Súkkulaðibananabrauð sem á eftir að trylla lýðinn

Guðdómlegt súkkulaðibananabrauð sem enginn súkkulaðidýrkandi getur látið fram hjá sér …
Guðdómlegt súkkulaðibananabrauð sem enginn súkkulaðidýrkandi getur látið fram hjá sér fara. Ljósmynd/Aðsend

Þetta súkkulaðiban­ana­brauð er með mjög miklu súkkulaðibragði og lít­ur hrein­lega út eins og risasúkkulaðistykki. Það er í raun­inni ótrú­legt að það inni­haldi eng­an viðbætt­an syk­ur. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Önnu Ei­ríks einkaþjálf­ara og eig­anda anna­eirk­is.is.

Þeir sem elska dökkt súkkulaði eiga eft­ir að elska þessa upp­skrift, senni­lega tryll­ast af gleði við hvern bita.

„Ég per­sónu­lega er meira fyr­ir mjólk­ursúkkulaði (því miður) þannig að fyr­ir mig er þetta næst­um því of mikið dökkt bragð en maður­inn minn sem elsk­ar dökkt súkkulaði var hæst­ánægður með þetta,“ seg­ir Anna og bros­ir.

Anna Ei­ríks einkaþjálf­ari býður meðal ann­ars upp á fjarþjálf­un og …
Anna Ei­ríks einkaþjálf­ari býður meðal ann­ars upp á fjarþjálf­un og er sniðugri en flest­ir að búa til ein­falda, holla og bragðgóða rétti sem gleðja bragðlauk­ana. Ljós­mynd/​Aðsend

Nú er bara að prófa og gera góðan dag betri með súkkulaði.

Súkkulaðibananabrauð sem á eftir að trylla lýðinn

Vista Prenta

Súkkulaðiban­ana­brauð

  • 3 stappaðir ban­an­ar (vel þroskaðir)
  • 1/​3 bolli fljót­andi kó­kosol­ía
  • 1 egg
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1/​3 bolli hlyns­íróp (eða Aga­ve)
  • 1 bolli spelt/​hveiti
  • 1/​3 bolli kakó
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 3/​4 bolli dökk­ir súkkulaðidrop­ar

Aðferð:

  1. Blandið öllu sam­an í hræri­véla­skál eða hrærið sam­an í skál með sleif.
  2. Ef þið blandið þessu sam­an með sleif stappið þá ban­an­ana fyrst sam­an, bætið svo við eggj­um, vanillu­drop­um, kó­kosol­íu, hlyns­írópi og loks öll­um þur­refn­um.
  3. Bætið súkkulaðidrop­um sam­an við í lok­in.
  4. Hellið svo blönd­unni í eld­fast brauðform og setjið smá súkkulaðidropa ofan á.
  5. Vakið við 180°C í um það bil 45 mín­út­ur.
  6. Njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert