Nýr kaffidrykkur frumsýndur á DesignTalks í Hörpu

Ragnheiður Skúladóttir tók vel á móti gestum á Kaffibar Lavazza, …
Ragnheiður Skúladóttir tók vel á móti gestum á Kaffibar Lavazza, sem er samstarfsaðili HönnunarMars, í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Ítalski kaffifram­leiðand­inn Lavazza er sam­starfsaðili Hönn­un­ar­Mars í ár, líkt og í fyrra, og er í ár einnig í sam­starfi við lista­kon­una Maríu Guðjohnsen. Í gær var Hönn­un­ar­Marz-drykk­ur­inn frum­sýnd­ur á Design­Talks í Hörpu með pomp og prakt og beðið var í röðum eft­ir smakki.

Upp­runi þema verks­ins

María hef­ur hannað víd­eó­verk og gagn­virkt veggl­ista­verk sem er staðsett á gafli Lauga­vegs 3, við Skóla­vörðustíg. Þema Hönn­un­ar­Mars í ár er „Upp­runi“ en verkið túlk­ar upp­runa og hringrás kaffi­plönt­unn­ar; frá blómi, beri og að rist­un baun­ar­inn­ar.

Nýi kaffidrykkurinn sem gladdi gesti.
Nýi kaffi­drykk­ur­inn sem gladdi gesti. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„María kaf­ar abstrakt inn í umbreyt­ingu kaff­is; frá upp­runa þess sem hrá­efni af jörðu, til fljót­andi orku. Í hringiðu hvers­dags­ins gleym­ist að staldra við og huga að því hvað ligg­ur að baki þessa staðfasta drykks sem leik­ur svo stórt hlut­verk auka­leik­ara í okk­ar dag­lega lífi,“ seg­ir Ragn­heiður Skúla­dótt­ir vörumerkja­stjóri hjá Danól.

Kaffið rann út eins og heitar lummur.
Kaffið rann út eins og heit­ar lumm­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þróuðu drykk sem fang­ar þemað

Kaffisér­fræðing­ar Lavazza hafa í til­efni hátíðar­inn­ar þróað kaffi­drykk sem fang­ar þemað; upp­runi.

„Drykk­ur­inn er kald­ur kaffi­drykk­ur með espresso, kó­kos­vatni og Pand­ans­írópi. Pand­an (Pand­an­us amarylli­folius) er planta sem vex í suðaust­ur og suður Asíu. Hún er þekkt fyr­ir sæta bragðtóna sem minna á jarðhnet­ur og vanillu, og er mikið notuð í asískri mat­ar­gerð. Plant­an er lit­sterk og smit­ar út frá sér græn­an lit sem ein­kenn­ir þá rétti sem Pand­an er notuð í. Suðaust­ur Asía er eitt af þeim svæðum þar sem kaffi­baun­ir Lavazza draga upp­runa sinn, og því er mjög viðeig­andi að tengja sam­an kaffi og Pand­an,“ seg­ir Ragn­heiður og bros­ir.

Fjölmargir lögðu leið sína á Kaffibarinn á HönnunarMars opnunarhófinu.
Fjöl­marg­ir lögðu leið sína á Kaffi­bar­inn á Hönn­un­ar­Mars opn­un­ar­hóf­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Eins og áður sagði var drykk­ur­inn frum­sýnd­ur á Design­Talks í Hörpu í gær, en kaffi­b­arþjón­ar Lavazza bjóða gest­um að smakka drykk­inn, ásamt öðrum kaffi­drykkj­um, og sjá verk Maríu í Smáralind, um kom­andi helgi, 5. og 6. apríl milli klukk­an 12 og 15:30.

Gleðin var við völd þar sem kaffið var lagaða.
Gleðin var við völd þar sem kaffið var lagaða. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Beðið eftir kaffisopanum.
Beðið eft­ir kaffi­sop­an­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert