Ómótstæðilegt og vorlegt burrata-salat með appelsínum

Ómótstæðilega gott salat með burrata-osti og appelsínum sem boðar komu …
Ómótstæðilega gott salat með burrata-osti og appelsínum sem boðar komu vorsins. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Burrata hefur flogið hátt síðustu misseri hjá landsmönnum og hefur án efa verið einn vinsælasti ostur landsins. Burrata er fersk mozzarellakúla sem inniheldur með milda rjómaostafyllingu og það er galdurinn bak við vinsældirnar.

Nú er hægt að fá dós með tveimur litlum kúlum sem henta vel í smárétti, með salatinu og góðu brauði. Helena Gunnarsdóttir hjá Eldhúsperlum er búin að prófa þessar kúlur og er mjög hrifin. Hún paraði til að mynda kúlurnar með appelsínum og gerði úr ostinum og þeim ferskan og litríkan forrétt sem boðar vorið líkt og lóan.

Uppskriftin er afar einföld og hver og einn getur valið magnið.

Burrata með appelsínum

  • litlar burratakúlur
  • appelsínur
  • blóðappelsínur
  • basilíka
  • valhnetur
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Hér fer magnið alveg eftir fjölda þeirra sem eru að fara að borða góðgætið og hvort rétturinn er ætlaður sem smáréttur á hlaðborði, léttur réttur til að deila eða bara sem heil máltíð.
  2. Skerið hýðið utan af appelsínunum og skerið í þunnar sneiðar.
  3. Dreifið ferskri basilíku yfir en hér má líka nota mintu.
  4. Saxið valhnetur og setjið yfir appelsínurnar.
  5. Kryddið með smá salti og pipar og hellið smá ólífuolíu yfir.
  6. Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert