Þessa dagana fara fram keppnirnar Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins sem eru í umsjón Klúbbs matreiðslumeistara. Forkeppnin fyrir Kokk ársins fór fram í gær, fimmtudaginn 27. mars, og því ljóst hvaða fimm fara áfram í aðalkeppnina sem fram fer á laugardaginn 29. mars næstkomandi.
Í verslunin Ikea hafa verið sett upp 5 keppniseldhús þar sem gengið er út úr versluninni inn á sjálfsafgreiðslulagerinn.
„Það er frábært að fylgjast með starfsfólki Ikea setja upp og taka niður þessi eldhús, þau nálgast verkefnið af mikilli fagmennsku og reynslu,“ segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara.
„Í gær fór fram forkeppnin fyrir Kokk ársins sem var æsispennandi og kokkarnir tjölduðu öllu til. Krafan í forkeppninni var að keppandi notaði þorskhnakka, svínasíðu, jarðskokka og blöðrukál. Fyrstu skil voru klukkan 13.15 og síðustu klukkan 15:15,“ bætir Þórir við.
Keppendur voru eftirfarandi:
Þeir sem komumst áfram og keppa á laugardaginn eru:
Í dag, föstudag, fer fram keppnin um Grænmetiskokk ársins. Þar eru fjórir keppendur skráðir til leiks en þeir eru:
Keppendur hafa 5 klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með 5 mínútna millibili.
Eldaður er þriggja rétta matseðill fyrir 12 manns sem samanstendur af eftirfarandi grunnhráefnum:
Forréttur:
Aðalréttur:
Eftirréttur:
Úrslit í báðum keppnum verða kunngjörð í Bjórgarðinum klukkan 18:00 á laugardaginn.