Keppnin Grænmetiskokkur ársins hefst í dag klukkan 12.00 í versluninni Ikea og stendur til klukkan 17.30. Klúbbur matreiðslumeistara stendur fyrir keppninni og er þetta í annað skiptið sem hún er haldin.
Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Alls taka fjórir kokkar þátt: Andrés Björgvinsson hjá Lux veitingum, Dominika Kulinska hjá mötuneyti sveitarfélagsins Stykkishólms, Kamil Ostrowski frá Brak og Monica Daniela Panait frá Hótel Geysi.
Keppendur hafa 5 klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með 5 mínútna millibili.
Eldaður er þriggja rétta matseðill fyrir 12 manns sem samanstendur af eftirfarandi grunnhráefnum:
Forréttur:
Aðalréttur:
Eftirréttur:
Úrslitin verða kunngjörð í Bjórgarðinum klukkan 18.00 á laugardaginn.