Í gær, föstudaginn 28. mars, fór fram keppnin um Grænmetiskokk ársins sem haldin var í versluninni IKEA í Garðabæ. Fjórir keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig allir með miklum sóma. Grænmetisréttirnir voru hver öðrum girnilegri og fallega bornir fram.
Þau tóku þátt:
Keppendur höfðu 5 klukkutíma til undirbúnings og voru ræstir með 5 mínútna millibili.
Eldaður var þriggja rétta matseðill fyrir 12 manns sem samanstóð af eftirfarandi grunnhráefnum sem voru skylduhráefni:
Forréttur
Aðalréttur
Eftirréttur
Úrslitin verða kunngjörð á sama tíma og Kokkur ársins 2025 verður afhjúpaður í Bjórgarðinum klukkan 19:00 í kvöld, laugardag.
Hér fyrir neðan má sjá myndaveislu frá keppninni í gær sem ljósmyndarinn Mummi Lú á heiðurinn af. Þær tala sínu máli.