Patrik er búinn að fullkomna sína pítsu

Patrik Atlason, betur þekktur sem PrettyBoiTjokko, frumsýnir nýja pítsu með …
Patrik Atlason, betur þekktur sem PrettyBoiTjokko, frumsýnir nýja pítsu með pepperóní, banönum og tsjillí-hunangi í samstarfi Shake&Pizza á föstudaginn á Sykurpabbahelginni. Samsett mynd

Hinn eini sanni Patrik Atlason, betur þekktur sem PrettyBoiTjokko, og Shake&Pizza í Keiluhöllinni í Egilshöll standa í stórræðum þessa dagana. Um helgina, 28. og 29. mars, verður blásið í lúðra í Keiluhöllinni og haldin sérstök Sykurpabbahelgi þar sem við sögu koma ný pítsa, glænýtt tónlistarmyndband og tvennir tónleikar.

„Þegar ég geri eitthvað þá finnst mér alltaf best að gera það upp á 110. Samstarfið við Jóa og félaga á Shake&Pizza rammar inn það sem ég er að gera þessa dagana, nýtt lag, nýtt myndband og glænýtt sælgæti sem heitir einmitt Sykurpabbar”, segir Patrik sem er rígspenntur fyrir komandi helgi.

PBT pítsan - einföld og ávanabindandi

„Þegar við fórum af stað með Patrik í að þróa nýja pítsu þá lögðum við upp með tvo útgangspunkta. Patrik þurfti að elska bragðið af henni og áleggin þurftu að hafa upphafsstafina PBT. Niðurstaðan var dásamlega einföld pítsa með pepperóní, banönum og tsjillí-hunangi”, segir Jói á Shake&Pizza.

View this post on Instagram

A post shared by Keiluhöllin (@keiluhollin)

Rúsínan í pylsuendanum, eða ættum við að segja Sykurpabbinn í rjómanum, er svo glænýr Sykurpabbasjeik sem er gerður úr nýja namminu, Sykurpöbbum, sem er dásamlega bragðgott hlaup og á eflaust eftir að slá í gegn hjá nammigrísum þessa lands.

Nýjasta pítsan með pepperóní, banönum og tsjillí-hunangi heitir einfaldlega PBT …
Nýjasta pítsan með pepperóní, banönum og tsjillí-hunangi heitir einfaldlega PBT pítsan. Ljósmynd/Aðsend

Sykurpabbahelgi fyrir alla aldurshópa

Eins og áður sagði verður mikið um dýrðir í Keiluhöllinni um komandi helgi. Á föstudagskvöldinu mun Patrik frumsýna nýtt myndband við lagið Sykurpabbi og hlaða í alvöru partýtónleika þegar líður á kvöldið. Á laugardaginn klukkan 16.30 heldur Patrik svo sérstaka fjölskyldutónleika þar sem yngri kynslóðin getur skemmt sér og gætt sér á nýju pítsunni og Sykurpabbasjeiknum.

Ókeypis er inn á báða viðburði eins og alltaf í Keiluhöllinni.

Blásið verður í lúðra í Keiluhöllinni og haldin sérstök Sykurpabbahelgi …
Blásið verður í lúðra í Keiluhöllinni og haldin sérstök Sykurpabbahelgi þar sem við sögu koma ný pítsa, glænýtt tónlistarmyndband og tvennir tónleikar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert