Stutta leiðin að góðu stroganoffi

Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemum kann að stytta sér …
Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemum kann að stytta sér leiðir þegar kemur að matargerð. mbl.is/Aðsend

Okkur hættir til þess að ofhugsa hlutina þegar kemur að kvöldmatnum. Ekki síst þegar heim er komið eftir langan vinnudag og maður þráir ekkert meira en að setjast niður með fjölskyldunni og bjóða upp á góðan mat. 

„Ég elska þegar það er hægt að stytta sér leið með góðum rétti og útkoman verður undursamleg,“ segir Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemum sem hefur töfrað fram undursamlega uppskrift að einföldu stroganoffi sem mjög margir ættu að ráða við að gera í eldhúsinu heima hjá sér. Uppskriftin er ekta hversdagsmatur sem tekur enga stund að útbúa!

Stroganoff-uppskrift

Fyrir 4-5 manns

  • 600 g ungnautafile (má líka vera sirlon/annað)
  • 250 g sveppir að eigin ósk
  • ½ laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 pk. TORO stroganoff gryte
  • 500 ml rjómi
  • 300 ml vatn
  • 1 msk. nautakraftur
  • 1 msk. timian
  • 1 tsk. dijon sinnep
  • 400 g pasta/tagliatelle
  • Smjör til steikingar
  • Bezt á nautið krydd

Aðferð:

  1. Skerið kjötið niður í þunnar sneiðar, steikið upp úr smjöri þar til það brúnast á öllum hliðum og kryddið með Bezt á nautið kryddi, takið síðan af pönnunni.
  2. Bætið smjöri á hana að nýju og steikið nú sveppi og lauk þar til það fer að mýkjast, bætið þá rifnum hvítlauk saman við og steikið saman áfram stutta stund.
  3. Bætið nú vatni, rjóma og krafti á pönnuna og hrærið TORO stroganoff-grýtunni saman við, blandið vel.
  4. Bragðbætið síðan með dijon-sinnepi og fersku timian og berið fram með soðnu pasta/tagliatelle og góðu brauði.
Stroganoff er góður heimilismatur sem þarf ekki að vera flókið …
Stroganoff er góður heimilismatur sem þarf ekki að vera flókið að útbúa. mbl.is/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert