Belladonna-appelsínurnar frá Olifa seljast hratt upp

Belladonna-appelsínurnar frá Ítalíu rjúka út um leið og þær koma …
Belladonna-appelsínurnar frá Ítalíu rjúka út um leið og þær koma í verslanir. Samsett mynd

Það er appelsínugul stemning á Íslandi þessa dagana, enda hafa Belladonna-appelsínurnar frá Olifa bókstaflega verið á allra vörum. Þær rjúka út um leið og þær koma í verslanir.

„Þessar safaríku, mjúku, sætu og ómótstæðilegu appelsínur koma beint frá Suður-Ítalíu og hafa þær vakið mikla athygli í ár eins og áður – hver einasta sending selst upp á mettíma,“ segir Ása Regins, eigandi Olifa.

Ása Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson eru eigendur Olifa og hafa …
Ása Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson eru eigendur Olifa og hafa kynnt Íslendingum sælkeravörur frá Ítalíu sem hafa slegið í gegn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Börkurinn fullkomlega ætur

Belladonna-appelsínurnar eru algjörlega ómeðhöndlaðar. Engin eiturefni eða varnarefni eru notuð við ræktunina og því er þunnur börkurinn fullkomlega ætur.

„Af þeim sökum líta appelsínurnar ekkert svo vel út að utan, enda hrein náttúruleg afurð. Það er ljóst að þetta eru engar venjulegar appelsínur en þær eru þó auðþekktar í verslunum í rauðum netum merktum Olifa,“ bætir Ása við.

Appelsínurnar eru ræktaðar án allra eiturefna og börkurinn á þeim …
Appelsínurnar eru ræktaðar án allra eiturefna og börkurinn á þeim er ætur. Ljósmynd/Aðsend

„Við höfum flutt inn Belladonna-appelsínurnar núna í fjögur ár og vinsældirnar aukast með hverju árinu. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem kynnast þessum einstöku ávöxtum og bíða spenntir eftir hinni árlegu uppskeru sem er venjulega í marsmánuði. Þetta er árstíðarbundin vara hjá okkur og við finnum greinilega fyrir vaxandi eftirvæntingu á hverju ári. Það er kúnst að flytja inn ómeðhöndlaða ávexti til Íslands en með okkar einstaka viðskiptavinahópi hefur þetta gengið frábærlega vel fyrir sig. Við njótum þess að þjóna okkar viðskiptavinum með góðum vörum,“ segir Ása að lokum.

Appelsínutrén eru gullfalleg.
Appelsínutrén eru gullfalleg. Samsett mynd

Tvær ferskar appelsínusendingar eru á leiðinni og koma í verslanir Krónunnar í dag. Olifa hvetur alla til að fylgjast vel með – því ef eitthvað er víst, þá er það að Belladonna-appelsínurnar hverfa hratt úr hillunum.

Ása Regins segir fátt betra en að njóta þessarar dýrðar.
Ása Regins segir fátt betra en að njóta þessarar dýrðar. Ljósmynd/Aðsend
Girnilegar eru þær.
Girnilegar eru þær. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert