Lúða í súrsætri sósu sem sló í gegn

Lúða í súrsætri sósu borin fram með hrísgrjónum sem kemur …
Lúða í súrsætri sósu borin fram með hrísgrjónum sem kemur úr smiðju Andreu Gunnarsdóttur. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Á dög­un­um bauð Andrea Gunn­ars mat­ar­blogg­ari upp á lúðu í súr­sætri sósu sem sló ræki­lega í gegn á henn­ar heim­ili. Upp­skrift­ina fann hún á ver­ald­ar­vefn­um og þar sem hún er hrif­in af asískri mat­ar­gerð ákvað hún að prófa.

Hún gerði upp­skrift­ina að sinni og breytti lít­il­lega með góðri út­komu og nú er þessi rétt­ur mat­reidd­ur reglu­lega fjöl­skyldumeðlim­um til mik­ill­ar ánægju.

Lúða í súrsætri sósu sem sló í gegn

Vista Prenta

Lúða í súr­sætri sósu

Lúðan

  • 900 g smá­lúða, roðflett og skor­in í 1,5 cm bita
  • ½ bolli korn­sterkja

Aðferð:

  1. Blandið þessu sam­an í skál og setjið til hliðar.

Súr­sæt sósa

  • 1 msk. korn­sterkja
  • ¼ bolli ljós púður­syk­ur (ef þið eigið hann ekki, notið þá bara hvít­an syk­ur)
  • ¼bolli sojasósa
  • 4 msk. tóm­atsósa
  • ¼ bolli epla­e­dik
  • ½ bolli kjúk­linga­soð

Aðferð:

  1. Blandið öllu sam­an í skál og setjið til hliðar.

Steikt græn­meti

  • 1 rauð paprika, skor­in í ten­inga
  • 1 græn paprika, skor­in í ten­inga
  • 1 lauk­ur, skor­inn í bita
  • 1 búnt vor­lauk­ur, sneidd­ur
  • ½ bolli salt­hnet­ur (má sleppa)
  • 2 sóló hvít­lauk­ar, fín­hakkaðir
  • 4 msk. bragðdauf olía

Eld­un og sam­setn­ing á fisk­rétt­in­um

  1. Hitið pönnu þar til pann­an er orðin mjög heit.
  2. Setjið þá 2 msk. af olíu á pönn­una og lækkið hit­ann á miðlungs­há­an.
  3. Steikið helm­ing­inn af lúðubit­un­um á pönn­unni í 2-4 mín­út­ur á hvorri hlið.
  4. Takið af pönn­unni, setjið til hliðar, setjið 2 msk. af olíu á pönn­una og end­ur­takið þetta skref með hinn helm­ing­inn af lúðunni.
  5. Þegar lúðan er til­bú­in er hit­inn á pönn­unni hækkaður og paprik­ur, lauk­ur, vor­lauk­ur og hvít­lauk­ur steikt í 2-3 mín­út­ur.
  6. Bætið salt­hnet­um á pönn­una, séu þær notaðar, og blandið öllu vel sam­an.
  7. Hellið sós­unni yfir þetta og látið hana þykkna aðeins.
  8. Bætið lúðunni á pönn­una og látið allt malla sam­an í 2 mín­út­ur.
  9. Berið strax fram með hrís­grjón­um og sojasósu og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert