Nýr kaffidrykkur frumsýndur á DesignTalks í Hörpu

Ragnheiður Skúladóttir tók vel á móti gestum á Kaffibar Lavazza, …
Ragnheiður Skúladóttir tók vel á móti gestum á Kaffibar Lavazza, sem er samstarfsaðili HönnunarMars, í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Ítalski kaffiframleiðandinn Lavazza er samstarfsaðili HönnunarMars í ár, líkt og í fyrra, og er í ár einnig í samstarfi við listakonuna Maríu Guðjohnsen. Í gær var HönnunarMarz-drykkurinn frumsýndur á DesignTalks í Hörpu með pomp og prakt og beðið var í röðum eftir smakki.

Uppruni þema verksins

María hefur hannað vídeóverk og gagnvirkt vegglistaverk sem er staðsett á gafli Laugavegs 3, við Skólavörðustíg. Þema HönnunarMars í ár er „Uppruni“ en verkið túlkar uppruna og hringrás kaffiplöntunnar; frá blómi, beri og að ristun baunarinnar.

Nýi kaffidrykkurinn sem gladdi gesti.
Nýi kaffidrykkurinn sem gladdi gesti. mbl.is/Árni Sæberg

„María kafar abstrakt inn í umbreytingu kaffis; frá uppruna þess sem hráefni af jörðu, til fljótandi orku. Í hringiðu hversdagsins gleymist að staldra við og huga að því hvað liggur að baki þessa staðfasta drykks sem leikur svo stórt hlutverk aukaleikara í okkar daglega lífi,“ segir Ragnheiður Skúladóttir vörumerkjastjóri hjá Danól.

Kaffið rann út eins og heitar lummur.
Kaffið rann út eins og heitar lummur. mbl.is/Árni Sæberg

Þróuðu drykk sem fangar þemað

Kaffisérfræðingar Lavazza hafa í tilefni hátíðarinnar þróað kaffidrykk sem fangar þemað; uppruni.

„Drykkurinn er kaldur kaffidrykkur með espresso, kókosvatni og Pandansírópi. Pandan (Pandanus amaryllifolius) er planta sem vex í suðaustur og suður Asíu. Hún er þekkt fyrir sæta bragðtóna sem minna á jarðhnetur og vanillu, og er mikið notuð í asískri matargerð. Plantan er litsterk og smitar út frá sér grænan lit sem einkennir þá rétti sem Pandan er notuð í. Suðaustur Asía er eitt af þeim svæðum þar sem kaffibaunir Lavazza draga uppruna sinn, og því er mjög viðeigandi að tengja saman kaffi og Pandan,“ segir Ragnheiður og brosir.

Fjölmargir lögðu leið sína á Kaffibarinn á HönnunarMars opnunarhófinu.
Fjölmargir lögðu leið sína á Kaffibarinn á HönnunarMars opnunarhófinu. mbl.is/Árni Sæberg

Eins og áður sagði var drykkurinn frumsýndur á DesignTalks í Hörpu í gær, en kaffibarþjónar Lavazza bjóða gestum að smakka drykkinn, ásamt öðrum kaffidrykkjum, og sjá verk Maríu í Smáralind, um komandi helgi, 5. og 6. apríl milli klukkan 12 og 15:30.

Gleðin var við völd þar sem kaffið var lagaða.
Gleðin var við völd þar sem kaffið var lagaða. mbl.is/Árni Sæberg
Beðið eftir kaffisopanum.
Beðið eftir kaffisopanum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert