Ómótstæðilegt og vorlegt burrata-salat með appelsínum

Ómótstæðilega gott salat með burrata-osti og appelsínum sem boðar komu …
Ómótstæðilega gott salat með burrata-osti og appelsínum sem boðar komu vorsins. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Burrata hef­ur flogið hátt síðustu miss­eri hjá lands­mönn­um og hef­ur án efa verið einn vin­sæl­asti ost­ur lands­ins. Burrata er fersk mozzar­ellakúla sem inni­held­ur með milda rjóma­osta­fyll­ingu og það er gald­ur­inn bak við vin­sæld­irn­ar.

Nú er hægt að fá dós með tveim­ur litl­um kúl­um sem henta vel í smá­rétti, með sal­at­inu og góðu brauði. Helena Gunn­ars­dótt­ir hjá Eld­húsperl­um er búin að prófa þess­ar kúl­ur og er mjög hrif­in. Hún paraði til að mynda kúl­urn­ar með app­el­sín­um og gerði úr ost­in­um og þeim fersk­an og lit­rík­an for­rétt sem boðar vorið líkt og lóan.

Upp­skrift­in er afar ein­föld og hver og einn get­ur valið magnið.

Ómótstæðilegt og vorlegt burrata-salat með appelsínum

Vista Prenta

Burrata með app­el­sín­um

  • litl­ar burra­ta­kúl­ur
  • app­el­sín­ur
  • blóðapp­el­sín­ur
  • basilíka
  • val­hnet­ur
  • ólífu­olía
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Hér fer magnið al­veg eft­ir fjölda þeirra sem eru að fara að borða góðgætið og hvort rétt­ur­inn er ætlaður sem smá­rétt­ur á hlaðborði, létt­ur rétt­ur til að deila eða bara sem heil máltíð.
  2. Skerið hýðið utan af app­el­sín­un­um og skerið í þunn­ar sneiðar.
  3. Dreifið ferskri basilíku yfir en hér má líka nota mintu.
  4. Saxið val­hnet­ur og setjið yfir app­el­sín­urn­ar.
  5. Kryddið með smá salti og pip­ar og hellið smá ólífu­olíu yfir.
  6. Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert