Svona færðu kæliskápinn til að ilma eins og blómaengi í Provence

Þeir sem hafa komið til Provence í Frakklandi vita að …
Þeir sem hafa komið til Provence í Frakklandi vita að svæðið ilmar alveg einstaklega vel. mbl.is/Unsplash

Á Alþjóðadegi franskrar tungu geta þeir sem vilja klætt sig upp á í Sonia Rykiel-gallabuxurnar sínar, farið í þverröndóttan Chanel-bol og sett á sig rauðan klút. Spilað tónlist með Edith Piaf og eldað girnilega franska önd (e. Confit de Canard) svo eitthvað sé nefnt. En þá er eins gott að kæliskápurinn lykti ekki eins og daginn eftir þorrablót. 

Fyrir þá sem elska góð húsráð, þá jafnast fátt á við lúxusinn að opna kæliskápinn að morgni og á móti manni taki dásamlegur ilmur af sítrónum, appelsínum, myntu og vanillu svo dæmi séu tekin. Af hverju ekki að teygja sig í efstu hilluna í þessum málum sem öðrum?

Hér koma fimm góð ráð til að láta kæliskápinn ilma eins og blómaengi í Provence-héraði Frakklands.

Það þarf ekki að kosta mikið að hafa glæsilegt í …
Það þarf ekki að kosta mikið að hafa glæsilegt í kringum sig. Að vera með hreinan kæliskáp er stór hluti af sjálfsrækt. mbl.is/Unsplash

Settu girnilega ilmblöndu á helluna

Áður en farið er í að hreinsa út úr kæliskápnum er gott að finna til appelsínu, sítrónu, vanillu- stöng, myntu og annað góðmeti sem gæti hentað til að láta eldhúsið og seinna kæliskápinn ilma eins og blómaengi.

Mikilvægt er að hafa í huga að nota einungis matvörur og krydd sem mega vera í nálægð við matvæli. 

Gott er að slökkva á hellunni eftir 20 mínútur á lágum hita og leyfa ilmblöndunni að ná stofuhita hægt og rólega. 

Að setja sítrónur, lime, piparmyntu og fleira í vökvaformi inn …
Að setja sítrónur, lime, piparmyntu og fleira í vökvaformi inn í kæliskápinn er góð hugmynd. mbl.is/Unsplash

Taktu matvörurnar út úr kæliskápnum

Ef þú vilt spara í matarinnkaupum þá er besta ráðið að taka reglulega allt út úr kæliskápnum í einu. Taktu út sorpílátin þín í leiðinni og byrjaðu að raða og flokka matvæli sem eru komin á tíma. 

Taktu sérstaklega eftir því sem þú ert að kaupa reglulega í matvöruverslunum og ekki að nota. 

Það sem er gott að gera í þessu ferli er að finna ílát undir ávexti, grænmeti, gosdósir og fleira í þeim dúrnum svo að kæliskápurinn sé aðgengilegur og góður til notkunar þegar elda skal.

Hér er mælt með því að undirbúa að kæliskápurinn líti sem best út, því við byrjum á að borða með augunum. Ekki satt?

Þrífðu kæliskápinn vel

Sumir þrífa kæliskápinn hjá sér reglulega á meðan aðrir gera það sjaldnar og jafnvel betur. Venjulegt vinnandi fólk hefur ekki tíma til að verja heilu dögunum inni í kæliskápnum sínum, svo best er án efa að þrífa hann reglulega og að mikla ekki ferlið fyrir sér. 

Mælt er með því að nota þvottalög sem hentar í kringum matvörur, svo sem nokkra dropa af uppvöskunarlegi ofan í volgt vatn í skál. Eins má nota matarsóta út í volgt vatn. Edik getur gert kraftaverk (1:1 edik og volgt vatn) á þráláta matarbletti sem vilja síður fara með hinum efnunum. 

Ilmandi blandan er sett inn í kæliskápinn

Þeir sem hafa verið að eiga við þrálátan ilm í kæliskápnum geta sett skál eða glas með ilmblöndunni af hellunni inn í kæliskápinn sinn. Gott er að skera eina ferska sítrónu til helminga og leyfa henni að vera í kæliskápnum yfir nótt á litlum diski. Svo er bara að raða inn í kæliskápinn og njóta!

Af hverju ekki að hafa glæsilegt inni í kæliskápnum? Það …
Af hverju ekki að hafa glæsilegt inni í kæliskápnum? Það gefur góða tilfinningu og sumir segja að við byrjum að borða með augunum. mbl.is/Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert