Jóhanna Soffía Birgisdóttir, eða Fía eins og hún er alltaf kölluð, hefur starfað hjá Lemon frá upphafi eða síðan árið 2013. Fyrst sem rekstrarstjóri en tók svo við sem framkvæmdastjóri og er einnig einn af eigendum í dag.
Hún hefur mikið dálæti af því að halda veislur og er höfðingi heim að sækja. Ástríðan hennar hefur fengið að blómstra á þessu sviði heima fyrir og líka hjá Lemon.
Hún töfraði fram veisluborði fyrir matarvefinn á dögunum til að gefa lesendum hugmyndir um hvernig mætti skella upp litríku og girnilegu veisluborði án mikillar fyrirhafnar.
„Að útbúa veislur er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri og nota ég hvert tækifæri sem ég get til að henda upp veislum, hvort sem um er að ræða afmæli, fermingar eða útskriftir í fjölskyldunni,“ segir Fía með bros á vör.
„Langskemmtilegast er þegar veisluborðið er með sem fjölbreyttustu veitingunum og finnst mér alveg nauðsynlegt að skreyta veisluborðið með ferskum blómum, grænmeti, ávöxtum og ferskum kryddjurtum. Borðið verður svo fallegt. Þegar sumarið lætur sjá sig finnst mér tilvalið að ná mér í lúpínu og kerfil og hafa í stórum blómavösum og eins finnst mér fátt eins fallegt eins og gulir fíflar á veisluborðinu,“ bætir Fía við dreymin á svipinn.
„Núna notaðist ég eingöngu við veislubakkana sem Lemon hefur upp á að bjóða í veisluþjónustu. Mér finnst skipta miklu máli að veisluborðin séu falleg og litrík og að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Samlokurnar standa alltaf fyrir sínu og hægt er að velja þar um 11 tegundir af samlokum, 3 tegundir af hamborgurum, ávaxtabakka, sætabakka, partíkúlurnar hennar Tobbu Marínós, ostabakkana og svo má ekki gleyma djúsunum sem eru hollir, litaglaðir og góðir og passa einstaklega vel á veisluborðið.
Við getum til að mynda sniðið hverja veislu að óskum hvers og eins og hjálpum til við val og magn sem hentar hverjum og einum.
Það sem er líka einstaklega hentugt við veislubakkana er að það er hægt að skella þeim beint á veisluborðið og ekkert vesen. Djúsarnir koma nýkreistir í flöskum sem hægt er að setja í bala með klökum og þeir eru oftast fyrstir til að klárast,“ segir Fía og er orðin spennt að halda næsta boð enda vorið á næsta leiti.