Krúttlegustu páskabollakökurnar sem sést hafa

Þetta eru krúttuðustu páskabollakökurnar í ár og bragðast dásamlega vel. …
Þetta eru krúttuðustu páskabollakökurnar í ár og bragðast dásamlega vel. Botninn er dúnmjúkur með góðu sítrónubragði en til þess að toppa það er bæði lemon curd og sítrónusmjörkrem með. Ljósmynd/Valgerður Gréta Gröndal

Ef þú elsk­ar sítr­ónu­kök­ur og lemon curd eða sítr­ónu­smjör þá eru þetta réttu páska­bolla­kök­urn­ar fyr­ir þig. Þær eru ekki bara bragðgóðar held­ur líka ein­stak­lega krúttaðar, þess­ir páskaung­ar munu bræða mörg hjörtu og lífga upp á um­hverfið.

Botn­inn er dún­mjúk­ur með góðu sítr­ónu­bragði en til þess að toppa það er bæði lemon curd og sítr­ónu­smjörkrem með. Þess­ar eru full­komn­ar á páska­borðið.

Valgerður Gréta Gröndal, betur þekkt sem Valla, krúttaði yfir sig …
Val­gerður Gréta Grön­dal, bet­ur þekkt sem Valla, krúttaði yfir sig þegar hún gerði þess­ar á dög­un­um. mbl.is/​Karítas

Heiður­inn af upp­skrift­inni á Val­gerður Gréta Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, sem held­ur úti sínu eig­in mat­ar­bloggi eins og les­end­ur mat­ar­vefs­ins eru ör­ugg­lega farn­ir að þekkja vel til.

Þessar eiga án efa eftir að gleðja margar um páskana.
Þess­ar eiga án efa eft­ir að gleðja marg­ar um pásk­ana. Ljós­mynd/​Val­gerður Gréta Grön­dal

Krúttlegustu páskabollakökurnar sem sést hafa

Vista Prenta

Páska­bolla­kök­ur með lemon curd og sítr­ónu­smjörkremi

  • 150 g syk­ur
  • 60 ml jurta­ol­ía
  • 2 egg
  • 1 tsk. sítr­ónu­drop­ar
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 180 g hveiti
  • ¾ tsk. lyfti­duft
  • ½ tsk. mat­ar­sódi
  • ½ tsk. salt
  • 180 ml mjólk
  • Safi úr hálfri sítr­ónu
  • Rif­inn börk­ur af einni sítr­ónu
  • Sítr­ónu­smjör, lemon curd, magn eft­ir smekk
  • Sítr­ónu­smjörkrem, sjá upp­skrift fyr­ir neðan
  • 24 stk. Syk­uraugu frá Dr. Oet­ker
  • App­el­sínu­gult „can­dy melts“ eða bút­ur af gul­rót t.d.

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C.
  2. Setjið 12 bolla­köku­form í bolla­köku­mót.
  3. Setjið syk­ur og olíu sam­an í hræri­véla­skál og blandið vel sam­an.
  4. Setjið því næst 1 egg út í og þeytið vel.
  5. Skafið niður á milli.
  6. Bætið hinu egg­inu út í og þeytið þar til létt og ljóst.
  7. Bætið sítr­ónu- og vanillu­drop­um út í og þeytið aðeins áfram.
  8. Setjið sítr­ónusaf­ann út í mjólk­ina og bíðið í smá­stund.
  9. Sigtið hveiti, lyfti­duft, mat­ar­sóda og salt sam­an við eggja­blönd­una og setjið helm­ing­inn af mjólk­inni sam­an við.
  10. Hrærið í nokkr­ar sek­únd­ur.
  11. Bætið rest­inni af mjólk­inni sam­an við ásamt sítr­ónu­berki, hrærið aft­ur bara í nokkr­ar sek­únd­ur.
  12. Kök­urn­ar verða nefni­lega of seig­ar ef deigið er hrært of mikið.
  13. Skiptið deig­inu á milli formanna og bakið í 25 mín­út­ur.
  14. Takið kök­urn­ar út og kælið á grind.
  15. Þegar kök­urn­ar eru orðnar al­veg kald­ar er hola gerð í þær með því að taka krem­stút eða annað lítið kringl­ótt áhald og stinga út gat í hverja köku.
  16. Um það bil 1 te­skeið af sítr­ónu­smjöri er sett ofan í gatið og lokað aft­ur með því sem tekið var úr kök­unni; Völlu fannst gott að taka aðeins af því svo tapp­inn passi.
  17. Ef vill má gera litla fæt­ur úr app­el­sínu­gulu „can­dy­melts“ súkkulaði.
  18. Valla bræddi nokk­ur stykki og notaði tann­stöng­ul til þess að „teikna“ fæt­ur á kök­una áður en hún sprautaði krem­inu á.
  19. Hún gerði líka 12 litla þrí­hyrn­inga á smjörpapp­ír sem ég notaði fyr­ir gott en það er al­veg hægt að skera smá bút af gul­rót­arsneið og nota í staðinn.
  20. Setjið kringl­ótt­an stút í sprautu­poka og sprautið krem­inu ofan á kök­urn­ar.
  21. Hún gerði fyrst eina stóra doppu og aðra litla þar ofan á. Þá setti hún aug­un og gott á hvern unga og þá eru þær til­bún­ar!

Sítr­ónu­smjörkrem

  • 140 g mjúkt smjör
  • 2 pk. Butter Cream base frá Dr. Oet­ker
  • 4-5 msk. sítr­ónu­smjör (lemon curd)
  • 1 tsk. rif­inn sítr­ónu­börk­ur
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • Gul­ur mat­ar­lit­ur frá Dr. Oet­ker

Aðferð:

  1. Setjið smjörið í skál og þeytið vel.
  2. Bætið Butter cream-grunn­in­um sam­an við ásamt sítr­ónu­smjöri og vanillu­drop­um og þeytið vel.
  3. Bætið við gul­um mat­ar­lit, magn eft­ir smekk.
  4. Þeytið áfram mjög vel.
  5. Ef ykk­ur finnst kremið vera of stíft má bæta við meiru af sítr­ónu­smjöri.

 

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert