Sjáið myndirnar – Grænmetiskokkur ársins verður kunngjörður í kvöld

Kokkarnir fjórir sem tóku þátt í gær voru Andrés Björgvinsson, …
Kokkarnir fjórir sem tóku þátt í gær voru Andrés Björgvinsson, Dominika Kulinska, Kamil Ostrowski og Monica Daniela Panait. Í kvöld verður ljóst hver verður krýndir Grænmetiskokkur ársins. Samsett mynd/Mummi Lú

Í gær, föstudaginn 28. mars, fór fram keppnin um Grænmetiskokk ársins sem haldin var í versluninni IKEA í Garðabæ. Fjórir keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig allir með miklum sóma. Grænmetisréttirnir voru hver öðrum girnilegri og fallega bornir fram.

Þau tóku þátt:

  • Andrés Björgvinsson, Lux veitingar
  • Dominika Kulinska, Mötuneyti sveitarfélagsins Stykkishólms
  • Kamil Ostrowski, Brak
  • Monica Daniela Panait, Hótel Geysir

Keppendur höfðu 5 klukkutíma til undirbúnings og voru ræstir með 5 mínútna millibili.

Eldaður var þriggja rétta matseðill fyrir 12 manns sem samanstóð af eftirfarandi grunnhráefnum sem voru skylduhráefni:

Forréttur

  • Tómatur
  • Fennil
  • Blaðsellerí

Aðalréttur

  • Arborio grjón
  • Hvítur spergill
  • Grasker

Eftirréttur

  • Basil
  • Jarðarber
  • Rjómaostur

Úrslitin verða kunngjörð á sama tíma og Kokkur ársins 2025 verður afhjúpaður í Bjórgarðinum klukkan 19:00 í kvöld, laugardag.

Hér fyrir neðan má sjá myndaveislu frá keppninni í gær sem ljósmyndarinn Mummi Lú á heiðurinn af. Þær tala sínu máli.

Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka