Kökugerðarkonan Nina Métayer sæmd frönsku landbúnaðarorðunni

Annie Genevard, landbúnaðar- og matvælaráðherra Frakklands sæmdi kökugerðardrottninguna Nina Métayer …
Annie Genevard, landbúnaðar- og matvælaráðherra Frakklands sæmdi kökugerðardrottninguna Nina Métayer frönsku landbúnaðarorðunni á dögunum við hátíðlega athöfn í París. Ljósmynd/Aðsend

Á dög­un­um sæmdi Annie Genev­ard, land­búnaðar- og mat­vælaráðherra Frakk­lands, köku­gerðardrottn­ing­una Nina Métayer frönsku land­búnaðarorðunni. Þetta kem­ur fram á franska fréttamiðlin­um Par­is Match. 

Í des­em­ber síðastliðnum var Nina Métayer, sem var al­heims­köku­gerðarmaður árs­ins 2023, líka sæmd frönsku heiðursorðunni Or­dre nati­onal du Mé­rite (France) fyr­ir störf sín. Það er á eng­an hallað að Métayer, sem er fyrsta kon­an til að verða al­heims­köku­gerðarmaður árs­ins, sé sú fremsta í röð kvenna í iðninni í heim­in­um.

Métayer tók við af Sig­urði Má

Fyr­ir þá sem ekki vita þá fetaði Métayer í fót­spor Sig­urðar Más Guðjóns­son­ar í Bern­höfts­baka­ríi sem var al­heims­köku­gerðarmaður árs­ins 2022. Þykir það mik­ill heiður fyr­ir Ísland að eiga full­trúa í þess­um hópi og hvatn­ing fyr­ir iðngrein­ina í heild sinni hér á landi. Sig­urður kynn­ist Métayer og mann­in­um henn­ar árið 2023 í gegn­um sam­eig­in­lega vini og seg­ir þau hjón­in ein­stak­lega al­menni­leg.

„Með miklu þakk­læti deili ég með ykk­ur til­nefn­ingu minni til ridd­ara frönsku land­búnaðarorðunn­ar l'or­dre du mé­rite Agricole,“ sagði Métayer þegar hún tók við verðlaun­un­um í Par­ís í síðustu viku.

„Þessi viður­kenn­ing snert­ir mig sér­stak­lega vegna þess að hún und­ir­strik­ar það mik­il­væg­asta í fag­inu en það eru gæði og upp­runi hrá­efn­is­ins sem við, bak­ar­ar og köku­gerðar­menn, elsk­um að vinna mikið með í dag­leg­um störf­um okk­ar. Svæðis­bund­in vara eins og smjör og salt frá mínu heima­héraði, franskt mjöl og árstíðabundn­ir ávext­ir. Án þeirra hefðu brauðin okk­ar og kök­urn­ar enga sál eða bragð.“

Hátíðleikinn var í fyrirrúmi.
Hátíðleik­inn var í fyr­ir­rúmi. Ljós­mynd/​Aðsend

Til­einkaði heiður­inn hæfi­leika­ríka og ástríðufulla starfs­fólk­inu sínu

Métayer hélt áfram að sýna þakk­læti sitt og var ein­læg í ræðu sinni. „Í dag vil ég til­einka þenn­an mikla heiður hæfi­leika­ríka og ástríðufulla starfs­fólk­inu mínu og einnig öll­um þeim kon­un­um og körl­un­um sem fram­leiða fal­leg­ar vör­ur sem við fáum að njóta. Það eru for­rétt­indi að geta sýnt og gert þess­ar kræs­ing­ar sem eru full­ar af góðgæti.

Hjart­ans þakk­læti til allra bænda, rækt­enda, ávaxta­rækt­enda, trjá­rækt­enda, bænda og fram­leiðenda á frönsk­um yf­ir­ráðasvæðum okk­ar fyr­ir skuld­bind­ingu þeirra og sér­fræðiþekk­ingu sem hjálp­ar til við að varðveita líf, lands­lag okk­ar og líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika,“ sagði Métayer enn frem­ur.

Hún var mjög auðmjúk í til­efni þessa og þakkaði Annie Genev­ard, land­búnaðar- og mat­vælaráðherra Frakk­lands og frú Marie Sauce-Bour­reau, yf­ir­manni land­búnaðarorðunn­ar, sér­stak­lega fyr­ir að leyfa sér að segja frá hversu mikla ábyrgð hand­verks­menn í mat­ar­gerðarlist­inni hafa, að þeir beri mikla ábyrgð á því að viður­kenna land­búnaðar­heim­inn og varðveislu nær­andi gæða fransks land­búnaðar sem virðir landið og einnig bænd­ur. Að lok­um þakkaði hún sæl­ker­um fyr­ir sam­fylgd­ina.

Boðið var upp á fallegar kræsingar í anda Métayer í …
Boðið var upp á fal­leg­ar kræs­ing­ar í anda Métayer í til­efni þessa. Ljós­mynd/​Aðsend

Mé­daille de l'Or­dre du Mé­rite Agricole eða land­búnaðarorðan

Orðan um­rædda var stofnuð 7. júlí árið 1883, byggð á til­lögu þáver­andi land­búnaðarráðherra Ju­les Mél­ine, í viðleitni til að umb­una fólki í þjón­ustu við land­búnað á viðun­andi hátt. Rök hans voru þau að meira en átján millj­ón­ir Frakka lifðu beint af þess­ari at­vinnu­grein sem hafði bein og öfl­ug áhrif á allt þjóðarbúið, þ.e.a.s. bænd­ur, bú­fræðing­ar, pró­fess­or­ar, og vís­inda­menn svo fátt sé nefnt. Vinn­an var mik­il og endaði aldrei, en verðlaun voru sjald­gæf.

Í upp­runa­legu til­skip­un­inni frá ár­inu 1883 voru aðeins „ridd­ar­ar“ (franska: „chevaliers“). Til­skip­un­in frá 18. júní árið 1887 bætti við ein­kunn­inni „Stór­ridd­ar­ar“ (franska: „Officier“). Þriðji bekk­ur, komman­dör­ar“ (franska: „Comm­ande­ur“), var stofnaður með til­skip­un frá 3. ág­úst 1900. Nú­ver­andi form og reglu­gerð land­búnaðar­verðmæta var lýst í til­skip­un 59-729 frá 15. júní 1959.

Orðan sam­an­stend­ur af um það bil 340.000 viðtak­end­um til þessa, þar af um það bil 23.000 á lífi hverju sinni, þar á meðal all­ir fyrr­ver­andi land­búnaðarráðherr­ar Frakk­lands sem eru á lífi. Stór­ridd­ar­ar eru um það bil 60.000 hingað til og um það bil 5.000 á lífi og um það bil 4800 voru gerðir að Komman­dör­um hingað til, þar sem um það bil 400 eru á lífi á hverj­um tíma.

Hægt er að fylgj­ast með Ninu Métayer á In­sta­gram hér.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Nina Métayer (@nina­metayer)

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert