Einfaldar og fljótlegar lausnir fyrir kvöldmatinn

Á vefsíðunni Gerum daginn girnilegan má finna um 1600 uppskriftir …
Á vefsíðunni Gerum daginn girnilegan má finna um 1600 uppskriftir að ljúffengum og einföldum réttum, til að mynda þetta milljón dollara spaghettí. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Vefsíðan Ger­um dag­inn girni­leg­an er upp­skrift­asíða á veg­um heild­versl­un­ar­inn­ar Innn­es ehf sem var stofnuð árið 2015 með það að mark­miði að kynna og fræða um þau frá­bæru vörumerki sem Innn­es hef­ur upp á að bjóða í gegn­um girni­leg­ar upp­skrift­ir. Jó­hanna Ýr Hall­gríms­dótt­ir, markaðsstjóri hjá Innn­es, seg­ir vef­inn hafa vaxið jafnt og þétt með ár­un­um og þar megi nú finna um 1.600 upp­skrift­ir og 400 upp­skrift­ar­mynd­bönd.

„Viku­lega bæt­ist við ný upp­skrift, þar sem við leggj­um áherslu á fjöl­breytt til­efni og tylli­daga. Við hlust­um einnig á fylgj­end­ur okk­ar og spyrj­um reglu­lega hvað þeim finnst vanta eða hvað þeir vilja sjá meira af. Það sem hef­ur skarað fram úr síðustu ár er ein­fald­leiki, skýr­ar leiðbein­ing­ar og rétt­ir sem taka stutt­an tíma að mat­reiða.

Auk þess setj­um við inn nýj­an vikumat­seðil sem von­andi veit­ir ein­hverj­um inn­blást­ur fyr­ir vik­una. Það get­ur verið al­gjör tímasparnaður og betra fyr­ir veskið að skipu­leggja kvöld­mat­inn fyr­ir vik­una. Hraðinn í sam­fé­lag­inu kall­ar á ein­fald­ar og fljót­leg­ar lausn­ir þegar það kem­ur að kvöld­mat.“

Á vefsíðunni er þægilegt að halda utan um hvaða hráefni …
Á vefsíðunni er þægi­legt að halda utan um hvaða hrá­efni er þegar búið að nota og því ör­uggt að ekk­ert gleym­ist. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Frá­bær leið til að tryggja að ekk­ert gleym­ist

Jó­hanna tal­ar um að eitt það besta við Ger­um dag­inn girni­leg­an vefsíðuna sé að hægt er að vista upp­á­halds upp­skrift­irn­ar og jafn­vel að gefa upp­skrift­un­um ein­kunn. „Það er hægt að stofna sinn eig­in aðgang und­ir Mitt svæði á síðunni og safna sam­an góðum upp­skrift­um þar. Það sem mér finnst best við síðuna er að þegar ég er að elda eft­ir upp­skrift á síðunni eða jafn­vel bara að versla inn þá haka ég við inni­halds­efn­in um leið og ég nota þau sem er frá­bær leið til að tryggja að ekk­ert gleym­ist í elda­mennsk­unni.

Svo ef vikumat­seðill­inn er skoðaður þá er hægt að velja nokkra góða val­kosti, til dæm­is að senda upp­skrift­ir vik­unn­ar á ákveðið net­fang, sækja þær á pdf formi eða prenta þær beint út,“ seg­ir Jó­hanna og bæt­ir við að Vino sé líka frá­bær síða sem hún not­ar mikið en það er upp­skrifta- og fróðleikssíða um létt­vín og kokteila sem er einnig á veg­um Innn­es ehf.

„Það hef­ur auk­ist mikið að fólk geri kokteila heima, í mat­ar­boðum og í veisl­um en við erum dug­leg að bæta við kokteil­um og öðrum drykkjar­upp­skrift­um inn á síðuna og frá­bært að hafa þetta allt á ein­um stað.“

Í hverri viku kemur inn nýr vikumatseðill á Gerum daginn …
Í hverri viku kem­ur inn nýr vikumat­seðill á Ger­um dag­inn girni­leg­an en það er betra fyr­ir veskið að skipu­leggja kvöld­mat­inn fyr­ir vik­una. Ljós­mynd/​Aðsend

Vin­sæl mynd­bönd og fjöl­breytt­ar upp­skrift­ir

„Það er einnig skemmti­legt að segja frá því að mörg upp­skrift­ar­mynd­bönd­in á vefsíðunni eru inn­blás­in af Tasty-mynd­bönd­un­um, sem marg­ir kann­ast við af sam­fé­lags­miðlum. Fyrstu mynd­bönd­in tók­um við upp í fund­ar­her­bergi þegar skrif­stofa og vörula­ger okk­ar var staðsett í Fossa­leyni,“ seg­ir Jó­hanna og hlær. „Það var ótrú­lega gam­an að skapa þetta efni, og má mikið af heiðrin­um fara til Vig­dís­ar Ylfu Hreins­dótt­ur, mat­reiðslu­manns og sölu­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs, sem átti stór­an þátt í upp­skrift­un­um sem þar birt­ust.

Í dag höf­um við flutt í nýtt og bjart­ara hús­næði í Korn­görðum sem veit­ir enn betri aðstöðu til að skapa mynd­efni fyr­ir sam­fé­lags­miðla. Þó við ger­um færri upp­skrift­ar­mynd­bönd sjálf en við gerðum hér áður þá höf­um við í staðinn nýtt okk­ur sam­starfið við frá­bæra mat­ar­blogg­ara og aðra sam­starfsaðila til að halda áfram að færa ykk­ur girni­leg­ar upp­skrift­ir og inn­blást­ur. Í dag og í gegn­um tíðina höf­um við starfað með frá­bæru fólki og flest eru þetta lang­tíma­sam­störf sem við erum í.

Það er svo ótrú­lega gam­an að fylgj­ast með þess­um aðilum þró­ast í gegn­um árin og þau eru al­gjör­ir snill­ing­ar í eld­hús­inu og tala nú ekki um mynd­efnið sem kem­ur frá þeim. Við reyn­um að vinna sam­störf­in líka þannig að við séum að ná inn fjöl­breytt­um upp­skrift­um svo að sem flest­ir geti fundið eitt­hvað við sitt hæfi, hvort sem það er ein­fald­leik­inn, græn­met­is­rétt­ir, veg­an eða líf­rænt sem dæmi má nefna,“ seg­ir Jó­hanna að lok­um og læt­ur fylgja með ljúf­fenga upp­skrift að Millj­ón doll­ar spaghettí eft­ir Berg­lindi Hreiðars. 

Gerum daginn girnilegan er vefsíða á vegum heildverslunarinnar Innnes sem …
Ger­um dag­inn girni­leg­an er vefsíða á veg­um heild­versl­un­ar­inn­ar Innn­es sem er með það mark­mið að kynna og fræða um þau frá­bæru vörumerki sem Innn­es er með í gegn­um girni­leg­ar upp­skrift­ir. Ljós­mynd/​Aðsend



mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert