„Breki fær stundum að gæða sér á matarleifunum“

Kári Garðarsson framkvæmdastjóru Samtakanna´78 býður upp á vikumatseðilinn að þessu …
Kári Garðarsson framkvæmdastjóru Samtakanna´78 býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. mbl.is/Eyþór

Kári Garðars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna´78, býður upp á vikumat­seðil­inn að þessu sinni en hann elsk­ar að fátt meira en að elda góðan kvöld­verð.

Kári er bú­inn að vera fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna '78 frá því um mitt síðasta sum­ar og unn­ir sér vel í starf­inu.

„Það er virki­lega skemmti­legt og krefj­andi að vera far­inn að vinna að mála­flokki hinseg­in fólks. Dag­arn­ir eru fjöl­breytt­ir og viðburðarík­ir og ég hef kynnst ótrú­leg­um fjölda af kraft­miklu og skemmti­legu fólki á þess­um stutta tíma,“ seg­ir Kári með bros á vör.

„Sam­tök­in '78 vinna al­veg gríðarlega mik­il­vægt starf í að gæta að rétt­ind­um hinseg­in fólks. Fræðslu­starf sam­tak­anna er mjög yf­ir­grips­mikið auk þess sem við þjón­ust­um hinseg­in fólk og aðstand­end­ur þeirra með ráðgjöf sér­fræðinga. Til að standa straum af starf­sem­inni höf­um við sett af stað happ­drætti með glæsi­leg­um vinn­ing­um,“ seg­ir Kári sem er þessa dag­ana á fullu að keyra happ­rættið í gang. Fyr­ir áhuga­sama er hægt að fá miða hér.

Nostra við mat­ar­gerðina

Kári er mik­ill mat­gæðing­ur og nýt­ur þess að eiga góðar stund­ir í eld­hús­inu.

„Ég elska að elda góðan kvöld­mat og gef mér oft drjúg­an tíma við að nostra við mat­ar­gerðina. Mér finnst alltaf gam­an að skoða upp­skrift­ir og prófa nýja hluti í eld­hús­inu og það jafn­ast ekk­ert á við það að bjóða góðum vin­um í heim­sókn í mat­ar­boð. Svo fær hund­ur­inn okk­ar hann Breki stund­um að gæða sér á mat­ar­leif­un­um,“ seg­ir Kári og glott­ir.

Hér er Kári bú­inn að setja sam­an drauma­mat­seðil­inn sinn fyr­ir vik­una.

Mánu­dag­ur – Blóm­káls­steik með hun­angi og hnet­um

„Það jafn­ast ekk­ert á við gott ís­lenskt græn­meti og þessi blóm­káls­steik er al­veg svaka­lega góð. Máltíðin er létt og full­kom­in til að byrja góða viku.“

Þriðju­dag­ur – Kjúk­ling­ur með par­mes­an og jóg­úrtsósu

„Þessi kjúk­linga­rétt­ur er bæði ein­fald­ur og virki­lega góður. Það er bæði frá­bært að hafa hann á boðstóln­um á góðu virku kvöldi en einnig hafa góðir vin­ir oft komið heim til að gæða sér á þess­ari frá­bæru máltíð.“

Miðviku­dag­ur – Lit­ríkt sal­at með app­el­sínu- og engi­fer­dress­ingu

„Þetta ferska og skemmti­lega sal­at leik­ur svo sann­ar­lega við bragðlauk­ana oger full­komið í kvöld­mat­inn í miðri viku.“

Fimmtu­dag­ur – Heima­lagaðar fisk­boll­ur

„Það jafn­ast fátt á við heima­lagaðar fiski­boll­ur eins og amma gerði þær í gamla daga. Lauks­mjörið og ný­upp­tekn­ar ís­lensk­ar kart­öfl­ur með og þá er kom­in full­kom­in máltíð.“

Föstu­dag­ur – Læ­risneiðar í raspi með öllu til­heyr­andi

„Lærissneiðar í raspi eins og pabbi gamli græjaði svo oft þegar ég var lít­ill. Hér er Al­bert Ei­ríks mat­gæðing­ur með al­veg hreint frá­bæra upp­skrift sem klikk­ar hrein­lega aldrei.“

Laug­ar­dag­ur – Græn­met­islas­anja

„Á laug­ar­dags­kvöld­um er gott að safna sam­an hell­ing af fersku græn­meti og gera þetta frá­bæra græn­met­islas­anja. Gott hvít­lauks­brauð með og mat­ar­mikið sal­at og máltíðin slær í gegn.“

Sunnu­dag­ur – Nauta­steik með öllu

„Það er al­veg týpískt að enda vik­una á góðri nauta­steik með öllu því meðlæti sem hug­ur­inn girn­ist. Full­kom­in leið til að und­ir­búa sig fyr­ir kom­andi viku.“

 

 

 

 

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert