Fersk blóm, grænmeti og ávextir eru fallegasta skrautið

Jóhanna Soffía Birgisdóttir, alla jafna kölluð Fía, veit fátt skemmtilegra …
Jóhanna Soffía Birgisdóttir, alla jafna kölluð Fía, veit fátt skemmtilegra en að halda veislur. Ljósmynd/Aðsend

Jó­hanna Soffía Birg­is­dótt­ir, eða Fía eins og hún er alltaf kölluð, hef­ur starfað hjá Lemon frá upp­hafi eða síðan árið 2013. Fyrst sem rekstr­ar­stjóri en tók svo við sem fram­kvæmda­stjóri og er einnig einn af eig­end­um í dag.

Hún hef­ur mikið dá­læti af því að halda veisl­ur og er höfðingi heim að sækja. Ástríðan henn­ar hef­ur fengið að blómstra á þessu sviði heima fyr­ir og líka hjá Lemon.

Hún töfraði fram veislu­borði fyr­ir mat­ar­vef­inn á dög­un­um til að gefa les­end­um hug­mynd­ir um hvernig mætti skella upp lit­ríku og girni­legu veislu­borði án mik­ill­ar fyr­ir­hafn­ar.

„Að út­búa veisl­ur er eitt af því skemmti­leg­asta sem ég geri og nota ég hvert tæki­færi sem ég get til að henda upp veisl­um, hvort sem um er að ræða af­mæli, ferm­ing­ar eða út­skrift­ir í fjöl­skyld­unni,“ seg­ir Fía með bros á vör.

Nauðsyn­legt er að skreyta með fersk­um blóm­um, græn­meti og ávöxt­um

„Lang­skemmti­leg­ast er þegar veislu­borðið er með sem fjöl­breytt­ustu veit­ing­un­um og finnst mér al­veg nauðsyn­legt að skreyta veislu­borðið með fersk­um blóm­um, græn­meti, ávöxt­um og fersk­um kryd­d­jurt­um. Borðið verður svo fal­legt. Þegar sum­arið læt­ur sjá sig finnst mér til­valið að ná mér í lúpínu og kerf­il og hafa í stór­um blóma­vös­um og eins finnst mér fátt eins fal­legt eins og gul­ir fífl­ar á veislu­borðinu,“ bæt­ir Fía við dreym­in á svip­inn.

Kryddjurtir, blóm og ávextir er stór hluti af skrautinu þegar …
Kryd­d­jurtir, blóm og ávext­ir er stór hluti af skraut­inu þegar kem­ur að því að töfra fram veislu­borð hlaðið kræs­ing­um hjá Fíu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Núna notaðist ég ein­göngu við veislu­bakk­ana sem Lemon hef­ur upp á að bjóða í veisluþjón­ustu. Mér finnst skipta miklu máli að veislu­borðin séu fal­leg og lit­rík og að all­ir finni eitt­hvað við sitt hæfi. Sam­lok­urn­ar standa alltaf fyr­ir sínu og hægt er að velja þar um 11 teg­und­ir af sam­lok­um, 3 teg­und­ir af ham­borg­ur­um, ávaxta­bakka, sæta­bakka, partí­kúl­urn­ar henn­ar Tobbu Marínós, osta­bakk­ana og svo má ekki gleyma djús­un­um sem eru holl­ir, litaglaðir og góðir og passa ein­stak­lega vel á veislu­borðið.

Boðið er upp á alls kyns veislukræsingar hjá Lemon þar …
Boðið er upp á alls kyns veislukræs­ing­ar hjá Lemon þar sem Fía starfar í dag sem hægt er að setja beint á borðið. Ljós­mynd/​Aðsend

Við get­um til að mynda sniðið hverja veislu að ósk­um hvers og eins og hjálp­um til við val og magn sem hent­ar hverj­um og ein­um.

Girnilegir osta- og ávaxtabakkar eru meðal þess sem Fía elskar …
Girni­leg­ir osta- og ávaxta­bakk­ar eru meðal þess sem Fía elsk­ar að bjóða upp á. Ljós­mynd/​Aðsend

Það sem er líka ein­stak­lega hent­ugt við veislu­bakk­ana er að það er hægt að skella þeim beint á veislu­borðið og ekk­ert vesen. Djús­arn­ir koma nýkreist­ir í flösk­um sem hægt er að setja í bala með klök­um og þeir eru oft­ast fyrst­ir til að klár­ast,“ seg­ir Fía og er orðin spennt að halda næsta boð enda vorið á næsta leiti.

Ferskir, nýkreistir djúsar njóta mikilla vinsælda.
Fersk­ir, nýkreist­ir djús­ar njóta mik­illa vin­sælda. Ljós­mynd/​Aðsend
Lemon-samlokurnar eru ávallt vinsælar en það er líka hægt að …
Lemon-sam­lok­urn­ar eru ávallt vin­sæl­ar en það er líka hægt að fá mini-borg­ara sem eru líka flott­ir á veislu­borðið. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert