Mangó-grautur stútfullur af trefjum og prótínum

Gullfallegur og hollur mangógrautur með páskaívafi.
Gullfallegur og hollur mangógrautur með páskaívafi. Samsett mynd

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, er snillingur að búa til holla og bragðgóða grauta.

Hér er hún komin með mangó í páskabúning sem á eftir að slá rækilega í gegn enda er mangó-ávöxturinn í forgrunni. Mangó er afar góður ávöxtur og guli liturinn minnir á páskana.

Grautur er stútfullur af trefjum og prótínum og Jana toppar …
Grautur er stútfullur af trefjum og prótínum og Jana toppar hann með kókosflögum. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Mangó-grautur með trefjum og prótínum

Mangó-chiafræjagrautur

  • 1 ½ bolli frosið mangó, geymið ½ bolla fyrir mangó-mauk, sjá uppskrift fyrir neðan
  • 3 kúfaðar msk. grísk jógúrt + auka til að setja á milli laga
  • ½ bolli kókosmjólk
  • ¼ bolli chiafræ

Aðferð:

  1. Setjið 1 bolla af mangó, grískri jógúrt og kókosmjólk í blandara.
  2. Blandið vel saman, notið meira af kókosmjólkinni eða vatni ef ykkur finnst blandan vera of þykk.
  3. Hellið í ílát sem er hægt að loka og hrærið chiafræjunum saman við.
  4. Geymið í um 30-60 mínútur inni í ísskáp.

Mangó-mauk

  1. Látið ½ bolla af mangó þiðna í skál og stappið vel saman.
  2. Takið til tvö glös og setjið 2 msk. af mangó-chia-grautnum í hvort glas.
  3. Setjið síðan 2 msk. af grískri jógúrt og 1 msk. af mangó-mauki, endurtakið og setjið loks nokkrar ristaðar kókosflögur til að skreyta grautinn.
  4. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert