Ævintýralega góðar snickers brownies

Þessar brownies eru ævintýralegar góðar og þeir sem elska súkkulaði …
Þessar brownies eru ævintýralegar góðar og þeir sem elska súkkulaði og jarðhnetur munu kolfalla fyrir þessum. Ljósmynd/Valgerður Gréta Gröndal

Þeir sem elska allt sem er með súkkulaði, jarðhnet­um og kara­mellu verða ánægðir með þessa snickers brownies sem koma úr smiðju Val­gerðar Grétu Grön­dal, bet­ur þekkt sem Valla Grön­dal. Þess­ar brownies toppa lík­lega allt og það sem meira er, þær eru veg­an og æv­in­týra­lega góðar.

Þær eru hreint sæl­gæti og áferðin svo góð. Fyrst kem­ur þétt­ur og bragðmik­ill brownie botn. Ofan á hann kem­ur kara­mell­an en hún er meðal ann­ars gerð úr döðlum, hafr­ar­jóma og hnetu­smjöri. Þar næst koma salt­hnet­ur sem þrýst er aðeins ofan í kara­mell­una og svo er súkkulaði ganache kremi smurt ofan á.

Valla er á því að það sé þess virði að nostra við þess­ar, þó að það þurfi smá­veg­is handa­vinnu til. Þær séu í raun of góðar til að sleppa þeim.

Hér má láta freistinguna ráða för.
Hér má láta freist­ing­una ráða för. Ljós­mynd/​Val­gerður Gréta Grön­dal

Ævintýralega góðar snickers brownies

Vista Prenta

Snickers brownies

  • 330 g syk­ur
  • 120 ml vatn
  • 2 msk. möluð hör­fræ
  • 5 msk. vatn
  • 125 ml jurta­ol­ía
  • 1 msk. vanillu­drop­ar
  • 75 g kakó
  • 180 g hveiti
  • ½ tsk. sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 175°C blást­ur.
  2. Klæðið fer­kantað form sem er um það bil 23 cm á hverja hlið með bök­un­ar­papp­ír.
  3. Hrærið sam­an möluðum hör­fræj­um og 5 msk. af vatni og setjið til hliðar.
  4. Setjið syk­ur­inn og ½ bolla af vatni sam­an í lít­inn pott og sjóðið sam­an í 5 mín­út­ur eða þar til syk­ur­inn er upp­leyst­ur og sírópið aðeins farið að þykkna.
  5. Sigtið hveitið og kakóið sam­an í skál og bætið við salti.
  6. Setjið sírópið sam­an við þur­refn­in ásamt ol­í­unni og vanillu­drop­um.
  7. Hrærið með sleif þar til deigið er orðið sam­fellt.
  8. Setjið deigið í formið og smyrjið það út, at­hugið að það stífn­ar frek­ar fljótt.
  9. Bakið í 25 mín­út­ur.
  10. Á meðan þið bíðið er gott að huga að kara­mellu­fyll­ing­unni.
  11. Þegar brownie-botn­inn er til­bú­inn þarf að kæla hann al­veg.

Kara­mellu­fyll­ing

  • 330 g döðlur + vatn
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 150 g Oatly visp hafr­ar­jómi
  • 250 g hnetu­smjör frá Ra­punzel
  • ¼ bolli hlyns­íróp
  • ¼ tsk. sjáv­ar­salt
  • 130 g salt­hnet­ur

Aðferð:

  1. Setjið döðlurn­ar í pott og látið kalt vatn renna yfir þær.
  2. Látið suðu koma upp á döðlun­um og slökkvið svo und­ir. Látið þær liggja í heitu vatn­inu í 2-3 mín­út­ur.
  3. Hellið vatn­inu af og setjið döðlurn­ar í bland­ara ásamt rest­inni af inni­halds­efn­un­um fyr­ir utan salt­hnet­urn­ar.
  4. Látið bland­ar­ann vinna þar til kara­mell­an er orðin sam­felld og mjúk.
  5. Smyrjið kara­mell­unni yfir brownie-botn­inn og stráið salt­hnet­un­um jafnt yfir.
  6. Þrýstið aðeins á hnet­urn­ar svo þær sökkvi aðeins í kara­mell­una.
  7. Kælið í 2-3 klukku­stund­ir.

Súkkulaðig­anache

  • 140 g dökkt súkkulaði (má vera hvaða % sem er, Valla notaði blöndu af 70% og 56%)
  • 1 ferna Oatly visp hafr­ar­jómi
  • 2 msk. hlyns­íróp
  • 25 g veg­an smjör
  • Salt­hnet­ur til skrauts

Aðferð:

  1. Saxið súkkulaðið og setjið í skál yfir vatnsbaði.
  2. Bætið smjör­inu og hlyns­írópi út í skál­ina.
  3. Bræðið allt sam­an og hrærið vel í.
  4. Hitið oatly rjómann að suðu en leyfið hon­um ekki að sjóða.
  5. Setjið hann út í súkkulaðiblönd­una og blandið vel sam­an með töfra­sprota.
  6. Þegar súkkulaðikremið er orðið slétt og sam­fellt hættið þá að hræra í því með töfra­sprot­an­um.
  7. Takið sleikju og hrærið var­lega í súkkulaðinu til þess að minnka loft­ból­urn­ar.
  8. Leyfið krem­inu að kólna, það stífn­ar við það.
  9. Þegar brownie-botn­inn með kara­mell­unni er bú­inn að vera í kæli í 2-3 klukku­stund­ir, smyrjið þá krem­inu yfir kara­mell­una og skreytið með söxuðum salt­hnet­um.
  10. Leyfið kök­unni að hvíla í kæli í 2-3 klukku­stund­ir, jafn­vel yfir nótt.
  11. Skerið í bita og njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert