Eftirréttadrottningin Ólöf Ólafsdóttir töfraði matargestina sem heimsóttu Finnsson á Food and Fun matarhátíðinni sem haldin var með glæsibrag í marsmánuði með undursamlega góðum eftirrétt, Key lime pie.
„Þetta er ekki hinn hefðbundni „Key lime pie“ en ég gerði réttinn eins og mér finnst vera besta útgáfan af honum. Tilurð þess að rétturinn var til er sú að Óskar á Finnsson í Kringlunni, heyrði í mér og bað mig um að vera með í Food and Fun gleðinni þeirra og gera mitt tvist á eftirréttinn fyrir gestakokkinn, Tom Cook. Hann vildi bjóða upp á þennan eftirrétt en þetta er amerískur eftirréttur,“ segir Ólöf þegar hún er spurð hvernig uppskriftin varð til. Ólöf segir að þetta hafi verið afar skemmtilegt og gaman að fá tækifæri til að spreyta sig með þessum hætti.
„Ég hef brunnið fyrir eftirréttagerð síðastliðin 10 ár og gert mikið af skemmtilegum hlutum þegar eftirréttagerð er annars vegar,“ bætir Ólöf við. En hún hefur einnig verið í íslenska kokkalandsliðinu og vann til að mynda silfurverðlaun með liðinu á síðasta ári á Ólympíuleikunum í matreiðslu.
Ólöf segist yfirleitt halda upp á páskana hátíðlega með fjölskyldu sinni og ákveðnar hefðir séu í forgrunni en í ár verði þetta aðeins öðruvísi.
„Páskahefðin mín verður ávallt lamb í kvöldmatinn á páskadag. Ég kem til með að eiga öðruvísi páska í ár en förinni er heitið til Danmerkur þar sem ég er að fara á opnunina í Skern og ætla að veiða mest alla páskana, þannig því miður missi ég af páskalambinu í ár.“
Hún gefur hér lesendum matarvefs mbl.is leyndardómsfullu uppskriftina að réttinum sem á vel heima í komandi páskaboðum og gæti til að mynda verið hinn fullkomni eftirréttur til að bjóða upp á á sumardaginn fyrsta sem nálgast óðfluga. Sumardagurinn fyrsti ber upp fimmtudaginn 24. apríl næstkomandi svo það er smá tími til stefnu til að æfa sig.
Keylime pie a la Ólöf
Tart-botn
Aðferð:
Lime curd – Límónusmjör
Aðferð:
Ítalskur marens
Aðferð: