Súkkulaði-chiagrautur í uppáhaldi hjá Önnu Eiríks

Anna Eiríks býður upp á þennan dásamlega súkkulaði-chiagraut sem hún …
Anna Eiríks býður upp á þennan dásamlega súkkulaði-chiagraut sem hún toppar með bönunum og kókos. Samsett mynd

Anna Ei­ríks, eig­andi anna­eiriks.is, er al­gjör súkkulaðig­rís og held­ur mikið upp á þenn­an súkkulaði-chia­graut. Hún deil­ir gjarn­an sín­um upp­á­halds­upp­skrift­um með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gramsíðu sinni hér.

Þetta er dá­sam­lega góður súkkulaði-chia­graut­ur og það er mjög mikið og gott súkkulaðibragð af hon­um.

„Best er að út­búa hann kvöld­inu áður en þið ætlið að fá ykk­ur hann. Ég tek þenn­an stund­um með mér í nesti og líður eins og ég sé að borða eft­ir­rétt,“ seg­ir Anna.

Súkkulaði-chiagrautur í uppáhaldi hjá Önnu Eiríks

Vista Prenta

Súkkulaði-chia­graut­ur

Fyr­ir 1-2

  • 1/​3 bolli chia­fræ
  • 1/​3 bolli kakó
  • 1 1/​2 bolli möndl­umjólk
  • Væn skvetta Akas­íu hun­ang
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar

Ofan á:

  • nokkr­ar sneiðar af ban­ana
  • kó­kos­mjöl eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hrærið öllu sam­an í lokaða krukku.
  2. Setjið í ís­skáp yfir nótt eða að lág­marki 2 klukku­stund­ir.
  3. Toppið graut­inn nokkr­um ban­anasneiðum og kó­kos­mjölu eða með því sem ykk­ur þykir gott.
  4. Njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert