Lateisha Wilson lagði sálina í matargerðina á TIDES

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Mikið var um dýrðir á Food and Fun-mat­ar­hátíðinni sem fram fór á dög­un­um, þar sem 17 veit­ingastaðir á höfuðborg­ar­svæðinu buðu upp á eft­ir­sókn­ar­verðan mat­seðil sam­sett­um af frá­bær­um er­lend­um gesta­kokk­um hvers veit­ingastaðar.

    Ég var svo lán­söm ásamt mörg­um öðrum að vera þátt­tak­andi í ein­stakri mat­ar­upp­lif­un sem bar yf­ir­skrift­ina TIDES COUN­TER, á veit­ingastaðnum Tides, sem staðsett­ur er á The Reykja­vík ED­ITI­ON hót­el­inu við höfn­ina í hjarta miðborg­ar­inn­ar þar sem gesta­kokk­ur­inn Lat­eisha Wil­son lét ástríðuna ráða för í mat­ar­gerðinni.

    Matseld og mat­reiðsla, eins ein­falt og það kann að hljóma, er gert úr ýms­um bragðteg­und­um sem bland­ast sam­an. Ein­fald­ur rétt­ur get­ur því orðið al­gjört meist­ara­verk ef það er gert af ástríðu og það var ein­mitt mín upp­lif­un á þessu kvöldi.

    Fólk spyr mig stund­um hvers vegna elsk­arðu fín­an mat? Svarið mitt er frem­ur ein­falt, vegna þess að það er meira en bara mat­ur­inn. Það er líka upp­lif­un en ekki bara máltíðin sjálf þegar farið er á veit­ingastaði sem leggja all­an sinn metnað í að nostra við mat­ar­gesti og þegar kokk­arn­ir leggja alla ástríðu sína í mat­seld­ina.

    Lateisha Wilson gestakokkurinn á Tides lék listir sínar í eldhúsinu …
    Lat­eisha Wil­son gesta­kokk­ur­inn á Tides lék list­ir sín­ar í eld­hús­inu fyr­ir gesti. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Minnti á kar­ab­íska og suðræna mat­ar­gerð

    Lat­eisha er drif­in áfram af ástríðu fyr­ir mat, ferðalög­um og nýj­um upp­lif­un­um. Á Food & Fun blandaði hún sam­an alþjóðleg­um áhrif­um við ís­lenskt hrá­efni á ein­stak­an hátt.

    Fordrykkurinn á þakbarnum upphafið á ævintýralegri matarupplifun.
    For­drykk­ur­inn á þak­barn­um upp­hafið á æv­in­týra­legri mat­ar­upp­lif­un. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Áhersl­an var rómönsk mat­ar­gerð sem minnti mann líka á kar­ab­íska og suðræna mat­ar­gerð þar sem bragð, áferð og fram­setn­ing spilaði stórt hlut­verk.

    Risarækjur og bananar frumlegt tvist sem rífur í og djúpsteiktur …
    Ris­arækj­ur og ban­an­ar frum­legt tvist sem ríf­ur í og djúp­steikt­ur þorsk­ur með suðræn­um áhrif­um. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Þegar tekið var á móti okk­ur á TIDES var okk­ur fyrst boðið upp á þak­bar­inn sem ber enska heitið ROOF TOP þar sem mat­ar­upp­lif­un­in hófst með frum­leg­um kokteil með æt­is­blóm­um og tveim­ur bragðsterk­um og spenn­andi rétt­um, ann­ars veg­ar ris­arækj­um með bön­un­um og hins veg­ar djúp­steikt­um þorsk sem var bor­inn fram á ný­stár­leg­an hátt.

    Risarækjurnar með bönunum, þar sem sætt og sterkt bragð var …
    Ris­arækj­urn­ar með bön­un­um, þar sem sætt og sterkt bragð var tvistað sam­an. Fram­setn­ing­in skemmti­leg. Ljós­mynd/​Sjöfn
    Íslenskt sjávarfang framreitt á suðrænan hátt.
    Íslenskt sjáv­ar­fang fram­reitt á suðræn­an hátt. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Mat­ar­veisl­an hófst fyr­ir al­vöru

    Síðan lá leiðin niður á veit­ingastaðinn TIDES þar sem við feng­um sæti við „chef table“ og höfðum yf­ir­sýn yfir allt sem var að ger­ast í eld­hús­inu. Þá hófst mat­ar­veisl­an fyr­ir al­vöru.

    Wil­son ásamt kokkat­eym­inu, Ang­el­ine Kw­anda og Viet Ha, á TIDES töfruðu fram girni­leg­um og áhuga­verðum rétt­um áreynslu­laust og af ástríðu.

    Fyrsti rétt­ur­inn var ís­lenski garður­inn, frum­leg­ur og lit­rík­ur rétt­ur sem gam­an var að gæða sér á. Í garðinum voru gul­ræt­ur, tóm­at­ar, ra­dís­ur og sal­at, svo fátt sé nefnt.

    Icelandic garden eða íslenski garðurinn.
    Icelandic garden eða ís­lenski garður­inn. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Síðan var boðið upp á rétt­inn Lamb & Foie, dumplings með lamba­kjöti og foie gras með goji, chili og bal­samic dress­ingu.

    Lamb og Foie, töfrar í munninn.
    Lamb og Foie, töfr­ar í munn­inn. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Þriðji rétt­ur­inn var Octop­us, kol­krabbi, bor­inn fram með reyktu og bragðmiklu paprikukremi.

    Kolbkrabbi framreiddur með reyktu paprikukremi.
    Kol­bkrabbi fram­reidd­ur með reyktu paprikukremi. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Fjórði rétt­ur­inn var skemmti­lega fram­sett kjúk­lingar­úlla með pist­así­um og hörpudisk.

    Kjúklingur í rúllu með pistasíum og hörpudisk, frumleg útfærsla.
    Kjúk­ling­ur í rúllu með pist­así­um og hörpudisk, frum­leg út­færsla. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Fimmti rétt­ur­inn var galloway Toma­hawk með kimchi og soðsósu sem bráðnaði í munni. Steik­in var meyr og bragðgóð og kimchi færði upp­lif­un­ina upp á annað stig.

    Galloway Tomahawk með ljúffengu meðlæti að hætti kokksins.
    Galloway Toma­hawk með ljúf­fengu meðlæti að hætti kokks­ins. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Sjötti rétt­ur­inn var í raun fyrsti eft­ir­rétt­ur­inn og bar heitið Hearts Palm, þar voru ís­lensk­ir tóm­at­ar, kó­kos­hnet­ur og avóka­dó í aðal­hlut­verki.

    Tómatar, avókadó og kókoshneta, frískandi réttur.
    Tóm­at­ar, avóka­dó og kó­kos­hneta, frísk­andi rétt­ur. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Sjö­undi rétt­ur­inn var Milk Pudd­ing eða mjólk­ur­búðing­ur sem fram­reidd­ur var á ein­stak­an hátt og gerður fyr­ir fram­an gest­ina. Al­veg ný bragðupp­lif­un og eng­in lík.

    Mikl pudding eða mjólkurbúðingur, öðruvísi eftirréttur sem bragðast eins og …
    Mikl pudd­ing eða mjólk­ur­búðing­ur, öðru­vísi eft­ir­rétt­ur sem bragðast eins og nafnið vís­ar til. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Áttundi rétt­ur­inn, Fritters, voru djúp­steikt­ar boll­ur born­ar fram með súkkulaði og vanilluís. Synd­sam­lega góður eft­ir­rétt­ur.

    Fritters eða djúpsteikar bollur með súkkulaði og vanilluís.
    Fritters eða djúp­steik­ar boll­ur með súkkulaði og vanilluís. Ljós­mynd/​Sjöfn

    Ní­undi og síðasti rétt­ur­inn, Pe­tit Four, var æv­in­týra­leg­ur í alla staði, fram­setn­ing lit­rík og fal­leg. Fjór­ir misæt­ir bit­ar sem fönguðu bæði augu og munn.

    Petit fours lítríkur og ævintýralegur eftirréttur sem minnir á karabíska …
    Pe­tit fours lítrík­ur og æv­in­týra­leg­ur eft­ir­rétt­ur sem minn­ir á kar­ab­íska hafið. Ljós­mynd/​Sjöfn

    List að njóta

    Þetta var sann­kölluð list að njóta og fag­mennsk­an var í fyr­ir­rúmi alls staðar. Þegar maður fær að sjá kokk­ana að störf­um í eld­hús­inu þá sér maður hvernig fag­legt eld­hús virk­ar og vinn­ur sam­an sem teymi og hversu mikið mat­ur get­ur snert hjartað, jafn­vel kokka sem hafa unnið við fagið allt sitt líf. Mat­reiðsla og mat­ar­gerð er list, líkt og tónlist, bók­mennt­ir og mál­verk eða önn­ur sköp­un­arlist.

    Gam­an var líka að sjá disk­ana sem rétt­irn­ir voru born­ir fram á og þar mátti sjá hönn­un Guðbjarg­ar Kára­dótt­ur hjá KER þar sem disk­arn­ir eru hannaðir fyr­ir það sem á þá fer. Þarna fékk ég list­ina beint í æð.

    Hæfi­leik­ar og þekk­ing gesta­kokks­ins skein í gegn og fal­leg fram­koma henn­ar var aðlaðandi í alla staði og hlý­leg nær­vera. Wil­son starfar á Miami Beach ED­ITI­ON hót­el­inu í hlut­verki Chef de Cuis­ine og hef­ur um­sjón með mat­reiðslu­rekstri Mata­dor Room Restaurant og Mata­dor Bar sem er á fyrr­greindu hót­eli. Lat­eisha starfaði áður hjá sam­starfsaðila hót­els­ins, michel­in-stjörnu mat­reiðslu­mann­in­um Jean-Geor­ges Von­gerichten í New York-borg á Abc coc­ina sem er róm­ansk-am­er­ísk­ur veit­ingastaður.

    Bragðskyn og bragðlauk­ar mæt­ast í staðbundn­um veit­inga­stöðum

    Þar áður vann hún sem yf­ir­mat­reiðslumaður í Dekalb Mar­ket Hall í Brook­lyn, NY, sem er stærsta mat­höll í öllu Brook­lyn. DeKalb markaðshöll­in er dæmi um ys og þys og lif­andi gatna­mót menn­ing­ar, mat­ar­gerðar og sam­fé­lags í hjarta miðbæj­ar Brook­lyn. DeKalb er staður fyr­ir mat­gæðinga þar sem bragðskyn og bragðlauk­ar mæt­ast á staðbundn­um veit­inga­stöðum sem og fjölþjóðleg­um stöðum sem end­ur­spegla hin ýmsu þjóðerni New York-borg­ar.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert