Bragðsprengja fyrir páskana - Lion-ís með Quality Street karamellusósu

Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditori er snillingur að búa …
Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditori er snillingur að búa til eftirrétti sem bráðna í munni. Hér er hún búin að búa til lion-ís og laga karamellusósu sem er algjör bragðsprengja. Samsett mynd

Lion-ís­inn er hinn full­komni eft­ir­rétt­ur um pásk­ana ef þig vant­ar ein­fald­an eft­ir­rétt sem heill­ar alla við mat­ar­borðið og skap­ar hina full­komnu bragðupp­lif­un. Ísinn er rjóma­kennd­ur og er hver biti full­ur af mjúk­um Lion-bar-smá­bit­um.

Heiður­inn af upp­skrift­inni á hún Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir, bak­ari og konditor, sem les­end­ur mat­ar­vefs mbl.is kann­ast ef­laust við.

Silkimjúka kara­mellusós­an til að para við ís­inn er gerð úr hinum klass­ísku Quality Street-kara­mell­um. Sós­an er ein­föld í und­ir­bún­ingi en hún teng­ir vel sam­an bragð og minn­ing­ar sem ger­ir eft­ir­rétt­inn ómót­stæðileg­an.

Bragðsprengja fyrir páskana - Lion-ís með Quality Street karamellusósu

Vista Prenta

Lion-ís

  • 2,5 dl rjómi
  • 1 egg
  • 1 eggj­ar­auða
  • 70 g syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur
  • 6 – 7 stk. Lion bar

Aðferð:

  1. Stífþeytið vanillu­syk­ur­inn og rjómann.
  2. Í ann­arri skál, þeytið sam­an eggið, eggj­ar­auðuna og syk­ur­inn þar til það er létt og ljóst.
  3. Blandið þessu síðan var­lega sam­an.
  4. Skerið Lion í mis­stóra bita, og hellið út í.
  5. Setjið í viðeig­andi form og frystið í sól­ar­hring.
  6. Njótið með Quality Street kara­mellusósu, sjá upp­skrift fyr­ir neðan.

Quality Street kara­mellusósa

  • 10 stk. Quality Street kara­mellu­mol­ar
  • 50 g rjómi

Aðferð:

  1. Hitið sam­an í potti og blandið þar til kara­mell­an bráðnar.
  2. Berið kara­mellusós­una fram í fal­legri könnu og hafið til hliðar með ísn­um.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert