Beint: Keppnin Kokkur ársins er hafin

Gabríel Kristinn Bjarnason, Ísak Aron Jóhannsson, Gunnar Georg Gray, Hugi …
Gabríel Kristinn Bjarnason, Ísak Aron Jóhannsson, Gunnar Georg Gray, Hugi Rafn Stefánsson og Wiktor Pálsson eru þeir fimm sem keppa um titilinn Kokkur ársins 2025 í dag. Samsett mynd

Í dag fer fram keppnin um Kokk ársins í versluninni IKEA í Garðabæ og mikið verður um dýrðir enda fimm framúrskarandi kokkar að etja kappi. Ljóst er að keppnin verður afar hröð og æsispennandi.

Keppnin hófst klukkan 9 í morgun en verslun IKEA opnar klukkan 11:00 og þá geta allir komið og fylgst með keppninni en henni er einnig streymt beint hér á mbl.is.

IKEA hefur sett upp 5 keppniseldhús þar sem gengið er út úr versluninni inn á sjálfsafgreiðslulagerinn.

„Það er frábært að fylgjast með starfsfólki IKEA setja upp og taka niður þessi eldhús, þau nálgast verkefnið af mikilli fagmennsku og reynslu,“ segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, en klúbburinn stendur fyrir keppninni.

 

Þessi fimm keppa um titilinn

Forkeppni fór fram á fimmtudaginn síðastliðinn og þeir sem komust áfram og etja kappi í dag eru hér í starfsrófsröð:

  • Gabríel Kristinn Bjarnason frá Expert
  • Gunnar Georg Gray frá Brút
  • Hugi Rafn Stefánsson frá Fröken Reykjavík
  • Ísak Aron Jóhannsson frá Múlakaffi
  • Wiktor Pálsson frá Lola

Skylduhráefni í keppninni í dag eru listuð hér að neðan en öll þessi hráefni þurfa að sjást og bragðast þegar dómari fær lokadisk. Keppninni lýkur um klukkan 16.30 í dag og verður verðlaunaafhending í Bjórgarðinum, Fosshólmi Reykjavík, klukkan 19.00 í kvöld.

Forréttur:

  • Kalkúnalæri
  • Pak choi íslenskt
  • Gulrætur
  • Smjördeig

Aðalréttur:

  • Skötuselur
  • Svartrót
  • Toppkál
  • Mórelusveppir

Hlíðardiskur/skál

  • Skötuselskinnar
  • Feykir ostur

Eftirréttur

  • Hafþyrnisber frosinn
  • Cacao barry Súkkulaði hvítt/saltkaramellu Zephyr 35%
  • Pistasíupaste
  • Fáfnisgras
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka