Stærsta kokteilahátíð Íslands hefst með látum

Barþjónarnir fimm sem kepptu til úrslita á Íslandsmótinu í fyrra, …
Barþjónarnir fimm sem kepptu til úrslita á Íslandsmótinu í fyrra, Jacek Arkadiusz Rudecki, Bruno Falcao, Grétar Matthíasson, Árni Gunnarsson og Reginn Galdur Árnason. Ljósmynd/Sigurður Steinþórsson

Stærsta kokteilahátíð Íslands, Reykjavík Cocktail Weekend, verður að Reykjavík Cocktail Week í fyrsta skipti. Hátíðin hefst formlega með pomp og prakt þann 31. mars næstkomandi og stendur til 6. apríl að því fram kemur í tilkynningu frá Barþjónaklúbbi Íslands.

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir þessari árlegu uppskeruhátíð kokteilsins á Íslandi í samstarfi við alla helstu vínbirgja, veitingahús og bari Reykjavíkur.

Á meðan á hátíðinni stendur verða sérstakir Reykjavík Cocktail Week kokteilaseðlar í boði á stöðunum sem taka þátt og verða þeir drykkir á sérstöku tilboðsverði. Staðirnir munu bjóða upp á fjölda viðburða tengda hátíðinni sem eru öllum opnir.

Stærsti viðburður hátíðarinnar, Reykjavík Cocktail Week Expo, fer fram miðvikudaginn 2. apríl næstkomandi í Hörpu. Þar fer fram Íslandsmeistaramót barþjóna þar sem leitin að besta barþjóni landsins hefst, ásamt vörukynningum allra helstu vínbirgja landsins.

Grét­ar Matth­ías­son barþjónn bar sig­ur úr být­um í keppninni í …
Grét­ar Matth­ías­son barþjónn bar sig­ur úr být­um í keppninni í fyrra og var því aft­ur krýnd­ur Íslands­meist­ari annað árið í röð. Spurning hver mun sigra í ár. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

Samstarfsaðilar RCW 2025 eru:

32 staður taka þátt í RCW 2025 og eru eftirtaldir:

  1. Apótek Kitchen + Bar
  2. Bastard Brew & Food
  3. Brút
  4. Coffee&Cocktails
  5. Daisy
  6. Drykk
  7. Einstök Bar
  8. Fjallkonan
  9. Krá og Kræsingar
  10. Geir Smart
  11. Gilligogg
  12. Grillmarkaðurinn
  13. Jörgensen Kitchen & Bar
  14. Jungle
  15. Kaldi Bar
  16. Lebowski Bar
  17. Kol Restaurant
  18. Matarkjallarinn
  19. Monkeys & Kokteilbarinn
  20. OTO
  21. Petersen Svítan
  22. Public House Gastropub
  23. Sæta svínið
  24. Skál!
  25. Sky Lounge & Bar
  26. Slippbarinn
  27. Sumac
  28. Sushi Social
  29. Tapas Barinn
  30. Telebar
  31. Tipsý Bar & Lounge
  32. Tres Locos
  33. Veður
  34. Vox Brasserie and Bar

Kokteilabar ársins 2025

Kosið verður um kokteilabar ársins 2025 og fer fram forkosning. Þeir 5 staðir sem hljóta flest atkvæði komast í úrslit. Kosið verður svo aftur í Hörpu á miðvikudaginn. Úrslitin verða kynnt á lokaviðburði RCW í Gamla Bíó.

Grétar var einbeittur bak við barinn í fyrra.
Grétar var einbeittur bak við barinn í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Fjölbreytt dagskrá í tilefni hátíðarinnar

Allar upplýsingar um hátíðina er hægt að finna í appi í vafra í gegnum rcw.is RCW 2025

Dagskrá hátíðarinnar Reykjavík Cocktail Week hefst mánudaginn 31. mars og stendur til sunnudagsins 6. apríl eins og áður hefur komið fram.

Dagskrá RCW 2025 lítur svona út:

Mánudagur

  • Staðir með uppákomur í samstarfi við samstarfsaðila
  • Fræðsluviðburðir
  • Opnunarhóf Reykjavík Cocktail Week á Ský Lounge & Bar

Þriðjudagur

  • Staðir með uppákomur í samstarfi við samstarfsaðila
  • Fræðsluviðburðir

Miðvikudagur

  • Reykjavík Cocktail Week Expo í Hörpu, áætlað að kynningar, húsið opni 16:00 og undankeppni í Íslandsmeistaramóti barþjóna (ICC) og þemakeppni RCW
  • Samstarfsaðilar með kynningar á vörum sínum o Áætluð lok kl. 21:00/22:00
  • Eftirpartý á Jungle

Fimmtudagur

  • Staðir með uppákomur í samstarfi við samstarfsaðila
  • ,,Walk around’’ fyrir RCW drykk ársins 2025

Föstudagur

  • Staðir með uppákomur í samstarfi við samstarfsaðila.

Laugardagur

  • Staðir með uppákomur í samstarfi við samstarfsaðila.
  • Úrslit í Íslandsmeistaramóti barþjóna
  • „Sensorial“ og skriflegt próf

Sunnudagur - Gamla bíó

  • Úrslit í Íslandsmeistaramóti barþjóna „Speed Round‘‘
  • Verðlaunaafhending
  • Kvöldverður og lokahóf
  • Eftirpartý á Petersen Svítunni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert