Eftirrétturinn sem matargestirnir tóku andköf yfir

Eftirréttadrottningin Ólöf Ólafsdóttir gerði þennan ómótstæðilega eftirrétt fyrir Food & …
Eftirréttadrottningin Ólöf Ólafsdóttir gerði þennan ómótstæðilega eftirrétt fyrir Food & Fun matarhátíðina á veitingastaðnum Finnsson í Kringlunni. Matargestirnir stóðu á öndinni eftir smakkið, þeir heilluðust yfir bragðinu, áferðinni og fegurðinni. Ljósmynd/Aðsend

Eft­ir­rétta­drottn­ing­in Ólöf Ólafs­dótt­ir töfraði mat­ar­gest­ina sem heim­sóttu Finns­son á Food and Fun mat­ar­hátíðinni sem hald­in var með glæsi­brag í mars­mánuði með und­ur­sam­lega góðum eft­ir­rétt, Key lime pie.

„Þetta er ekki hinn hefðbundni „Key lime pie“ en ég gerði rétt­inn eins og mér finnst vera besta út­gáf­an af hon­um. Til­urð þess að rétt­ur­inn var til er sú að Óskar á Finns­son í Kringl­unni, heyrði í mér og bað mig um að vera með í Food and Fun gleðinni þeirra og gera mitt tvist á eft­ir­rétt­inn fyr­ir gesta­kokk­inn, Tom Cook. Hann vildi bjóða upp á þenn­an eft­ir­rétt en þetta er am­er­ísk­ur eft­ir­rétt­ur,“ seg­ir Ólöf þegar hún er spurð hvernig upp­skrift­in varð til. Ólöf seg­ir að þetta hafi verið afar skemmti­legt og gam­an að fá tæki­færi til að spreyta sig með þess­um hætti.

Hef­ur brunnið fyr­ir eft­ir­rétta­gerð

„Ég hef brunnið fyr­ir eft­ir­rétta­gerð síðastliðin 10 ár og gert mikið af skemmti­leg­um hlut­um þegar eft­ir­rétta­gerð er ann­ars veg­ar,“ bæt­ir Ólöf við. En hún hef­ur einnig verið í ís­lenska kokka­landsliðinu og vann til að mynda silf­ur­verðlaun með liðinu á síðasta ári á Ólymp­íu­leik­un­um í mat­reiðslu.

Ólöf Ólafsdóttir gaf til að mynda út bókina Ómótstæðilegir eftirréttir …
Ólöf Ólafs­dótt­ir gaf til að mynda út bók­ina Ómót­stæðileg­ir eft­ir­rétt­ir í fyrra þar sem hún flett­ir ofan af fjöl­mörg­um eft­ir­rétta­upp­skrift­um úr sínu safni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ólöf seg­ist yf­ir­leitt halda upp á pásk­ana hátíðlega með fjöl­skyldu sinni og ákveðnar hefðir séu í for­grunni en í ár verði þetta aðeins öðru­vísi.

„Páska­hefðin mín verður ávallt lamb í kvöld­mat­inn á páska­dag. Ég kem til með að eiga öðru­vísi páska í ár en för­inni er heitið til Dan­merk­ur þar sem ég er að fara á opn­un­ina í Skern og ætla að veiða mest alla pásk­ana, þannig því miður missi ég af páskalamb­inu í ár.“

Hún gef­ur hér les­end­um mat­ar­vefs mbl.is leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­ina að rétt­in­um sem á vel heima í kom­andi páska­boðum og gæti til að mynda verið hinn full­komni eft­ir­rétt­ur til að bjóða upp á á sum­ar­dag­inn fyrsta sem nálg­ast óðfluga. Sum­ar­dag­ur­inn fyrsti ber upp fimmtu­dag­inn 24. apríl næst­kom­andi svo það er smá tími til stefnu til að æfa sig.

Eftirrétturinn sem matargestirnir tóku andköf yfir

Vista Prenta

Keylime pie a la Ólöf

Tart-botn

  • 160 g hveiti
  • 5 g kakó
  • 94 g smjör
  • 55 g flór­syk­ur
  • 75 g eggj­ar­auður
  • 1 tsk. salt

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í mat­vinnslu­vél og vinnið gróf­lega sam­an.
  2. Setjið deigið á borðið og hnoðið það sam­an í kúlu, plastið kúl­una og setjið hana inn í kæli í 1 klukku­stund.
  3. Takið deigið úr kæl­in­um og leyfið því að hvíla á borðinu í 5 mín­út­ur svo auðveld­ara sé að rúlla því út.
  4. Smyrjið 20 cm tart-form með olíu, rúllið deig­inu út í 25–30 cm hring og leggið í formið.
  5. Þegar deigið er sett í formið þarf að ýta því vel út í alla kanta.
  6. Stingið með göt með gaffli í botn­inn til að koma í veg fyr­ir loft­ból­ur.
  7. Bakið botn­inn í 175°Cheit­um ofni í um það bil 15–20 mín­út­ur.

Lime curd – Límónu­smjör

  • 100 g límón­ur
  • 137 g syk­ur
  • 80 g egg
  • 25 g eggj­ar­auður
  • 145 g smjör við stofu­hita
  • 1,25 g gelat­ín
  • 1 stk. sítr­ónu­börk­ur
  • ½ vanillu­stöng

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in í pott fyr­ir utan smjörið og eldið þau upp í 8°CC, sigtið blönd­una, bætið mat­ar­lím­inu sam­an við og leyfið henni að kólna niður í 40°C hita.
  2. Þegar bland­an hef­ur náð réttu hita­stigi er smjör­inu blandað sam­an við með töfra­sprota og að lok­um er sítr­ónu/​límónu­smjörið sett inn í kæli til að taka sig.

Ítalsk­ur mar­ens

  • 300 g syk­ur
  • 150 g hvít­ur
  • 75 g vatn

Aðferð:

  1. Sjóðið syk­ur og vatn upp í 118°C hita. Þetta verður að syk­urs­írópi.
  2. Á meðan þetta er að sjóða, þeytið þá eggja­hvít­urn­ar létt.
  3. Hellið svo syk­urs­íróp­inu út í eggja­hvítu­blönd­una og þeytið þar til mar­ens­inn er til­bú­inn.
  4. Fyllið tart-skelj­arn­ar með lime cur­d­inu, sprautið ít­alska mar­engs­um yfir og brennið hann létt með brenn­ara.
  5. Skreytið að vild.
  6. Ólöf ber tartið fram með kó­kos­ís.

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert