Beint: Keppnin Grænmetiskokkur ársins fer fram í Ikea

Í fyrra var það Monica Daniela Panait sem hafnaði í …
Í fyrra var það Monica Daniela Panait sem hafnaði í öðru sæti, Bjarki Snær hlaut fyrsta sætið og Þór­ar­inn Eggerts­son þriðja sæti í keppninni Græn­met­iskokkur árs­ins 2024. Ljós­mynd/​Mummi Lú

Keppnin Grænmetiskokkur ársins hefst í dag klukkan 12.00 í versluninni Ikea og stendur til klukkan 17.30. Klúbbur matreiðslumeistara stendur fyrir keppninni og er þetta í annað skiptið sem hún er haldin. 

Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Alls taka fjórir kokkar þátt: Andrés Björgvinsson hjá Lux veitingum, Dominika Kulinska hjá mötuneyti sveitarfélagsins Stykkishólms, Kamil Ostrowski frá Brak og Monica Daniela Panait frá Hótel Geysi.

Keppendur hafa 5 klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með 5 mínútna millibili.

Eldaður er þriggja rétta matseðill fyrir 12 manns sem samanstendur af eftirfarandi grunnhráefnum:

Forréttur:

  • Tómatur
  • Fennil
  • Blaðsellerí

Aðalréttur:

  • Arborio grjón
  • Hvítur spergill
  • Grasker

Eftirréttur:

  • Basil
  • Jarðarber
  • Rjómaostur

Úrslitin verða kunngjörð í Bjórgarðinum klukkan 18.00 á laugardaginn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert