Þessar möndlu- og kókoskökur eru alveg dásamlega góðar og eiga við með helgarkaffinu og í páskaboðið. Uppskriftin myndi teljast til hollari smákaka, er glútenlaus og laus við hvítan sykur og kemur úr smiðju Hildar Ómars matarbloggara með meiru.
Þær eru ekki ofursætar en gefa ykkur alveg þessa smákökutilfinningu, stökkar að utan og mjúkar að innan.
Kókos- og möndlusmjörið með döðlunum leikur hér lykilhlutverk sem bæði sætugjafi og bragðbætir en sér líka til þess að þær haldist saman.
Hægt er að fylgjast með matarbloggi Hildar hér.
Möndlu- og kókoskökur
- 1 ½ dl kókosmjöl
- 1 ½ dl möndlumjöl
- ½ dl kókos- og möndlusmjör m/döðlum frá Rapunzel
- 2 msk. hlynsíróp, t.d. frá Rapunzel
- 3 msk. þurrkuð trönuber eða rúsínur
- 1/8 tsk. vanilluduft eða 1/4 tsk. vanilludropar (má sleppa)
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Hráefninu er öllu komið fyrir í stórri skál og hrært vel saman.
- Mótið litlar kúlur, ca 14 stk. og setjið á bökunarplötu.
- Hildi finnst best að þjappa deiginuinn íí litla sleppiskeið.
- Gerið kökurnar svo flatar á bökunarpappírnum með lófanum eða glasi.
- Bakið í ofniviðá 180°C hita í 10 mínútur.
- Takið kökurnar út og leyfið þeim að kólna alveg áður en þær eru bornar fram.