ur síðastliðið vor og var líka hæst­ur. Með þeim í för var Sigrún Sól Vig­fús­dótt­ir og var hún dóm­ari fyr­ir Íslands hönd. Sigrún Sól er líka ný­út­skrifuð sem bak­ari og konditor frá Dan­mörku.

Sig­ur­sælt síðastliðin þrjú ár

Þeir fé­lag­ar eru þrátt fyr­ir ung­an ald­ur eng­ir nýgræðing­ar í bakst­ur­skeppn­um. Íslenska landsliðið hef­ur verið afar sig­ur­sælt síðastliðin þrjú ár. Liðið hef­ur unnið m.a. til brons- og silf­ur­verðlauna á Norður­landa­mót­inu og lenti í 4. sæti á heims­meist­ara­mót­inu í Berlín árið 2022. Þar hlaut landsliðið jafn­framt „The New Coun­try“-verðlaun­in sem eru virt í fag­stétt­inni.

Finnur leggur lokahönd á skrautstykkið í keppninni.
Finn­ur legg­ur loka­hönd á skraut­stykkið í keppn­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

 „Þetta var mjög skemmti­legt og krefj­andi verk­efni og við Finn­ur lögðum okk­ur alla fram við að gera þetta eins vel og við gát­um, við unn­um mjög vel sam­an og sam­starfið gekk smurt. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tek­ur þátt í þess­ari keppni og því var þetta svo­lítið stökk í djúpu laug­ina en við feng­um mikla reynslu og inn­sýn í hvernig kröf­ur og hvernig sam­keppni er í svona stórri keppni. Í heild­ina gekk þetta ljóm­andi vel og liðið fer sátt heim með bronsverðlaun­in að keppni lok­inni,“ seg­ir Matth­ías glaður í bragði.

Sigrún Sól með vélmennið góða sem var í forgrunni í …
Sigrún Sól með vél­mennið góða sem var í for­grunni í skraut­stykki brons­haf­anna. Ljós­mynd/​Aðsend

Metnaður­inn er far­inn að vekja heims­at­hygli

Þegar heims­meist­ara­mót ungra bak­ara var haldið hér á landi í Hót­el- og mat­væla­skól­an­um í júní árið 2024 kepptu Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir og Stef­an­ía Malen Guðmunds­dótt­ir bak­ar­ar fyr­ir Íslands hönd sem gerðu sér líka lítið fyr­ir og lentu líka í 4. sæti.

„Dugnaður­inn og þessi mikli metnaður í unga fólk­inu er far­inn að vekja heims­at­hygli er­lendra fag­manna, sem kepp­ast um að fá að koma til Íslands til að halda nám­skeið. Stétt­in er ein­stak­lega lán­söm að hafa svona efni­legt fólk. Það skipt­ir líka miklu máli að við eig­um svona góðan fag­skóla sem Hót­el- og mat­væla­skól­inn er og þar eiga Har­ald­ur Sæ­munds­son fram­kvæmda­stjóri og Árni Þor­varðar­son fag­stjóri heiður skil­inn. Árang­ur ís­lenska bak­ara­landsliðsins er stór­kost­leg­ur og er Ísland löngu komið á kortið sem bak­araþjóð,“ seg­ir Sig­urður Már Guðjóns­son, formaður Lands­sam­bands Bak­ara­meist­ara.

Hlekk á keppn­ina má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert