Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir segir alþjóðlega vöffludaginn mikilvægan en hann er haldinn hátíðlegur 25. mars víða um heim. Þá er um að gera að slá í uppáhalds vöffluuppskriftina, bjóða góðum vinum og njóta. Hún deilir með lesendum sinni uppáhaldsuppskrift þessa dagana.
Eva Laufey Kjaran deilir með lesendum girnilegri uppskrift að vöfflum með vanillurjóma og pekenhnetukrönsi.
Matarvefurinn mælir með þeirri uppskrift að vöfflum þar sem vanillurjómi og pekenhnetukröns er ómótstæðilega góð viðbót ofan á vöfflurnar.
Fyrir þá sem hafa aldrei bakað vöfflur, segir Eva Laufey það mjög auðvelt. „Svo höfum við í Hagkaup verið að bjóða upp á 20% afslátt af vöfflujárnum að tilefni Alþjóðlega vöffludagsins. Þetta tilboð er gilt dagana 20. til 26. mars,“ segir hún.
Pekenhnetukrönsið gerir mikið fyrir vöfflurnar.
mbl.is/Aðsend
Vöfflur með vanillurjóma og pekenhnetukrönsi
- 4 egg
- 400 ml súrmjólk
- 300 g hveiti
- 1 tsk. matarsódi
- 2 msk. sykur
- 1/2 tsk. salt
- 2 tsk. vanilludropar
- 4 msk. smjör, brætt
Aðferð:
- Þeytið egg og súrmjólk saman.
- Blandið þurrefnum saman í skál, bætið eggjablöndunni og smjörinu saman við og hrærið vel saman.
- Hitið smá smjör í vöfflujárninu og steikið hverja vöfflu í nokkrar mínútur. Berið fram með vanillurjóma, sultu og karamelliseruðum pekanhnetum.
Pekanhnetukröns
- 250 g pekanhnetur
- 50 g sykur
- 1 msk. smjör
- Rjómi, magn eftir smekk
Aðferð:
- Bræðið sykur á pönnu.
- Þegar sykurinn er bráðinn bætið þið smjörinu út á pönnuna og hrærið í. Saxið hneturnar og setjið út á pönnuna, steikið í 1–2 mínútur. Hellið rjóma út á blönduna og hrærið aðeins saman.
Vanillurjómi
- 250 ml rjómi
- 2 tsk. vanillusykur
Aðferð:
- Setjið rjóma og sykur í skál og þeytið þar til rjóminn er orðinn léttþeyttur.