Möndlu- og kókoskökur sem boða komu vorsins

Dýrðlegar möndlu-og kókoskökur sem boða komu vorsins.
Dýrðlegar möndlu-og kókoskökur sem boða komu vorsins. Ljósmynd/Hildur Ómars

Þess­ar möndlu- og kó­kos­kök­ur eru al­veg dá­sam­lega góðar og eiga við með helgarkaff­inu og í páska­boðið. Upp­skrift­in myndi telj­ast til holl­ari smákaka, er glút­en­laus og laus við hvít­an syk­ur og kem­ur úr smiðju Hild­ar Ómars mat­ar­blogg­ara með meiru.

Þær eru ekki of­ur­sæt­ar en gefa ykk­ur al­veg þessa smá­köku­til­finn­ingu, stökk­ar að utan og mjúk­ar að inn­an.

Kó­kos- og möndl­u­smjörið með döðlun­um leik­ur hér lyk­il­hlut­verk sem bæði sætu­gjafi og bragðbæt­ir en sér líka til þess að þær hald­ist sam­an.

Hægt er að fylgj­ast með mat­ar­bloggi Hild­ar hér.

Möndlu- og kó­kos­kök­ur

  • 1 ½ dl kó­kos­mjöl
  • 1 ½ dl möndl­umjöl
  • ½ dl kó­kos- og möndl­u­smjör m/​döðlum frá Ra­punzel
  • 2 msk. hlyns­íróp, t.d. frá Ra­punzel
  • 3 msk. þurrkuð trönu­ber eða rús­ín­ur
  • 1/​8 tsk. vanillu­duft eða 1/​4 tsk. vanillu­drop­ar (má sleppa)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Hrá­efn­inu er öllu komið fyr­ir í stórri skál og hrært vel sam­an.
  3. Mótið litl­ar kúl­ur, ca 14 stk. og setjið á bök­un­ar­plötu.
  4. Hildi finnst best að þjappa deig­inu­inn íí litla sleppiskeið.
  5. Gerið kök­urn­ar svo flat­ar á bök­un­ar­papp­írn­um með lóf­an­um eða glasi.
  6. Bakið í ofniviðá 180°C hita í 10 mín­út­ur.
  7. Takið kök­urn­ar út og leyfið þeim að kólna al­veg áður en þær eru born­ar fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert