Andrés er nýkrýndur Grænmetiskokkur ársins 2025

Andrés Björgvinsson frá Lúx-veitingum sigraði keppnina Grænmetiskokkur ársins 2025.
Andrés Björgvinsson frá Lúx-veitingum sigraði keppnina Grænmetiskokkur ársins 2025. Ljósmynd/Mummi Lú

Græn­met­iskokk­ur árs­ins 2025 fór fram í fyrra­dag í versl­un IKEA. Keppn­in var hald­in í sér­út­bún­um keppniseld­hús­um við út­gang versl­un­ar­inn­ar. Verðlauna­af­hend­ing fór fram í Bjórgarðinum í kvöld, þar sem úr­slit­in voru kunn­gjörð.

Andrés Björg­vins­son frá Lúx-veit­ing­um sigraði keppn­ina með glæsi­brag. Andrés mun keppa fyr­ir Íslands hönd á nor­ræna meist­ara­mót­inu Nordic Green Chef, sem haldið verður í Hern­ing í Dan­mörku í mars á næsta ári.

Í öðru sæti var Monica Daniela Panait frá Hót­el Geysi og í þriðja sæti var Kamil Ostrowski frá veit­ingastaðnum Brak.

Kamil Ostrowski frá veitingastaðnum Brak var í þriðja sæti, Monica …
Kamil Ostrowski frá veit­ingastaðnum Brak var í þriðja sæti, Monica Daniela Panait frá Hót­el Geysi í öðru sæti og Andrés sigraði keppn­ina. Ljós­mynd/​Mummi Lú

Alls tóku fjór­ir kepp­end­ur þátt að þessu sinni, Andrés, Dom­inika Kulińska, Kamil og Monica og öll stóðu þau sig framúrsk­ar­andi vel og töfruðu fram girni­leg­um græn­met­is­rétti.

Andrés undirbýr sig með aðstoðarmanni sínum.
Andrés und­ir­býr sig með aðstoðar­manni sín­um. Ljós­mynd/​Mummi Lú
Kamil einbeittur á svip.
Kamil ein­beitt­ur á svip. Ljós­mynd/​Mummi Lú
Monica nýtir sér hrærivélina.
Monica nýt­ir sér hræri­vél­ina. Ljós­mynd/​Mummi Lú


Skyldu­hrá­efni kepp­enda fyr­ir þriggja rétta mat­seðil var eft­ir­far­andi:

For­rétt­ur:

  • Tóm­at­ur, fenn­el og blaðsell­e­rí

Aðal­rétt­ur:

  • Ar­borio hrís­grjón, hvít­ur sperg­ill og grasker

Eft­ir­rétt­ur:

  • Basilíka, jarðarber og rjóma­ost­ur

Hald­in í annað sinn

Var þetta í annað sinn sem keppn­in Græn­met­iskokk­ur árs­ins var hald­in á veg­um Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara. Fyrsta keppn­in fór fram í fyrra, árið 2024, en þá sigraði Bjarki Snær Þor­steins­son og keppti síðan fyr­ir Íslands hönd á Global Veg­an Chef Europe í Rim­ini á Ítal­íu fyrr á þessu ári. Þar hafnaði hann í þriðja sæti í keppn­is­hópn­um Europe North.

Mat­ar­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim öll­um inni­lega til ham­ingju með ár­ang­ur­inn.

Dominika Kulińska komin með eftirréttinn.
Dom­inika Kulińska kom­in með eft­ir­rétt­inn. Ljós­mynd/​Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert