Súkkulaði-chiagrautur í uppáhaldi hjá Önnu Eiríks

Anna Eiríks býður upp á þennan dásamlega súkkulaði-chiagraut sem hún …
Anna Eiríks býður upp á þennan dásamlega súkkulaði-chiagraut sem hún toppar með bönunum og kókos. Samsett mynd

Anna Eiríks, eigandi annaeiriks.is, er algjör súkkulaðigrís og heldur mikið upp á þennan súkkulaði-chiagraut. Hún deilir gjarnan sínum uppáhaldsuppskriftum með fylgjendum sínum á Instagramsíðu sinni hér.

Þetta er dásamlega góður súkkulaði-chiagrautur og það er mjög mikið og gott súkkulaðibragð af honum.

„Best er að útbúa hann kvöldinu áður en þið ætlið að fá ykkur hann. Ég tek þennan stundum með mér í nesti og líður eins og ég sé að borða eftirrétt,“ segir Anna.

Súkkulaði-chiagrautur

Fyrir 1-2

  • 1/3 bolli chiafræ
  • 1/3 bolli kakó
  • 1 1/2 bolli möndlumjólk
  • Væn skvetta Akasíu hunang
  • 1 tsk. vanilludropar

Ofan á:

  • nokkrar sneiðar af banana
  • kókosmjöl eftir smekk

Aðferð:

  1. Hrærið öllu saman í lokaða krukku.
  2. Setjið í ísskáp yfir nótt eða að lágmarki 2 klukkustundir.
  3. Toppið grautinn nokkrum bananasneiðum og kókosmjölu eða með því sem ykkur þykir gott.
  4. Njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert