Gabríel vann keppnina Kokkur ársins 2025

Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025 og fagnaði ákaft …
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025 og fagnaði ákaft þegar úrslitin voru kunngjörð í Bjórgarðinum í gærkvöldi. Ljósmynd/Mummi Lú

Í gær, laug­ar­dag­inn 29. mars, fór fram úr­slita­keppn­in um titil­inn Kokk­ur árs­ins 2025. Keppn­in var hald­in í versl­un­inni IKEA og hófst klukk­an 9.00 í gær­morg­un og lauk klukk­an 16.30. Keppn­in var æsispenn­andi og all­ir kepp­end­urn­ir stóðu sig framúrsk­ar­andi vel en sýnt var beint frá keppn­inni í gær á mbl.is.

Að lok­inni keppni fór fram verðlauna­af­hend­ing í Bjórgarðinum, þar sem úr­slit­in voru kunn­gjörð en Þórir Erl­ings­son, for­seti Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara, og Denn­is Rafn yf­ir­dóm­ari keppn­inn­ar kynntu til leiks Kokk árs­ins 2025. Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son landsliðskokk­ur bar sig­ur úr být­um eft­ir harða keppni. Gabrí­el starfar hjá Expert í dag og hef­ur unnið til fleiri verðlauna í mat­reiðslu­keppn­um, meðal ann­ars á Ólymp­íu­leik­un­um í mat­reiðslu í fyrra með ís­lenska kokka­landsliðinu og titil­inn Ung­kokk­ur Norður­land­anna fyr­ir þrem­ur árum.

Í öðru sæti varð Wikt­or Páls­son, sem er nýr meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu og starfar hjá Lola sem er nýr veit­ingastaður sem verður opnaður von bráðar. Þriðja sætið hlaut Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins, en hann starfar í veislu­teym­inu hjá Múlakaffi.

Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara ásamt Ísaki Aroni Jóhannssyni sem …
Þórir Erl­ings­son for­seti Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara ásamt Ísaki Aroni Jó­hanns­syni sem hlaut 3. sætið, Gabrí­eli, nýkrynd­um Kokki árs­ins, Wikt­ori Páls­syni sem hlaut 2. sætið og yf­ir­dóm­ari keppn­inn­ar Denn­is Rafn. Ljós­mynd/​Mummi Lú

Skyldu­hrá­efna­listi í úr­slita­keppni Kokk­ur árs­ins 2025 var eft­ir­far­andi:

For­rétt­ur:

  • Kalk­úna­læri
  • Íslensk­ur pak choi
  • Gul­ræt­ur
  • Smjör­deig

Aðal­rétt­ur:

  • Skötu­sel­ur
  • Svartrót
  • Toppkál
  • Mórelu­svepp­ir
  • Skál/​disk­ur til hliðar
  • Skötu­s­el­skinn­ar
  • Feyk­ir ost­ur

Eft­ir­rétt­ur:

  • Fros­in hafþyrn­is­ber
  • Cacao Barry Zep­hyr 35% hvítt súkkulaði með salt­kara­mellu
  • Pist­asíu­hnetumauk
  • Fáfn­is­gras
Gabríel var einbeittur í eldhúsinu í gær.
Gabrí­el var ein­beitt­ur í eld­hús­inu í gær. Ljós­mynd/​Mummi Lú
Wiktor undirbýr sig í eldhúsinu.
Wikt­or und­ir­býr sig í eld­hús­inu. Ljós­mynd/​Mummi Lú
Ísak Aron einbeittur við störf í eldhúsinu.
Ísak Aron ein­beitt­ur við störf í eld­hús­inu. Ljós­mynd/​Mummi Lú


Dóm­ar­ar í Kokk­ur árs­ins 2025 voru eft­ir­far­andi:

Yf­ir­dóm­ari:

  • Denn­is Rafn

Smakk­dóm­ar­ar:

  • Björn Bragi Braga­son
  • Den­is Grbic
  • Erla Þóra Berg­mann Pálma­dótt­ir
  • Fann­ey Dóra Sig­ur­jóns­dótt­ir
  • Georg Arn­ar Hall­dórs­son
  • Hafliði Hall­dórs­son
  • Há­kon Már Örvars­son
  • Þrá­inn Freyr Vig­fús­son

Eld­hús­dóm­ar­ar:

  • Haf­steinn Ólafs­son
  • Rafn Heiðar Ing­ólfs­son
Dómarar í keppninni Kokkur ársins 2025.
Dóm­ar­ar í keppn­inni Kokk­ur árs­ins 2025. Ljós­mynd/​Mummu Lú

Hef­ur verið hald­in frá ár­inu 1994

Keppn­in Kokk­ur árs­ins var fyrst hald­in árið 1994 og hef­ur hún verið ein mik­il­væg­asta keppni fag­kokka á Íslandi síðan. Á síðasta ári sigraði Hinrik Örn Lárus­son í keppn­inni og keppti fyr­ir Íslands hönd á Global Chef Europe fyrr á þessu ári. Hann kom, sá og sigraði í Europe North-hluta keppn­inn­ar. Hinrik mun síðan keppa í úr­slita­keppni Global Chef sem fer fram í Wales í maí á næsta ári.

Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son, Kokk­ur árs­ins 2025, mun taka þátt í Nordic Chef á næsta ári en þar etja hæfi­leika­rík­ustu kokk­ar Norður­land­anna kappi.

Mat­ar­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim öll­um inni­lega til ham­ingju með ár­ang­ur­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert