Það liggur eitthvað í loftinu með Iceguys

Nú er Kjörís kominn með glænýja íslínu undir merkjum Iceguys.
Nú er Kjörís kominn með glænýja íslínu undir merkjum Iceguys. Samsett mynd

Stutt er síðan vinsælasta hljómsveit landsins, Iceguys, gaf út lagið Stígðu inn, þar sem textinn býður hlustendum að stíga inn í nýjan heim – ísheiminn.

Nú er það orðinn veruleiki, því Kjörís kynnir með stolti glænýja íslínu undir merkjum Iceguys að því kemur fram í tilkynningu frá Kjörís.

„Vörulínan ber með sér skýran keim af ævintýri, ferskleika og þeim krafti sem Iceguys hefur að bjóða. Líklegt verður að teljast að þessi vara verði næsta æðið á markaðnum, enda eru vinsældir Iceguys í hæstu hæðum og aðdáendahópurinn sífellt að stækka,“ segir Elías Þór Þorvarðarson markaðsstjóri Kjöríss.

Samkvæmt heimildum matarvefsins hefst dreifing í dag, fimmtudaginn 3. apríl, og búist er við miklum hamagangi í verslunum víðs vegar um landið.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert