Það styttist óðfluga í páskana svo matarvefurinn á eftir að verða fullur af dýrðlegum páskakræsingum sem fanga bæði augu og munn næstu daga og vikur.
Uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Hreiðar hjá Gotterí og gersemar mun enginn svíkja.
Fangar bæði augu og munn.
Ljósmynd/Berglind Hreiðars
Páskarnir eru súkkulaðihátíð og þá má leyfa sér mikið súkkulaðiát.
Sjáið hvernig Berglind gerir hér:
Súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi
Súkkulaðikökubotnar
- 240 g hveiti
- 80 g Síríus bökunarkakó
- 2 tsk. matarsódi
- 1 tsk. lyftiduft
- 290 g sykur
- 60 g púðursykur
- 1 tsk. salt
- 240 g súrmjólk
- 110 g ljós matarolía
- 3 egg
- 2 tsk. vanilludropar
- 240 g sjóðandi vatn
Aðferð:
- Hitið ofninn í 160°C.
- Setjið bökunarpappír í botninn á 3 x 15 cm smelluformum og spreyið að innan með matarolíuspreyi.
- Sigtið hveiti, bökunarkakó, matarsóda og lyftiduft saman í hrærivélarskálina og blandið síðan báðum tegundum af sykri og salti saman við.
- Blandið súrmjólk, matarolíu, eggjum og vanilludropum saman í aðra skál og pískið saman.
- Hrærið þurrefnunum saman á lægstu stillingu með K-inu í hrærivélinni og hellið súrmjólkurblöndunni varlega saman við á meðan.
- Næst má hella heitu vatninu í mjórri bunu út í, blanda vel og skafa niður á milli.
- Skiptið þá í formin þrjú, það fara um 450 g í hvert form.
- Bakið í 20-25 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsu á en ekki blautu deigi.
- Kælið stutta stund, takið næst úr formunum og færið yfir á kæligrind þar til botnarnir kólna alveg. Þá má skera aðeins ofan af þeim til að slétta þá.
Súkkulaðismjörkrem
- 200 g Síríus suðusúkkulaði
- 50 ml rjómi
- 340 g smjör (kalt smjör í teningum)
- 590 g flórsykur
- 3 tsk. vanilludropar
- ¼ tsk. salt
Aðferð:
- Brjótið súkkulaðið niður og bræðið ásamt rjómanum (í örbylgjuofni eða potti), hrærið reglulega í á meðan þar til það er bráðið.
- Geymið og leyfið að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.
- Þeytið smjörið í um 5 mínútur þar til það verður létt í sér, skafið reglulega niður á milli.
- Blandið súkkulaðiblöndunni næst saman við í nokkrum skömmtum, þeytið og skafið niður á milli.
- Næst má setja flórsykurinn í nokkrum skömmtum saman við og að lokum vanilludropa og salt.
- Gott er að sigta flórsykurinn fyrst.
- Hrærið allt saman í nokkrar mínútur þar til það er létt og ljóst, notið síðan sleikju til að vefja því saman og taka mesta loftið úr kreminu áður en þið smyrjið á kökuna.
Samsetning
- Smyrjið smá kremi á kökudisk og setjið fyrsta botninn þar ofan á.
- Smyrjið vænu lagi af kremi á milli og endurtakið þar til allir 3 botnarnir eru komnir.
- Smyrjið þá þunnu lagi af kremi utan um alla kökuna, skafið vel af fyrir „nakta köku“ en að sjálfsögðu má hafa þykkara lag af kremi sé þess óskað.
- Smyrjið einnig yfir toppinn og sléttið úr kreminu eins og hægt er og takið umfram krem af kantinum/toppinum.
- Kælið kökuna í um 15 mínútur og setjið síðan á hana ganaché og skreytið.
Ganaché og skreyting
- 100 g Síríus suðusúkkulaði
- 60 ml rjómi
- Síríus, lítil páskaegg með mjólkursúkkulaði
- Síríu,s lítil páskaegg með dökku súkkulaði
- Fersk blóm að eigin vali
Aðferð:
- Saxið suðusúkkulaðið smátt niður og setjið í skál.
- Hitið rjómann að suðu, hellið yfir súkkulaðið og pískið saman þar til slétt súkkulaðibráð hefur myndast.
- Hellið yfir kælda kökuna og látið aðeins leka fram af toppinum.
- Skreytið meðsúkkulaðipáskaeggjumm og ferskum blómum.
- Berið fram á fallega skreytt borð og njótið.