Grísblómið ekkert aprílgabb

Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að ísblómið með beikoni sé …
Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að ísblómið með beikoni sé ekkert aprilgabb heldur raunveruleikinn. Samsett mynd

Í gær, 1. apríl, hóf Bónus sölu á Grísblómi sem er ísblóm með beikonbragði. Ísinn er framleiddur í samstarfi við Emmess ís. Margir héldu að varan væri aprílgabb en svo er alls ekki. Grísblóm er til sölu í öllum Bónus-búðum um land allt að því fram kemur í tilkynningu frá Bónus.

„Okkur langaði að koma viðskiptavininum á óvart og prófa að búa til ís með beikonbragði,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus. „Við erum alltaf að leita leiða til að gleðja viðskiptavini okkar, ekki aðeins með því að bjóða upp á ódýrar vörur heldur einnig með vöruúrvali,“ segir hann.

Björgvin Víkingsson er framkvæmdastjóri Bónus.
Björgvin Víkingsson er framkvæmdastjóri Bónus. mbl.is/Árni Sæberg

Hugmyndin að Grísblómi var því að vekja upp bros hjá viðskiptavinum. „Þetta er bara eitt skot, verður bara til í takmarkaðan tíma þannig að þetta er svolítið svona fyrstur kemur fyrstur fær dæmi,“ segir Björgvin.

Þeir sem elska beikon munu elska þetta

Grísblómið er til sölu í öllum verslunum Bónus meðan birgðir endast en í gær seldust nokkur hundruð stykki.

En hvernig skyldi ís með beikonbragði svo smakkast? „Ég held að þetta sé svona ást/hatur dæmi. Þetta er sætt á móti söltu. Þeir sem elska beikon munu elska þetta líka en það er um að gera að smakka bara,“ segir Björgvin að lokum og hlær.

Ísblóm með beikoni er nýjasta varan frá Bónus og margir …
Ísblóm með beikoni er nýjasta varan frá Bónus og margir eiga eflaust eftir að eiga í ástarsambandi við þennan ís. Ljósmynd/Aðsend

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert