Stærsta kokteilahátíð Íslands, Reykjavík Cocktail Weekend, verður að Reykjavík Cocktail Week í fyrsta skipti. Hátíðin hefst formlega með pomp og prakt þann 31. mars næstkomandi og stendur til 6. apríl að því fram kemur í tilkynningu frá Barþjónaklúbbi Íslands.
Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir þessari árlegu uppskeruhátíð kokteilsins á Íslandi í samstarfi við alla helstu vínbirgja, veitingahús og bari Reykjavíkur.
Á meðan á hátíðinni stendur verða sérstakir Reykjavík Cocktail Week kokteilaseðlar í boði á stöðunum sem taka þátt og verða þeir drykkir á sérstöku tilboðsverði. Staðirnir munu bjóða upp á fjölda viðburða tengda hátíðinni sem eru öllum opnir.
Stærsti viðburður hátíðarinnar, Reykjavík Cocktail Week Expo, fer fram miðvikudaginn 2. apríl næstkomandi í Hörpu. Þar fer fram Íslandsmeistaramót barþjóna þar sem leitin að besta barþjóni landsins hefst, ásamt vörukynningum allra helstu vínbirgja landsins.
Samstarfsaðilar RCW 2025 eru:
32 staður taka þátt í RCW 2025 og eru eftirtaldir:
Kosið verður um kokteilabar ársins 2025 og fer fram forkosning. Þeir 5 staðir sem hljóta flest atkvæði komast í úrslit. Kosið verður svo aftur í Hörpu á miðvikudaginn. Úrslitin verða kynnt á lokaviðburði RCW í Gamla Bíó.
Allar upplýsingar um hátíðina er hægt að finna í appi í vafra í gegnum rcw.is RCW 2025
Dagskrá hátíðarinnar Reykjavík Cocktail Week hefst mánudaginn 31. mars og stendur til sunnudagsins 6. apríl eins og áður hefur komið fram.
Dagskrá RCW 2025 lítur svona út:
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
Sunnudagur - Gamla bíó