Í dag, 25. mars, er alþjóðlegi vöffludagurinn og þá er lag að bjóða upp á vöfflur í kvöld. Vöfflurnar er hægt að bera fram með þeyttum rjóma, ferskum berjum, sultu og bræddu súkkulaði með kaffinu eða sem eftirrétt. Það er líka hægt að gera góða kvöldverði þar sem vöfflur eru í forgrunni. Þá er hægt að bera fram vöfflur með andalæri eða kjúklingi með einhverju ómótstæðilega góðu meðlæti sem kemur bragðlaukunum á flug.
Hér gefur að líta nokkrar uppskriftir að vöfflum og meðlæti ef ykkur langar að skella í vöfflur í tilefni dagsins.
Girnilegar vöfflur með pekanhnetukrönsi.
Ljósmynd/Eva Laufey Kjaran
Vöfflurnar hennar Kaju er glútenlausar og ljúffengar.
Ljósmynd/Aðsend
Kartöfluvöfflur með spældu eggi ofan á ásamt kryddjurtum eru seðjandi og góðar.
Ljósmynd/Unsplash
Focaccia-vaffla borin fram með reyktum laxi, hleyptu eggi og epla- og sellerísalati að hætti Marentzu Poulsen.
mbl.is/Árni Sæberg
Maísvaffla með unaðslega góðu avókadó- og kjúklingasalati, skreytt með kryddjurtum sem gleðja augað úr smiðju Marentzu.
mbl.is/Árni Sæberg
Þessi uppskrift steinliggur.
Ljósmynd/Aðsend
Vöfflur með lakkrís, eitt það frumlegasta sem sést hefur.
Ljósmynd/Hanna Thordarson
Nýstárlegar vöfflur með granateplafræjum.
Ljósmynd/Aðsend
Ekta belgískar vöfflur sem bragð er af.
Ljósmynd/Aðsend