Þessir fimm komust áfram í keppninni Kokkur ársins

Þessir komust áfram í keppnina Kokkur ársins 2025 sem fram …
Þessir komust áfram í keppnina Kokkur ársins 2025 sem fram fer á morgun, laugardag. Gabríel Kristinn Bjarnason, Ísak Aron Jóhannsson, Gunnar Georg Gray, Hugi Rafn Stefánsson og Wiktor Pálsson. Samsett mynd

Þessa dagana fara fram keppnirnar Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins sem eru í umsjón Klúbbs matreiðslumeistara. Forkeppnin fyrir Kokk ársins fór fram í gær, fimmtudaginn 27. mars, og því ljóst hvaða fimm fara áfram í aðalkeppnina sem fram fer á laugardaginn 29. mars næstkomandi.

Í verslunin Ikea hafa verið sett upp 5 keppniseldhús þar sem gengið er út úr versluninni inn á sjálfsafgreiðslulagerinn.

„Það er frábært að fylgjast með starfsfólki Ikea setja upp og taka niður þessi eldhús, þau nálgast verkefnið af mikilli fagmennsku og reynslu,“ segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara.

„Í gær fór fram forkeppnin fyrir Kokk ársins sem var æsispennandi og kokkarnir tjölduðu öllu til. Krafan í forkeppninni var að keppandi notaði þorskhnakka, svínasíðu, jarðskokka og blöðrukál. Fyrstu skil voru klukkan 13.15 og síðustu klukkan 15:15,“ bætir Þórir við.

Keppendur voru eftirfarandi:

  • Bjarni Ingi Sigurgíslason, Veislulist
  • Gabríel Kristinn Bjarnason, Expert
  • Gunnar Georg Gray, Brút
  • Hugi Rafn Stefánsson, Fröken Reykjavík
  • Ísak Aron Jóhannsson, Múlakaffi
  • Jafet Bergmann Viðarsson, Torfhús
  • Kristín Birta Ólafsdóttir, Grand hótel
  • Wiktor Pálsson, Lola

Þeir sem komumst áfram og keppa á laugardaginn eru:

  • Gunnar Georg Gray, Brut
  • Gabríel Kristinn Bjarnason, Expert
  • Hugi Rafn Stefánsson, Fröken Reykjavík
  • Ísak Aron Jóhannsson, Múlakaffi
  • Wiktor Pálsson, Lola

Keppnin Grænmetiskokkur ársins fer fram í dag

Í dag, föstudag, fer fram keppnin um Grænmetiskokk ársins. Þar eru fjórir keppendur skráðir til leiks en þeir eru:

  • Andrés Björgvinsson, Lux veitingar
  • Dominika Kulinska, Mötuneyti sveitarfélagsins Stykkishólms
  • Kamil Ostrowski, Brak
  • Monica Daniela Panait, Hótel Geysir

Keppendur hafa 5 klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með 5 mínútna millibili.

Eldaður er þriggja rétta matseðill fyrir 12 manns sem samanstendur af eftirfarandi grunnhráefnum:

Forréttur:

  • Tómatur
  • Fennil
  • Blaðsellerý

Aðalréttur:

  • Arborio grjón
  • Hvítur spergill
  • Grasker

Eftirréttur:

  • Basil
  • Jarðarber
  • Rjómaostur

Úrslit í báðum keppnum verða kunngjörð í Bjórgarðinum klukkan 18:00 á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert